Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Varaþingmaður og þingframbjóðandi segja sig úr Vinstri grænum

„Get ekki sam­þykkt að skjóta hækju und­ir ráð­herra­stóla Bjarna Bene­dikts­son­ar og Sig­ríð­ar And­er­sen.“

Varaþingmaður og þingframbjóðandi segja sig úr Vinstri grænum

Gísli Garðarsson, þriðji varaþingmaður Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, frambjóðandi flokksins í síðustu tvennum Alþingiskosningum og Margrét Pétursdóttir, stjórnarmaður í Vinstri grænum og fyrrverandi varaþingmaður eru á meðal þeirra sem tilkynntu um úrsögn úr flokknum eftir að flokksráð VG samþykkti að ganga til ríkisstjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn í gærkvöldi. 

„Nú er komið að vatnaskilum. Ég get einfaldlega ekki tekið þátt í þessari vegferð. Ég get ekki réttlætt samstarf við íhaldið fyrir sjálfum mér. Ég get ekki samþykkt það að skjóta hækju undir ráðherrastóla Bjarna Benediktssonar og Sigríðar Á. Andersen,“ skrifar Gísli Garðarsson á Facebook. Gísli hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Vinstri græn undanfarin ár, meðal annars sem flokksráðsfulltrúi og stjórnarmaður í Reykjavíkurfélagi flokksins, verið fulltrúi flokksins í ráðum og nefndum Reykjavíkurborgar og tvívegis fengið kosningu sem varaþingmaður.

„Íhaldið hefur aldrei viðurkennt svo mikið sem brotabrot af sinni ábyrgð á hruninu, Panamaskjölunum eða leyndarhyggjunni sem felldi síðustu ríkisstjórn. En síðast en ekki síst ber flokkurinn einn og nánast óstuddur alla ábyrgð á mengandi kapítalísku feðraveldissamfélagsgerðinni (og ekki einu sinni reyna að andmæla þessu síðasta, skoðið bara kynjahlutföllin í þingflokknum) sem við búum við í dag. Flokkurinn hefur svo gott sem verið óslitið við völd frá stofnun lýðveldisins. Hann skapaði ekki bara kerfið, hann er kerfið. Og við breytum ekki kerfinu með málamiðlunum við það sjálft. Við byltum ekki með því að halda ríkjandi öflum við völd,“ skrifar Gísli.

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir hefur vakið athygli fyrir baráttu sína fyrir réttindum transfólks og var í 5. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir síðustu tvennar Alþingiskosningar.

Ugla segist hafa trú á að Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir standi sig vel í ríkisstjórn og verði samkvæmar sjálfum sér og stefnu flokksins. „Að því sögðu get ég ekki samþykkt ríkisstjórnarsamstarf VG við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Margar ástæður eru fyrir því og má þar helst nefna Panamaskjölin og málið sem sprengdi síðustu ríkisstjórn. Ég get einfaldlega ekki sætt mig við það að ákveðið fólk hljóti ráðherrastól og komist aftur til valda eftir allt sem hefur gengið á,“ skrifar Ugla

Margrét Pétursdóttir, stjórnarmaður í Vinstri grænum og fyrrverandi varaþingmaður, segir einnig frá því á Facebook að hún sé hætt í flokknum. „Tók þá ákvörðun á flokksráðsfundi í kvöld að segja mig úr Vinstri hreyfingunni grænu framboði. Treysti mér ekki í þennan leiðangur sem nýtt ríkisstjórnarsamstarf er. Óska þeim alls hins besta enda margt gott fólk þarna inni sem vill vel,“ skrifar hún. 

Málefnasamningur ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins var samþykktur með 75 atkvæðum gegn 15 á flokksráðsfundi Vinstri grænna í gær og með meiri stuðningi í flokksstofnunum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Tveir þingmenn Vinstri grænna, þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, greiddu atkvæði gegn málefnasamningnum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
4
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár