Formaður Öryrkjabandalagsins segir fjármálafrumvarpið gríðarleg vonbrigði, ekki síst þegar það er sett í samhengi við orð alþingismanna fyrir kosningar, ekki síst það sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, sagði. „Við treystum því að hún og hennar fólk stæði í lappirnar gagnvart samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn,“segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir.
Í fjármálafrumvarpinu er ekki að finna stefnubreytingu í málefnum örorkulífeyrisþega, heldur aðeins 4,7% verðlagsuppfærslu sem fyrri ríkisstjórn hafði lagt til. Ekki er að finna afnám af krónu á móti krónu skerðingu sérstakrar framfærsluuppbótar og NPA-samningum er ekki fjölgað frekar en fyrri ríkisstjórn hafði boðað; þeim fjölgar úr 55 í 80 þrátt fyrir að 120 samninga skorti til viðbótar samkvæmt mati á þörfinni.
„Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlæti.“
Fjárlagafrumvarpið fylgir því fjármálaáætlun fráfarandi ríkisstjórnar, sem Katrín gagnrýndi sérstaklega á þingi 13. september. „Stjórnvöld …
Athugasemdir