Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Undir látlausu yfirborði

Bók Krist­ín­ar Ei­ríks­dótt­ur El­ín, ým­is­legt er furðu­leg lestr­areynsla. Frá­sögn­in er köld og óper­sónu­leg og sag­an læt­ur lít­ið yf­ir sér við fyrstu sýn.

Undir látlausu yfirborði
Kristín Eiríksdóttir Mynd: dino ignani

 

                                                  

                                                     Elín, ýmislegt

                                                       Kristín Eiríksdóttir

                                                        JPV

                                                        3 stjörnur af 5

                                                          

Um miðbik skáldsögu Kristínar Eiríksdóttur er kafli um karlmenn sem fara til Taílands til að kaupa blíðu þarlendra kvenna. Þessi kafli í bókinni, sem segir frá lífi rúmlega sjötuga leikmyndahönnuðarins Elínar, nær að fanga vel líðan og stemninguna hjá þessum körlum án þess að Kristín sé kvikindisleg eða dæmandi á nokkurn hátt þegar hún segir frá forsendum þeirra fyrir Taílandsferðunum. Elín kynnist einum þeirra, Mike, sem Kristín lýsir svona: „Til að byrja með greini ég engan mun á honum og hinum. Sömu kakístuttbuxurnar, sami pólóbolurinn, sömu sokkarnir í sömu sandölunum, sömu bláslegnu næpuhvítu leggirnir.“ 

Þessi hluti bókar Kristínar er briljant af því hann lýsir þessum heimi Taílandskarlanna vel og af samkennd í fáum og meitluðum orðum. „Kynhvötin er bara frumhvöt einsog svengd og þreyta. Hun er eðlilegur hluti af lífinu og hvers vegna á að neita mér um að svala frumþörf?,“ segir Mike þegar hann útskýrir fyrir Elínu að hverju hann leitar. Elín veltir því fyrir sér hvað Mike sér þegar hann sér hana, hvað taílensku konurnar hugsa um hana af því hún er hvorki á höttunum eftir kynlífi eins og kallarnir, eða peningum eins og þær, og einmana mennirnir líta ekki á hana sem kynveru. Hvað vill Mike henni þá?

Kaflinn er einn af þeim betri í bók Kristínar: Sterkur, skrítinn og óþægilegur. Fram að honum finnst mér vanta flug í söguna eins og hún bíði eftir því að byrja. Frásögnin er látlaus, hlutlæg, hörð og laus við stórar tilfinningar að mestu, dálítið eintóna. Þessi bók er ekki sinfónía, heldur lágstemmdur einleikur á streng. Orðið ísmeygileg kemur upp í hugann, eða lævís, því undir textanum og orðunum á blöðunum leynist kannski eitthvað meira en við fyrstu sýn. Undirtexti bókarinnar er örugglega lengri en þessar tæpu 200 síður sem nóvellan telur. 

Elín fær í byrjun bókarinnar senda til sín kassa með gömlum hlutum úr æsku sinni en bókin er öðrum þræði um minningarnar úr fortíð Elínar - einn kassinn er merktur Elín, ýmislegt, heiti bókarinnar - sem tengja má kössunum. Hún er vinna við nýtt leikrit eftir unga konu, Ellenu Álfsdóttur, sem er dóttir ógæfusams rithöfundar sem hét Álfur Finnsson, og Elín á minningar sem tengjast leikritaskáldinu og föður hennar. Þannig fléttast líf Elínar og Ellenar saman og býr til þráðinn þeirra á milli. Elínu finnst leikritið sjálft reyndar vera „algert drasl“ og telur að ástæðan fyrir því að það er sett upp sé að fólk vilji vita hvernig það var fyrir Elínu að alast upp með þekktu breyskmenni eins og Álfi en ekki út af virði þess sem listaverks.  Áhugi fólks á leikritinu er því ekki áhugi á góðu leikverki heldur gægjuþörf inn í líf frægs manns. 

Bók Kristínar skortir fleiri hápunkta, meira ris, eins og í frásögninni af Taílandsferð Elínar. Sagan verður dálítið flöt en kannski er það markmiðið með látleysinu að kalla fram þau hughrif hjá lesandum.  Inn á milli koma samt leiftrandi setningar og hugsanir eins og: „Látlausasta og algengasta mannshvarfið á sér samt stað innra með manni sjálfum. Þegar persónuleikinn tekur við starfi sálarinnar og heldur áfram, algerlega vélrænt með hjálp líkamans,“ sem skilja mann eftir með hugsanir. Kristín er fær.

Þetta er sérstök bók, undurfurðuleg alveg og erfið: Sjálfur botna ég ekki alveg í henni. Ég er alveg viss að ég mun ekki lesa neitt þessu líkt á næstunni. Eftir að hafa lesið hana hugsaði ég svipaðar hugsanir og þegar ég hef lokað sumum bókum Steinars Braga, til dæmis Hálendinu: Hvern fjandann var ég eiginlega að lesa og hvað er höfundurinn að segja mér í þessari sögu? Þetta er bók sem maður þarf eiginlega að lesa aftur og svo kannski aftur. Það er alltaf gaman þegar skáldsögur kýla mann, eða löðrunga eins og þessi, og skilja eftir óvissu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Jólabækur

Kraftur Jóns Kalmans
GagnrýniJólabækur

Kraft­ur Jóns Kalm­ans

Saga Ástu eft­ir Jón Kalm­an Stef­áns­son Út­gáfa: Bene­dikt­Ein­kunn: 4 stjörn­ur af 5 Jón Kalm­an Stef­áns­son er rit­höf­und­ur sem marg­ir hafa sterk­ar skoð­an­ir á. Sum­um finn­ast bæk­ur hans frá­bær­ar, nán­ast full­komn­ar, á með­an aðr­ir eiga erfitt með há­fleyg­an og ljóð­ræn­an stíl­inn. Ég þekki fólk sem elsk­ar bæk­ur Jóns Kalm­ans. En ég þekki líka fólk sem get­ur ekki les­ið hann út af...
Hvernig skrifa rithöfundarnir?: „Manneskja sem er skelfingu lostin gagnvart orðunum“
MenningJólabækur

Hvernig skrifa rit­höf­und­arn­ir?: „Mann­eskja sem er skelf­ingu lost­in gagn­vart orð­un­um“

Jóla­bóka­flóð­ið hef­ur ver­ið sagt sér­ís­lenskt fyr­ir­bæri þar sem svo marg­ar bæk­ur koma út, eða um 35 til 40 pró­sent allra bóka sem gefn­ar eru út á hverju ári. Stund­in fékk fimm rit­höf­unda, sem all­ir gefa út skáld­verk fyr­ir þessi jól, til að lýsa því hvernig þeir skrifa bæk­ur sín­ar og bað þá vin­sam­leg­ast líka að fara út fyr­ir efn­ið.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár