Varaþingmaður og þingframbjóðandi segja sig úr Vinstri grænum

„Get ekki sam­þykkt að skjóta hækju und­ir ráð­herra­stóla Bjarna Bene­dikts­son­ar og Sig­ríð­ar And­er­sen.“

Varaþingmaður og þingframbjóðandi segja sig úr Vinstri grænum

Gísli Garðarsson, þriðji varaþingmaður Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, frambjóðandi flokksins í síðustu tvennum Alþingiskosningum og Margrét Pétursdóttir, stjórnarmaður í Vinstri grænum og fyrrverandi varaþingmaður eru á meðal þeirra sem tilkynntu um úrsögn úr flokknum eftir að flokksráð VG samþykkti að ganga til ríkisstjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn í gærkvöldi. 

„Nú er komið að vatnaskilum. Ég get einfaldlega ekki tekið þátt í þessari vegferð. Ég get ekki réttlætt samstarf við íhaldið fyrir sjálfum mér. Ég get ekki samþykkt það að skjóta hækju undir ráðherrastóla Bjarna Benediktssonar og Sigríðar Á. Andersen,“ skrifar Gísli Garðarsson á Facebook. Gísli hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Vinstri græn undanfarin ár, meðal annars sem flokksráðsfulltrúi og stjórnarmaður í Reykjavíkurfélagi flokksins, verið fulltrúi flokksins í ráðum og nefndum Reykjavíkurborgar og tvívegis fengið kosningu sem varaþingmaður.

„Íhaldið hefur aldrei viðurkennt svo mikið sem brotabrot af sinni ábyrgð á hruninu, Panamaskjölunum eða leyndarhyggjunni sem felldi síðustu ríkisstjórn. En síðast en ekki síst ber flokkurinn einn og nánast óstuddur alla ábyrgð á mengandi kapítalísku feðraveldissamfélagsgerðinni (og ekki einu sinni reyna að andmæla þessu síðasta, skoðið bara kynjahlutföllin í þingflokknum) sem við búum við í dag. Flokkurinn hefur svo gott sem verið óslitið við völd frá stofnun lýðveldisins. Hann skapaði ekki bara kerfið, hann er kerfið. Og við breytum ekki kerfinu með málamiðlunum við það sjálft. Við byltum ekki með því að halda ríkjandi öflum við völd,“ skrifar Gísli.

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir hefur vakið athygli fyrir baráttu sína fyrir réttindum transfólks og var í 5. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir síðustu tvennar Alþingiskosningar.

Ugla segist hafa trú á að Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir standi sig vel í ríkisstjórn og verði samkvæmar sjálfum sér og stefnu flokksins. „Að því sögðu get ég ekki samþykkt ríkisstjórnarsamstarf VG við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Margar ástæður eru fyrir því og má þar helst nefna Panamaskjölin og málið sem sprengdi síðustu ríkisstjórn. Ég get einfaldlega ekki sætt mig við það að ákveðið fólk hljóti ráðherrastól og komist aftur til valda eftir allt sem hefur gengið á,“ skrifar Ugla

Margrét Pétursdóttir, stjórnarmaður í Vinstri grænum og fyrrverandi varaþingmaður, segir einnig frá því á Facebook að hún sé hætt í flokknum. „Tók þá ákvörðun á flokksráðsfundi í kvöld að segja mig úr Vinstri hreyfingunni grænu framboði. Treysti mér ekki í þennan leiðangur sem nýtt ríkisstjórnarsamstarf er. Óska þeim alls hins besta enda margt gott fólk þarna inni sem vill vel,“ skrifar hún. 

Málefnasamningur ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins var samþykktur með 75 atkvæðum gegn 15 á flokksráðsfundi Vinstri grænna í gær og með meiri stuðningi í flokksstofnunum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Tveir þingmenn Vinstri grænna, þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, greiddu atkvæði gegn málefnasamningnum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár