Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Skipuleggja hipp hopp-stórtónleika með konur í forystu

Femín­íska við­burða­fyr­ir­tæk­ið Puzzy Patrol held­ur tón­leika og mál­þing um upp­gang og sögu femín­isma í hipp hopp-heim­in­um ásamt um­ræð­um um stöðu og fram­tíð kvenna í dag.

Skipuleggja hipp hopp-stórtónleika með konur í forystu
Konur taka pláss Á tónleikum sem haldnir verða 20. janúar í Gamla bíói koma fram margar af þekktustu kraftkonum íslenska hipp hopp-heimsins, meðal annars Reykjavíkurdætur.

Puzzy Patrol, feminískt viðburðafyrirtæki, sérhæfir sig í viðburðum með listakonum og bregst nú við kynjahalla í tónlistarlífinu með tónleikahaldi. „Það hallar á konur í tónlist og þær eru útundan. Það sýndi sig þegar Reykjavík Grapevine var að fjalla um nýliðunina í hipp hopp í sumar og það var ekki minnst á eina einustu konu þótt þær væru svo margar að gera góða hluti í þessari senu,“ segir Valgerður Árnadóttir, sem rekur Puzzy Patrol, með Ingibjörgu Björnsdóttur, vinkonu sinni. 

Mótsvar við TrumpValgerður fann fyrir innblástri til að stofna Puzzy Patrol með vinkonu sinni þegar Trump var settur í embætti sitt.

Næsti viðburður tvíeykisins eru tónleikar með kraftmiklum konum úr hipp hopp-senunni, meðal annars Cell7, Alviu og Reykjavíkurdætrum en samhliða tónleikunum verður haldið málþing þar sem Laufey Ólafsdóttir kynnir BS ritgerð sína: „Hipp-hopp femínismi, markaðsvæðing menningar og þöggun hins háværa minnihluta: Er hipp-hopp vettvangur fyrir femínisma?“

Valgerður segir að samstaða kvenna í listum sé bráðnauðsynleg. „Það hallar alltaf á konur, en ég held að það sé ekki endilega af því að gaurarnir séu viljandi að skilja þær útundan, heldur er þetta orðið normið. Þeir halda sér saman, í sínum hópi, halda sína tónleika og dettur ekki einu sinni í hug að hafa samband við þær.“

Risaeðlum fer fækkandi

Valgerður segir að það sé ekki endilega slæmur ásetningur að baki þessari hegðun heldur séu þetta ómeðvitaðir fordómar. Valgerður segir að hinn vestræni heimur sé á tímamótum varðandi kvenfrelsi eftir að Donald Trump var kosinn forseti Bandaríkjanna og #metoo byltinging fór af stað. „Við erum helmingur jarðarbúa, við erum að gera list og við erum að taka pláss. Auðvitað eru ennþá einhverjir rapparar að tala niður til kvenna í sínum texta og svoleiðis, en skilaboðin eru að breytast og vakningin nær til flestra, sérstaklega til yngri kynslóðarinnar.“

Jafnvel þótt Puzzy Patrol vinni sérstaklega að því að vekja athygli á listakonum segir Valgerður að takmarkið sé að á endanum verði hætt að skilgreina konur sem kvenlistamenn. „Þær eru manneskjur sem eru að gera list og það þarf ekki að flokka það eftir kyni þeirra. Konur eiga einmitt að mega fjalla um það sem þær vilja; þær þurfa ekki að vera með feminískan boðskap frekar en þær vilja.“

--

Viðburðurinn er haldinn í Gamla bíói 20. janúar. Málþingið hefst klukkan 15.00 og tónleikarnir klukkan 20.00 þar sem fram koma ALVIA, Cell7, Fever Dream, Krakk & Spaghettí, Reykjavíkurdætur og Sigga Ey. Miðaverð er 3.900 kr.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu