Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Telja samstarf við íhaldsflokkana illskásta kostinn í erfiðri stöðu – og jafnvel dálítið spennandi

Stund­in leit­aði skýr­inga á um­deildri ákvörð­un Vinstri grænna.

Telja samstarf við íhaldsflokkana illskásta kostinn í erfiðri stöðu – og jafnvel dálítið spennandi

Þingmenn og áhrifafólk í Vinstri grænum telja raunhæfan möguleika að ná ásættanlegum málefnasamningi við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn, þar sem uppbygging innviða verði sett á oddinn og útgjöld til samneyslunnar stóraukin. Eftir að slitnaði upp úr viðræðunum við Framsóknarflokkinn, Samfylkinguna og Pírata er samstarf við Framsókn og Sjálfstæðisflokk talinn illskásti kosturinn til að tryggja pólitískan stöðugleika næstu fjögur árin þar sem uppgangurinn í efnahagslífinu nýtist til að styrkja innviði og samfélagsstofnanir. Samningsstaða Sjálfstæðisflokksins sé veikari en oft áður og flokkurinn þannig sveigjanlegri; gagnkvæmt traust ríki milli Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar og þótt samstarf flokkanna sé áhættusamt geti það orðið grundvöllur að sögulegum sáttum og haft góð áhrif á íslensk stjórnmál til langs tíma. 

Þetta kemur fram í samtölum sem Stundin hefur átt við áhrifafólk og þingmenn Vinstri grænna í tilraun til að leita skýringa á ákvörðunum og áherslum flokksins í stjórnarmyndunarviðræðum. Viðmælendur Stundarinnar gera sér grein fyrir að Vinstri grænum verði að öllum líkindum refsað fyrir stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum. Engu að síður fullyrða þeir að þetta sé skásta leiðin til að tryggja framgang áherslumála flokksins og hafa afgerandi áhrif á samfélagsþróun næstu ára. Verkefnið sé áhættusamt en sumum þyki það líka lúmskt spennandi.

Viðmælendur Stundarinnar sem eru áfram um stjórnarsamstarfið telja löngu orðið tímabært að mynda ríkisstjórn undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur. Flokkurinn skuldi kjósendum sínum raunverulegan árangur. Ef ekki líti út fyrir að flokkurinn nái lykilmálum sínum fram verði málefnasamningurinn væntanlega felldur af þingflokknum eða flokksráði Vinstri grænna. Ólíklegt þykir þó að þetta gerist, enda hafi viðræðurnar farið vel af stað. 

Umdeild vegferð vinstriflokks

Sú ákvörðun þingflokks VG að hefja formlegar viðræður við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn hefur vakið hörð viðbrögð. Aðeins tvær vikur eru liðnar frá kosningum og vart hægt að fullyrða að komin sé upp alvarleg stjórnarkreppa. Samt er stærsti vinstriflokkurinn strax farinn að ræða ríkisstjórnarmyndun við hægriflokk sem margir á vinstrivængnum telja óstjórntækan vegna spillingarmála.

Fólk úr Pírötum og Samfylkingunni sem Stundin hefur rætt við telur að ekki hafi verið fullreynt með viðræður miðju- og vinstriflokka. Vel hefði mátt halda þeim áfram ásamt Viðreisn og/eða Flokki fólksins. Ótti um að mynduð verði íhaldsstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins sé ekki á rökum reistur, enda bendi fátt til þess að Framsóknarflokkurinn vilji vinna með Miðflokknum né að Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum þyki samstarf við Flokk fólksins fýsilegt.

Viðmælendur Stundarinnar úr VG meta stöðuna með öðrum hætti og hafa, frá því að slitnaði upp úr fyrri viðræðunum, orðið æ svartsýnni á að mögulegt sé að mynda fjölflokka ríkisstjórn frá miðju til vinstri. 

