„Við byrjuðum að æfa leikritið fyrir rúmum mánuði en ég fékk handritið fyrir löngu síðan,“ segir Þröstur Leó Gunnarsson en leikritið verður frumsýnt annan í jólum.
„Ég leik útgerðarmanninn Þórð sem er karl af gamla skólanum. Hann byrjaði með tvær hendur tómar í sjávarþorpi og er búinn að byggja upp fyrirtækið sitt. Síðan var farið að úthluta kvóta og litlu fyrirtækin urðu undir og þau stóru keyptu þau upp eins og gerðist í raun og veru.
Reksturinn gengur ekki vel en Þórður hugsar um byggðarlagið en börnin hans vilja að hann selji fyrirtækið. Hann spyr þau þá hvort þau hafi talað við fólkið í þorpinu og útskýrt fyrir því hvers vegna þau vilja taka frá því lífsbjörgina sem er þetta fyrirtæki. Þórður er harður í horn að taka. Þetta er ekkert auðveldur karakter þannig séð.“
Þröstur Leó ólst upp á Bíldudal og hefur verið mikið á sjó.
„Leikritið vakti …
Athugasemdir