Satu Rämö er annar eigenda Finnsku búðarinnar í Kringlunni og fréttaritari á Íslandi fyrir finnska ríkissjónvarpið.
Hún er nú komin með íslenskan ríkisborgararétt eftir nær áratugsbúsetu á landinu. „Ég kom hingað fyrst sem skiptinemi árið 2003 og eignaðist marga íslenska vini. Eftir skiptinemaárið kom ég oft hingað til lands til að hitta vini og ferðast. Hitti síðan manninn minn á Kaffibarnum. Það fyndna er að hann bjó í Finnlandi á meðan ég var hér í Reykjavík sem skiptinemi árið 2003,“ segir Satu. Þau hafi hins vegar ákveðið að hefja sambúð á hlutlausum stað og fluttu til Barcelona á Spáni, þar sem þau bjuggu í tvö ár áður en þau fluttu aftur til Íslands rétt eftir bankahrun árið 2008.
„Ég myndi aldrei skipta á finnska ríkisborgararéttinum fyrir íslenskan“
Satu hlaut íslenskan ríkisborgararétt tveimur sólarhringum fyrir alþingiskosningar, svo hún rétt náði að kjósa. „Stærsti munurinn er að fá að kjósa,“ segir hún. …
Athugasemdir