Fáum dylst að óskastjórn Framsóknarflokksins yrði mynduð með Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum. Samkvæmt heimildum Stundarinnar hafa Framsóknarmenn beitt sér mjög fyrir samtali þessara flokka allt frá kosningum. Raunar er fullyrt að kostað hafi átak að fá Framsókn til að íhuga alvarlega að fylgja Vinstri grænum inn í ríkisstjórnarsamstarf með Pírötum og Samfylkingunni. Þar hafi hjálpað til að VG hélt alltaf möguleikanum á stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn opnum.

Nokkurs pirrings gætir í garð Samfylkingarinnar fyrir að hafa ekki gert slíkt hið sama, enda telur VG-fólk að með því mátt senda Framsóknarflokknum skilaboð um að hann væri ekki ómissandi hlekkur í hugsanlegu samstarfi vinstriflokka við Sjálfstæðisflokkinn. Þetta hefði aukið líkurnar á myndun ríkisstjórnar VG, Framsóknar, Samfylkingar og Pírata. 

Telja óskhyggju að Viðreisn og Framsókn geti náð saman

Áhrifafólk í VG segir óskhyggju að láta eins og hægt sé að leiða Framsóknarflokkinn og Viðreisn saman inn í ríkisstjórn. Raunar hafi óskir Samfylkingarfólks um að fá Viðreisn að borðinu í viðræðum VG, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar stuðað Framsóknarmenn og ekki hjálpað til.

Ljóst sé að aðkoma Viðreisnar að stjórnarmyndunarviðræðum vinstri- og miðjuflokka hefði flækt viðræður frekar en að styrkja þær, einkum í ljósi hægrisinnaðra áherslna Viðreisnar í skatta- og ríkisfjármálum og fjarlægðar Viðreisnar frá Framsóknarflokknum og VG að því er varðar landbúnaðar- og sjávarútvegsmál. 

Af þessum sömu ástæðum hafi útspil Samfylkingarinnar og Pírata, þar sem þau stilltu sér upp með forystufólki Viðreisnar og buðu Vinstri grænum „annan valkost“, ekki verið til þess fallið að auka áhuga Framsóknarflokksins á samtali eða samstarfi vinstri- og miðjuflokkanna.

Eða eins og einn viðmælandi Stundarinnar orðaði það: „Það að stilla Viðreisn upp við borðið sem þú þarft að fá Framsókn til að setjast við er eins og að bjóða veganista í kjötveislu.“ 

Í VG er það sjónarmið áberandi að í raun séu nú  fáir kostir í stöðunni. Ef ekki verði farið í samstarf við Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn sé raunveruleg hætta á að mynduð verði íhaldsstjórn (eða “alt-right”-stjórn) Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins.

Viðmælendur Stundarinnar úr tveimur flokkum segja að þótt stirt sé á milli flestra þingmanna Framsóknarflokksins og Sigmundar Davíðs geti Framsókn séð sér hag í því að gera vopnahlé við Sigmund. Þá geti það orðið Framsóknarmönnum dýrkeypt að sitja í ríkisstjórn sem allir þrír flokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins, hamist á í stjórnarandstöðu. 

Oddný Harðardóttirþingkona og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar

Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og formaður Samfylkingarinnar, er á öðru máli og fullyrðir á Facebook að hún telji að „Framsókn fari aldrei með Miðflokknum í stjórn“.

Hún segist „sannfærð um að ef Vg hefði gefið skýr skilaboð til Framsóknar um að samstarf við íhaldið kæmi ekki til greina væri ríkisstjórn síðustu stjórnarandstöðu að detta inn með málefnasamningi þar sem áherslur væru á efnahagslegan stöðugleika, félagslegan stöðugleika og heilbrigðan vinnumarkað ásamt lýðræðisumbótum.“ Þarna kristallast allt önnur sýn á stjórnarmyndunarviðræðurnar heldur en birst hefur í samtölum Stundarinnar við áhrifafólk í Vinstri grænum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
1
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
2
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
5
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár