Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Skipuleggja hipp hopp-stórtónleika með konur í forystu

Femín­íska við­burða­fyr­ir­tæk­ið Puzzy Patrol held­ur tón­leika og mál­þing um upp­gang og sögu femín­isma í hipp hopp-heim­in­um ásamt um­ræð­um um stöðu og fram­tíð kvenna í dag.

Skipuleggja hipp hopp-stórtónleika með konur í forystu
Konur taka pláss Á tónleikum sem haldnir verða 20. janúar í Gamla bíói koma fram margar af þekktustu kraftkonum íslenska hipp hopp-heimsins, meðal annars Reykjavíkurdætur.

Puzzy Patrol, feminískt viðburðafyrirtæki, sérhæfir sig í viðburðum með listakonum og bregst nú við kynjahalla í tónlistarlífinu með tónleikahaldi. „Það hallar á konur í tónlist og þær eru útundan. Það sýndi sig þegar Reykjavík Grapevine var að fjalla um nýliðunina í hipp hopp í sumar og það var ekki minnst á eina einustu konu þótt þær væru svo margar að gera góða hluti í þessari senu,“ segir Valgerður Árnadóttir, sem rekur Puzzy Patrol, með Ingibjörgu Björnsdóttur, vinkonu sinni. 

Mótsvar við TrumpValgerður fann fyrir innblástri til að stofna Puzzy Patrol með vinkonu sinni þegar Trump var settur í embætti sitt.

Næsti viðburður tvíeykisins eru tónleikar með kraftmiklum konum úr hipp hopp-senunni, meðal annars Cell7, Alviu og Reykjavíkurdætrum en samhliða tónleikunum verður haldið málþing þar sem Laufey Ólafsdóttir kynnir BS ritgerð sína: „Hipp-hopp femínismi, markaðsvæðing menningar og þöggun hins háværa minnihluta: Er hipp-hopp vettvangur fyrir femínisma?“

Valgerður segir að samstaða kvenna í listum sé bráðnauðsynleg. „Það hallar alltaf á konur, en ég held að það sé ekki endilega af því að gaurarnir séu viljandi að skilja þær útundan, heldur er þetta orðið normið. Þeir halda sér saman, í sínum hópi, halda sína tónleika og dettur ekki einu sinni í hug að hafa samband við þær.“

Risaeðlum fer fækkandi

Valgerður segir að það sé ekki endilega slæmur ásetningur að baki þessari hegðun heldur séu þetta ómeðvitaðir fordómar. Valgerður segir að hinn vestræni heimur sé á tímamótum varðandi kvenfrelsi eftir að Donald Trump var kosinn forseti Bandaríkjanna og #metoo byltinging fór af stað. „Við erum helmingur jarðarbúa, við erum að gera list og við erum að taka pláss. Auðvitað eru ennþá einhverjir rapparar að tala niður til kvenna í sínum texta og svoleiðis, en skilaboðin eru að breytast og vakningin nær til flestra, sérstaklega til yngri kynslóðarinnar.“

Jafnvel þótt Puzzy Patrol vinni sérstaklega að því að vekja athygli á listakonum segir Valgerður að takmarkið sé að á endanum verði hætt að skilgreina konur sem kvenlistamenn. „Þær eru manneskjur sem eru að gera list og það þarf ekki að flokka það eftir kyni þeirra. Konur eiga einmitt að mega fjalla um það sem þær vilja; þær þurfa ekki að vera með feminískan boðskap frekar en þær vilja.“

--

Viðburðurinn er haldinn í Gamla bíói 20. janúar. Málþingið hefst klukkan 15.00 og tónleikarnir klukkan 20.00 þar sem fram koma ALVIA, Cell7, Fever Dream, Krakk & Spaghettí, Reykjavíkurdætur og Sigga Ey. Miðaverð er 3.900 kr.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár