„Mikið djöfull er að sjá þetta! Einhverjir íslenskir hommar í sleik og láta líta svo út að það séum við hvítu ljótu kristnu kallarnir sem séu svo vondir við þá og allt það vælið ... meðan staðreyndin sem öllum er ljós nema þeim sem eru með rétttrúnaðarvírusinn troðfastan í rassgatinu að það er ISLAM sem stráfellir homma og hatar þá út af lífinu.“
Þessi færsla Ragnars Thorissonar er ein af 150 færslum sem er að finna á Tumblr-vefsíðunni „Fólk með fordóma“, sem hefur verið starfræk í tvö ár. Líkt og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir safnaði kvenhatursummælum á síðu sinni, „Karlar sem hata konur“, safna þau Svanhvít Ada Björnsdóttir og Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir hatursfullum ummælum gegn hinsegin fólki sem birtast á samfélagsmiðlum og kommentakerfum. Þau segja slíka orðræðu vera stórhættulega gagnvart þessum viðkvæma minnihlutahópi.
Umræða um hatursorðræðu hefur færst í aukana á síðustu árum, bæði á Íslandi og víðar …
Athugasemdir