Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Geirs Haarde verður kveðinn upp í næstu viku

Mál­ið verð­ur for­dæm­is­gef­andi hvað varð­ar lög­mæti sér­dóm­stóla á borð við Lands­dóm og Rík­is­rétt.

Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Geirs Haarde verður kveðinn upp í næstu viku

Mannréttindadómstóll Evrópu kveður upp dóm í máli Geirs H. Haarde gegn Íslandi á fimmtudaginn í næstu viku. Geir var dæmdur í Landsdómi árið 2012 fyrir að hafa sýnt stórkostlegt gáleysi í störfum sínum sem forsætisráðherra í aðdraganda bankahrunsins 2008. Geir, sem starfar í dag sem sendiherra Íslands í Washington, var sakfelldur fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að halda ráðherrafundi um mikilvæg mál og þannig talinn hafa brotið gegn 17. gr. stjórnarskrár.

Tekið var fram í dómi Landsdóms að með hátterni sínu hefði Geir ekki aðeins brotið gegn formreglu heldur vanrækt að marka pólitíska stefnu til að takast á við þann efnahagsvanda sem honum hlaut að vera ljós strax í febrúar 2008. „Ef slík stefna hefði verið mörkuð og henni síðan fylgt eftir á skipulegan hátt, þar á meðal af Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitinu, má leiða að því rök að draga hefði mátt úr því tjóni, sem hlaust af falli bankanna í byrjun október 2008,“ segir í dómi Landsdóms.

Fjallað um pólitískt eðli landsdóms

Geir kærði dóminn og framgöngu íslenska ríkisins gagnvart sér til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) haustið 2012. Niðurstöðunnar er að vænta á fimmtudaginn næstkomandi, þann 23. nóvember, en verulegar líkur eru á að í sömu vikunni muni Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn hefja stjórnarsamstarf ásamt Framsóknarflokknum og kynna stjórnarsáttmála og ráðherraskipan nýrrar ríkisstjórnar. Geir var formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra en þingmenn Vinstri grænna léku lykilhlutverk í atburðarásinni sem leiddi til þess að hann var dreginn til lagalegrar ábyrgðar fyrir vanrækslu í aðdraganda hrunsins og dæmdur í Landsdómi. Sjálfstæðismenn börðust harkalega gegn því, en nú er stefnt að sögulegum sáttum flokkanna.

Að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá MDE telur Geir að að brotið hafi verið á rétti sínum til sanngjarnrar málsmeðferðar, réttinum til að vera talinn saklaus uns sekt er sönnuð, réttinum til að vera umsvifalaust gert kunnugt um sakarefni og réttinum til að að fá nægan tíma og aðstöðu til að undirbúa málsvörn sína.

Geir telur ákvörðun Alþings um ákæru á hendur sér hafi verið tekna á „pólitískum forsendum“, brotalamir hafi verið í málatilbúnaðinum gegn sér og að dómstóllinn hafi ekki verið óvilhallur og sjálfstæður. Þá er byggt á því að refsiheimildir hafi verið óskýrar og lagaákvæðin svo óljós að honum hefði ekki mátt vera ljóst að með háttsemi sinni kynni hann að vera dæmdur fyrir brot á stjórnarskrá. 

Tamílamálinu var vísað frá 

Geir Haarde er ekki fyrsti ráðherrann sem fer með ráðherraábyrgðarmál fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og byggir á því því að sérdómstóll um ráðherraábyrgð teljist ekki sjálfstæður og óvilhallur og að málsmeðferðin hafi falið í sér mannréttindabrot.

Þann 18. maí 1999 komst Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að mál ráðherrans Erik Ninn-Hansen gegn Danmörku – í kjölfar fangelsisdóms Ríkisréttar yfir honum í Tamílamálinu, pólitísku hneykslismáli sem kom upp í Danmörku árið 1993 og snerist um brot á réttindum innflytjenda frá Sri Lanka  – væri ekki tækt til efnismeðferðar. 

Taldi Mannréttindadómstóllinn að þótt hluti dómara væri pólitískt skipaður af danska þinginu væri það ekki tilefni til að draga sjálfstæði og óhlutdrægni Ríkisréttar í efa, auk þess sem ekki væri að sjá að málsmeðferðin hefði gengið gegn fyrirmælunum sem gefin eru í mannréttindasáttmála Evrópu.

Ólíkt máli Eriks Ninn-Hansen var kæra Geirs Haarde til MDE tekin til efnismeðferðar. Það verður fróðlegt að sjá hvort dómstóllinn hverfi frá fyrri dómaframkvæmd að því er varðar sjálfstæði og óhlutdrægni sérdómstóla á borð við Landsdóm og Ríkisrétt. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
1
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Lenti í fæðingunni sem hún óttaðist mest
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Lenti í fæð­ing­unni sem hún ótt­að­ist mest

„Það erf­ið­asta var að það var ekki hlustað á mig þeg­ar ég sagði: Það er eitt­hvað óeðli­legt í gangi,“ seg­ir Sigrún Lilja Guð­jóns­dótt­ir, sem gekk í gegn­um mjög erf­iða fæð­ingu með eft­ir­mál­um á borð við lífs­hættu­leg­an blóð­missi, sýk­ingu, að­gerð og fæð­ing­ar­þung­lyndi. Hún kall­ar eft­ir því að bet­ur sé hlustað á kon­ur sem segja frá óeðli­leg­um sárs­auka og að ókeyp­is neyð­ar­þjón­ustu sé kom­ið á fyr­ir þær sem lenda í al­var­legu fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Veikindi kvenna afskrifuð: „Hún er bara móðursjúk“
5
ÚttektMóðursýkiskastið

Veik­indi kvenna af­skrif­uð: „Hún er bara móð­ur­sjúk“

Ein var köll­uð fík­ill þeg­ar hún lýsti óbæri­leg­um lík­am­leg­um kvöl­um. Svo var hún sögð með heilsu­kvíða. Önn­ur var sögð ímynd­un­ar­veik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dótt­ir henn­ar, sem var með ógreint heila­æxli, fékk sama við­ur­nefni. Sög­ur þess­ara kvenna, kvenna sem hafa mætt skiln­ings­leysi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins þrátt fyr­ir al­var­leg­an heilsu­brest, eru sagð­ar í nýj­um hlað­varps­þátt­um Heim­ild­ar­inn­ar: Móð­ur­sýkiskast­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár