Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bjarni fór rangt með þegar hann reyndi að útskýra fátæktartölur fyrir Ingu Sæland

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra hélt að Inga Sæ­land væri að vísa til tekju­við­miða og af­stæðr­ar fá­tækt­ar. „Mér finnst það ekki lýsa þeim raun­veru­leika sem blas­ir við mér í ís­lensku sam­fé­lagi,“ sagði hann um lýs­ingu Ingu á nið­ur­stöð­um Unicef.

Bjarni fór rangt með þegar hann reyndi að útskýra fátæktartölur fyrir Ingu Sæland

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, gagnrýndi Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, fyrir að nota orðið örbirgð þegar hún vísaði til þeirrar niðurstöðu Unicef á Íslandi frá því í fyrra að um 10 prósent barna á Íslandi líði efnislegan skort. „Mér finnst það ekki lýsa þeim raunveruleika sem blasir við mér í íslensku samfélagi,“ sagði hann í sérstakri umræðu um fátækt á Íslandi í gær.

Þegar Bjarni gerði athugasemdir við málflutning Ingu Sæland fór hann sjálfur með rangt mál um tölurnar sem hún hafði vísað til í ræðu sinni.

Inga Sæland átti frumkvæði að umræðunni um fátækt og hóf mál sitt með því að vitna til umræddrar skýrslu UNICEF. „Það er enn þá nokkuð ljóst að um 10% barna okkar líða skort. Samkvæmt skýrslu UNICEF á Íslandi sem kom út í janúar 2016 líða 9,1% barna hér mismikinn skort, bæði félagslegan og efnislegan,“ sagði hún. „Er hæstvirtur ráðherra sáttur við þá örbirgð sem tæplega 10% íslenskra barna búa við?“

Í skýrslu Unicef er byggt á svörum úr lífskjararannsókn Hagstofunnar og þau greind út frá sérstakri aðferðafræði sem er ætlað að varpa ljósi á marghliða skort meðal barna á Íslandi. Niðurstaðan er sú að hlutfall þeirra barna sem líða skort á Íslandi hafi rúmlega tvöfaldast frá árinu 2009. Gera megi ráð fyrir að á árinu 2014 hafi rúmlega 6100 börn liðið efnislegan skort og tæplega 1600 börn búið við verulegan skort.

„Mér finnst það ekki lýsa þeim raunveruleika
sem blasir við mér í íslensku samfélagi“

„Ég verð að byrja á að segja að ég hef fyrirvara við þá fullyrðingu sem er í þessari spurningu, þ.e. að 10% íslenskra barna búi við örbirgð. Mér finnst það ekki lýsa þeim raunveruleika sem blasir við mér í íslensku samfélagi,“ sagði Bjarni í umræðunum í gær. 

Hélt að Inga væri að vísa til afstæðrar fátæktar

Hann fullyrti að í tölunum sem Inga vísaði til væri byggt á tekjuviðmiðum „þar sem við skoðum meðaltekjur og síðan könnum við hversu margir eru með 60% eða minna af meðaltekjunum þar sem við skoðum meðaltekjur og síðan könnum við hversu margir eru með 60% eða minna af meðaltekjunum, þannig að þarna erum við að tala um hlutfallslega stöðu gagnvart öðrum hópum“.

Hið rétta er að í skýrslu Unicef er efnislegur skortur ekki greindur út frá tekjum heimila heldur með aðferð sem byggir á nálgun Eurostat við mælingar á skorti heimila á efnislegum gæðum og er notuð af rannsakendum á vegum rannsóknarstofnunar UNICEF. Þar er kannaður skortur á sjö sviðum; á sviði næringar, menntunar, klæðnaðar, upplýsinga, húsnæðis, afþreyingar og félagslífs, og teljast börn líða skort ef þau skortir tvennt eða fleira af lista lífskjararannsóknar Evrópusambandsins.

Tilraun Bjarna til að leiðrétta Ingu Sæland var þannig á misskilningi byggð. Hann virðist hafa haldið að Inga væri að vísa til mælinga á því sem kallast afstæð fátækt, þegar hún vitnaði skýrt í skortgreiningu Unicef sem byggir á aðferðafræðinni sem er reifuð hér að ofan og myndirnar hér varpa nokkru ljósi á. 

„Það er of langt gengið að segja hreinlega að þeir sem falla undir þann hóp hlutfallslega gagnvart öðrum búi við aðstæður sem væri hægt að lýsa sem örbirgð. Það finnst mér bara of langt gengið,“ sagði Bjarni sem tók þó fram að það væri mikilvægt að halda því til haga að mörg börn á Íslandi liðu verulegan efnislegan skort.

„En ég kalla eftir því að við notum þá
tölurnar sem eru byggðar á rannsóknum“

„Ég vil bara fagna því að hafa fengið öflugan talsmann eins og þann sem hér hefur opnað umræðuna inn á þing til að halda stjórnvöldum við efnið og koma inn með þá reynslu og þekkingu sem hv. þingmaður hefur inn í þennan málaflokk. En ég kalla eftir því að við notum þá tölurnar sem eru byggðar á rannsóknum. Þar erum við að tala um að um 2% barna búi á Íslandi á heimilum þar sem verulegur skortur er á efnislegum gæðum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
6
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár