Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Undir látlausu yfirborði

Bók Krist­ín­ar Ei­ríks­dótt­ur El­ín, ým­is­legt er furðu­leg lestr­areynsla. Frá­sögn­in er köld og óper­sónu­leg og sag­an læt­ur lít­ið yf­ir sér við fyrstu sýn.

Undir látlausu yfirborði
Kristín Eiríksdóttir Mynd: dino ignani

 

                                                  

                                                     Elín, ýmislegt

                                                       Kristín Eiríksdóttir

                                                        JPV

                                                        3 stjörnur af 5

                                                          

Um miðbik skáldsögu Kristínar Eiríksdóttur er kafli um karlmenn sem fara til Taílands til að kaupa blíðu þarlendra kvenna. Þessi kafli í bókinni, sem segir frá lífi rúmlega sjötuga leikmyndahönnuðarins Elínar, nær að fanga vel líðan og stemninguna hjá þessum körlum án þess að Kristín sé kvikindisleg eða dæmandi á nokkurn hátt þegar hún segir frá forsendum þeirra fyrir Taílandsferðunum. Elín kynnist einum þeirra, Mike, sem Kristín lýsir svona: „Til að byrja með greini ég engan mun á honum og hinum. Sömu kakístuttbuxurnar, sami pólóbolurinn, sömu sokkarnir í sömu sandölunum, sömu bláslegnu næpuhvítu leggirnir.“ 

Þessi hluti bókar Kristínar er briljant af því hann lýsir þessum heimi Taílandskarlanna vel og af samkennd í fáum og meitluðum orðum. „Kynhvötin er bara frumhvöt einsog svengd og þreyta. Hun er eðlilegur hluti af lífinu og hvers vegna á að neita mér um að svala frumþörf?,“ segir Mike þegar hann útskýrir fyrir Elínu að hverju hann leitar. Elín veltir því fyrir sér hvað Mike sér þegar hann sér hana, hvað taílensku konurnar hugsa um hana af því hún er hvorki á höttunum eftir kynlífi eins og kallarnir, eða peningum eins og þær, og einmana mennirnir líta ekki á hana sem kynveru. Hvað vill Mike henni þá?

Kaflinn er einn af þeim betri í bók Kristínar: Sterkur, skrítinn og óþægilegur. Fram að honum finnst mér vanta flug í söguna eins og hún bíði eftir því að byrja. Frásögnin er látlaus, hlutlæg, hörð og laus við stórar tilfinningar að mestu, dálítið eintóna. Þessi bók er ekki sinfónía, heldur lágstemmdur einleikur á streng. Orðið ísmeygileg kemur upp í hugann, eða lævís, því undir textanum og orðunum á blöðunum leynist kannski eitthvað meira en við fyrstu sýn. Undirtexti bókarinnar er örugglega lengri en þessar tæpu 200 síður sem nóvellan telur. 

Elín fær í byrjun bókarinnar senda til sín kassa með gömlum hlutum úr æsku sinni en bókin er öðrum þræði um minningarnar úr fortíð Elínar - einn kassinn er merktur Elín, ýmislegt, heiti bókarinnar - sem tengja má kössunum. Hún er vinna við nýtt leikrit eftir unga konu, Ellenu Álfsdóttur, sem er dóttir ógæfusams rithöfundar sem hét Álfur Finnsson, og Elín á minningar sem tengjast leikritaskáldinu og föður hennar. Þannig fléttast líf Elínar og Ellenar saman og býr til þráðinn þeirra á milli. Elínu finnst leikritið sjálft reyndar vera „algert drasl“ og telur að ástæðan fyrir því að það er sett upp sé að fólk vilji vita hvernig það var fyrir Elínu að alast upp með þekktu breyskmenni eins og Álfi en ekki út af virði þess sem listaverks.  Áhugi fólks á leikritinu er því ekki áhugi á góðu leikverki heldur gægjuþörf inn í líf frægs manns. 

Bók Kristínar skortir fleiri hápunkta, meira ris, eins og í frásögninni af Taílandsferð Elínar. Sagan verður dálítið flöt en kannski er það markmiðið með látleysinu að kalla fram þau hughrif hjá lesandum.  Inn á milli koma samt leiftrandi setningar og hugsanir eins og: „Látlausasta og algengasta mannshvarfið á sér samt stað innra með manni sjálfum. Þegar persónuleikinn tekur við starfi sálarinnar og heldur áfram, algerlega vélrænt með hjálp líkamans,“ sem skilja mann eftir með hugsanir. Kristín er fær.

Þetta er sérstök bók, undurfurðuleg alveg og erfið: Sjálfur botna ég ekki alveg í henni. Ég er alveg viss að ég mun ekki lesa neitt þessu líkt á næstunni. Eftir að hafa lesið hana hugsaði ég svipaðar hugsanir og þegar ég hef lokað sumum bókum Steinars Braga, til dæmis Hálendinu: Hvern fjandann var ég eiginlega að lesa og hvað er höfundurinn að segja mér í þessari sögu? Þetta er bók sem maður þarf eiginlega að lesa aftur og svo kannski aftur. Það er alltaf gaman þegar skáldsögur kýla mann, eða löðrunga eins og þessi, og skilja eftir óvissu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Jólabækur

Kraftur Jóns Kalmans
GagnrýniJólabækur

Kraft­ur Jóns Kalm­ans

Saga Ástu eft­ir Jón Kalm­an Stef­áns­son Út­gáfa: Bene­dikt­Ein­kunn: 4 stjörn­ur af 5 Jón Kalm­an Stef­áns­son er rit­höf­und­ur sem marg­ir hafa sterk­ar skoð­an­ir á. Sum­um finn­ast bæk­ur hans frá­bær­ar, nán­ast full­komn­ar, á með­an aðr­ir eiga erfitt með há­fleyg­an og ljóð­ræn­an stíl­inn. Ég þekki fólk sem elsk­ar bæk­ur Jóns Kalm­ans. En ég þekki líka fólk sem get­ur ekki les­ið hann út af...
Hvernig skrifa rithöfundarnir?: „Manneskja sem er skelfingu lostin gagnvart orðunum“
MenningJólabækur

Hvernig skrifa rit­höf­und­arn­ir?: „Mann­eskja sem er skelf­ingu lost­in gagn­vart orð­un­um“

Jóla­bóka­flóð­ið hef­ur ver­ið sagt sér­ís­lenskt fyr­ir­bæri þar sem svo marg­ar bæk­ur koma út, eða um 35 til 40 pró­sent allra bóka sem gefn­ar eru út á hverju ári. Stund­in fékk fimm rit­höf­unda, sem all­ir gefa út skáld­verk fyr­ir þessi jól, til að lýsa því hvernig þeir skrifa bæk­ur sín­ar og bað þá vin­sam­leg­ast líka að fara út fyr­ir efn­ið.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár