Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Undir látlausu yfirborði

Bók Krist­ín­ar Ei­ríks­dótt­ur El­ín, ým­is­legt er furðu­leg lestr­areynsla. Frá­sögn­in er köld og óper­sónu­leg og sag­an læt­ur lít­ið yf­ir sér við fyrstu sýn.

Undir látlausu yfirborði
Kristín Eiríksdóttir Mynd: dino ignani

 

                                                  

                                                     Elín, ýmislegt

                                                       Kristín Eiríksdóttir

                                                        JPV

                                                        3 stjörnur af 5

                                                          

Um miðbik skáldsögu Kristínar Eiríksdóttur er kafli um karlmenn sem fara til Taílands til að kaupa blíðu þarlendra kvenna. Þessi kafli í bókinni, sem segir frá lífi rúmlega sjötuga leikmyndahönnuðarins Elínar, nær að fanga vel líðan og stemninguna hjá þessum körlum án þess að Kristín sé kvikindisleg eða dæmandi á nokkurn hátt þegar hún segir frá forsendum þeirra fyrir Taílandsferðunum. Elín kynnist einum þeirra, Mike, sem Kristín lýsir svona: „Til að byrja með greini ég engan mun á honum og hinum. Sömu kakístuttbuxurnar, sami pólóbolurinn, sömu sokkarnir í sömu sandölunum, sömu bláslegnu næpuhvítu leggirnir.“ 

Þessi hluti bókar Kristínar er briljant af því hann lýsir þessum heimi Taílandskarlanna vel og af samkennd í fáum og meitluðum orðum. „Kynhvötin er bara frumhvöt einsog svengd og þreyta. Hun er eðlilegur hluti af lífinu og hvers vegna á að neita mér um að svala frumþörf?,“ segir Mike þegar hann útskýrir fyrir Elínu að hverju hann leitar. Elín veltir því fyrir sér hvað Mike sér þegar hann sér hana, hvað taílensku konurnar hugsa um hana af því hún er hvorki á höttunum eftir kynlífi eins og kallarnir, eða peningum eins og þær, og einmana mennirnir líta ekki á hana sem kynveru. Hvað vill Mike henni þá?

Kaflinn er einn af þeim betri í bók Kristínar: Sterkur, skrítinn og óþægilegur. Fram að honum finnst mér vanta flug í söguna eins og hún bíði eftir því að byrja. Frásögnin er látlaus, hlutlæg, hörð og laus við stórar tilfinningar að mestu, dálítið eintóna. Þessi bók er ekki sinfónía, heldur lágstemmdur einleikur á streng. Orðið ísmeygileg kemur upp í hugann, eða lævís, því undir textanum og orðunum á blöðunum leynist kannski eitthvað meira en við fyrstu sýn. Undirtexti bókarinnar er örugglega lengri en þessar tæpu 200 síður sem nóvellan telur. 

Elín fær í byrjun bókarinnar senda til sín kassa með gömlum hlutum úr æsku sinni en bókin er öðrum þræði um minningarnar úr fortíð Elínar - einn kassinn er merktur Elín, ýmislegt, heiti bókarinnar - sem tengja má kössunum. Hún er vinna við nýtt leikrit eftir unga konu, Ellenu Álfsdóttur, sem er dóttir ógæfusams rithöfundar sem hét Álfur Finnsson, og Elín á minningar sem tengjast leikritaskáldinu og föður hennar. Þannig fléttast líf Elínar og Ellenar saman og býr til þráðinn þeirra á milli. Elínu finnst leikritið sjálft reyndar vera „algert drasl“ og telur að ástæðan fyrir því að það er sett upp sé að fólk vilji vita hvernig það var fyrir Elínu að alast upp með þekktu breyskmenni eins og Álfi en ekki út af virði þess sem listaverks.  Áhugi fólks á leikritinu er því ekki áhugi á góðu leikverki heldur gægjuþörf inn í líf frægs manns. 

Bók Kristínar skortir fleiri hápunkta, meira ris, eins og í frásögninni af Taílandsferð Elínar. Sagan verður dálítið flöt en kannski er það markmiðið með látleysinu að kalla fram þau hughrif hjá lesandum.  Inn á milli koma samt leiftrandi setningar og hugsanir eins og: „Látlausasta og algengasta mannshvarfið á sér samt stað innra með manni sjálfum. Þegar persónuleikinn tekur við starfi sálarinnar og heldur áfram, algerlega vélrænt með hjálp líkamans,“ sem skilja mann eftir með hugsanir. Kristín er fær.

Þetta er sérstök bók, undurfurðuleg alveg og erfið: Sjálfur botna ég ekki alveg í henni. Ég er alveg viss að ég mun ekki lesa neitt þessu líkt á næstunni. Eftir að hafa lesið hana hugsaði ég svipaðar hugsanir og þegar ég hef lokað sumum bókum Steinars Braga, til dæmis Hálendinu: Hvern fjandann var ég eiginlega að lesa og hvað er höfundurinn að segja mér í þessari sögu? Þetta er bók sem maður þarf eiginlega að lesa aftur og svo kannski aftur. Það er alltaf gaman þegar skáldsögur kýla mann, eða löðrunga eins og þessi, og skilja eftir óvissu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Jólabækur

Kraftur Jóns Kalmans
GagnrýniJólabækur

Kraft­ur Jóns Kalm­ans

Saga Ástu eft­ir Jón Kalm­an Stef­áns­son Út­gáfa: Bene­dikt­Ein­kunn: 4 stjörn­ur af 5 Jón Kalm­an Stef­áns­son er rit­höf­und­ur sem marg­ir hafa sterk­ar skoð­an­ir á. Sum­um finn­ast bæk­ur hans frá­bær­ar, nán­ast full­komn­ar, á með­an aðr­ir eiga erfitt með há­fleyg­an og ljóð­ræn­an stíl­inn. Ég þekki fólk sem elsk­ar bæk­ur Jóns Kalm­ans. En ég þekki líka fólk sem get­ur ekki les­ið hann út af...
Hvernig skrifa rithöfundarnir?: „Manneskja sem er skelfingu lostin gagnvart orðunum“
MenningJólabækur

Hvernig skrifa rit­höf­und­arn­ir?: „Mann­eskja sem er skelf­ingu lost­in gagn­vart orð­un­um“

Jóla­bóka­flóð­ið hef­ur ver­ið sagt sér­ís­lenskt fyr­ir­bæri þar sem svo marg­ar bæk­ur koma út, eða um 35 til 40 pró­sent allra bóka sem gefn­ar eru út á hverju ári. Stund­in fékk fimm rit­höf­unda, sem all­ir gefa út skáld­verk fyr­ir þessi jól, til að lýsa því hvernig þeir skrifa bæk­ur sín­ar og bað þá vin­sam­leg­ast líka að fara út fyr­ir efn­ið.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
3
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
3
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár