Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Meira jólastress á Íslandi en í Finnlandi

Satu Rä­mö, sem stofn­aði Finnsku búð­ina ásamt vin­konu sinni fyr­ir fimm ár­um, er kom­in með ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt. Hún seg­ir Finna og Ís­lend­inga mjög ólíka.

Meira jólastress á Íslandi en í Finnlandi
Slakar á í Finnlandi um jólin Satu Rämö segir jólin mun afslappaðri í Finnlandi en á Íslandi. Mynd: Heiða Helgadóttir

Satu Rämö er annar eigenda Finnsku búðarinnar í Kringlunni og fréttaritari á Íslandi fyrir finnska ríkissjónvarpið.

Hún er nú komin með íslenskan ríkisborgararétt eftir nær áratugsbúsetu á landinu. „Ég kom hingað fyrst sem skiptinemi árið 2003 og eignaðist marga íslenska vini. Eftir skiptinemaárið kom ég oft hingað til lands til að hitta vini og ferðast. Hitti síðan manninn minn á Kaffibarnum. Það fyndna er að hann bjó í Finnlandi á meðan ég var hér í Reykjavík sem skiptinemi árið 2003,“ segir Satu. Þau hafi hins vegar ákveðið að hefja sambúð á hlutlausum stað og fluttu til Barcelona á Spáni, þar sem þau bjuggu í tvö ár áður en þau fluttu aftur til Íslands rétt eftir bankahrun árið 2008. 

„Ég myndi aldrei skipta á finnska ríkisborgararéttinum fyrir íslenskan“

Satu hlaut íslenskan ríkisborgararétt tveimur sólarhringum fyrir alþingiskosningar, svo hún rétt náði að kjósa. „Stærsti munurinn er að fá að kjósa,“ segir hún. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár