Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ójöfnuður á Íslandi vanmetinn og reyndist meiri en í Noregi

Gini-stuð­ull Ís­lands hækk­aði úr 22,7 upp í 24,7 milli ár­anna 2014 og 2015 sam­kvæmt leið­rétt­um gögn­um Hag­stof­unn­ar.

Ójöfnuður á Íslandi vanmetinn og reyndist meiri en í Noregi

Gini-stuðull Íslands á árinu 2015, sem er reiknaður út frá tekjuárinu 2014, var vanmetinn í gögnum Hagstofunnar vegna mistaka við útreikninga. Ný leiðrétt gögn benda til þess að ójöfnuður hafi verið meiri á Íslandi heldur en í Noregi á umræddu ári. Gini-stuðullinn hafi hækkað úr 22,7 upp í 24,7 en ekki upp í 23,6 eins og áður var talið. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hagstofunnar í dag.

Fullyrðingar um að hvergi hafi ójöfnuður verið minni en á Íslandi á þessum tíma standast því ekki. Í evrópskum samanburði var Ísland með fjórða minnsta ójöfnuðinn. Minnstur ójöfnuður var í Slóvakíu (23,7), og þar á eftir komu Noregur (23,9), Slóvenía (24,5), Ísland (24,7) og Tékkland (25).

Ísland var hins vegar með minnstan ójöfnuð Evrópuríkja samkvæmt Gini-stuðli ársins 2016 sem var 24,1, en því næst komu Slóvakía með 24,3, þá Slóvenía (24,4), Noregur (25) og Tékkland (25,1).

Hér verður þó að hafa í huga að Gini-stuðullinn tekur ekki tillit til söluhagnaðar vegna hlutabréfa og verðbréfa. Slíkar fjármagnstekjur renna fyrst og fremst til allra tekjuhæsta fólksins á Íslandi, en aðeins 2 prósent fjölskyldna greiða fjármagnstekjuskatt af söluhagnaði hlutabréfa. Söluhagnaður Íslendinga nam 32 milljörðum króna í fyrra samkvæmt gögnum fjármála- og efnahagsráðuneytisins um álagningu opinberra gjalda.

„Við reglubundna yfirferð á gögnum 17. nóvember síðastliðinn kom í ljós villa í áður birtum niðurstöðum úr lífskjararannsókn Hagstofunnar fyrir árið 2015. Villan hafði áhrif á tekjuútreikninga og þar með upplýsingar um Gini-stuðul og lágtekjuhlutfall,“ segir í tilkynningunni á vef Hagstofunnar í dag. „Búið er að leiðrétta niðurstöður og gera viðeigandi ráðstafanir til að hún endurtaki sig ekki. Töflur á vef Hagstofunnar hafa verið uppfærðar með leiðréttum niðurstöðum samhliða birtingu á bráðabirgðaniðurstöðum ársins 2016.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skattamál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár