Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Reiðin verður svo mikil hjá mörgum sem munu upplifa sig illa svikna“

Áhyggju­full­ur kjós­andi sendi Katrínu Jak­obs­dótt­ur skila­boð eft­ir að hafa, að eig­in sögn, heyrt Stein­grím J. Sig­fús­son tala eins og sam­starf VG við Sjálf­stæð­is­flokk væri „klapp­að og klárt“.

„Reiðin verður svo mikil hjá mörgum sem munu upplifa sig illa svikna“

Sigrún Sól Ólafsdóttir leikkona segist hafa orðið vitni að samtali Steingríms J. Sigfússonar við stuðningsmann Sjálfstæðisflokksins þann 25. september síðastliðinn þar sem Steingrímur talaði eindregið fyrir því að Vinstrihreyfingin grænt framboð og Sjálfstæðisflokkurinn ynnu saman í ríkisstjórn.

Nokkrum dögum áður hafði Steingrímur hvatt til þess á fundi með flokksfélögum sínum við dynjandi lófaklapp að Sjálfstæðisflokknum yrði gefið „langt frí“ og haldið frá völdum í mörg kjörtímabil. Þau ummæli lét hann falla í ræðu á opnum félagsfundi Vinstri grænna í Reykjavík þann 18. september. 

Vitnað til sams konar ummæla í fyrra

Vísir greindi frá því í dag að leikkonan Sigrún Sól hefði heyrt samtal þingmannsins við ungan sjálfstæðismann í flugvél þar sem Steingrímur hefði talað líkt og þá hefði þegar verið ákveðið að láta reyna á stjórnarsamstarf Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins.

Frásögn af sams konar ummælum Steingríms fór á flug í fyrra, þegar Benedikt Jóhannesson, þáverandi formaður Viðreisnar, fullyrti að Steingrímur hefði talað með þessum hætti á kosningafundi í Grímsey og vitnaði í áróðursvefinn Vegginn.is máli sínu til stuðnings. 

„Allt klappað og klárt“

Stundin hafði samband við Sigrúnu Sól og fékk að sjá skilaboð sem hún sendi Katrínu Jakobsdóttur í kjölfar þess að hún hafði hlustað á Steingrím í flugi frá Akureyri til Reykjavíkur. 

Í skilaboðunum kemur fram að Steingrímur hafi setið fyrir aftan hana, farið mikinn um mikilvægi þess að mynduð yrði sterk tveggja flokka stjórn og virst hliðhollur samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. 

„Mér finnst algert grundvallaratriði að
þið komið hreint fram með hvort þið viljið
vinna með Sjálfstæðisflokknum“

„Mér leið ekki vel og í mér eru ónot, þvi þögn ykkar angar af samkrulli,“ skrifaði Sigrún til Katrínar. „Mér finnst algert grundvallaratriði að þið komið hreint fram með hvort þið viljið vinna með Sjálfstæðisflokknum. Á Steingrími heyrðist manni það allt klappað og klárt.“

Þá skrifaði hún: „Það yrði svo bagalegt ef þið fáið fullt af fylgi – en komið svo eftir á og gerið þetta og reiðin verður svo mikil hjá mörgum sem munu upplifa sig illa svikna og eiga eftir að rífa ykkur i sig og vinna gegn samstarfinu af heift.“

Fékk ekki svar

Sigrún ráðlagði Katrínu að segja það hreint út ef Vinstri grænum hugnaðist sérstaklega að vinna með Sjálfstæðisflokknum. 

Katrín Jakobsdóttirformaður Vinstri grænna

„Heiðarlegra er að koma hreint fram með þetta núna – ef þetta er planið,“ skrifaði hún. „Ef þið segðuð strax: Við viljum nógu mikinn stuðning  til að leiða ríkisstjórnina  og leiða stefnumótunina. Og erum alveg til i samstarf við Sjálfstæðisflokk - en við verðum að hafa nógu skýrt umboð til að leiða… það verður svo margfalt sterkara heldur en að svara þessu ekki.“ 

Sigrún Sól segist aldrei hafa fengið svar við erindi sínu sem hafi þó verið „seen“-að á Facebook. Henni hafi orðið hugsað til þessara samskipta nú þegar stefnir í formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn án þess að aðrir kostir hafi verið fullreyndir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
1
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Lenti í fæðingunni sem hún óttaðist mest
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Lenti í fæð­ing­unni sem hún ótt­að­ist mest

„Það erf­ið­asta var að það var ekki hlustað á mig þeg­ar ég sagði: Það er eitt­hvað óeðli­legt í gangi,“ seg­ir Sigrún Lilja Guð­jóns­dótt­ir, sem gekk í gegn­um mjög erf­iða fæð­ingu með eft­ir­mál­um á borð við lífs­hættu­leg­an blóð­missi, sýk­ingu, að­gerð og fæð­ing­ar­þung­lyndi. Hún kall­ar eft­ir því að bet­ur sé hlustað á kon­ur sem segja frá óeðli­leg­um sárs­auka og að ókeyp­is neyð­ar­þjón­ustu sé kom­ið á fyr­ir þær sem lenda í al­var­legu fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Veikindi kvenna afskrifuð: „Hún er bara móðursjúk“
5
ÚttektMóðursýkiskastið

Veik­indi kvenna af­skrif­uð: „Hún er bara móð­ur­sjúk“

Ein var köll­uð fík­ill þeg­ar hún lýsti óbæri­leg­um lík­am­leg­um kvöl­um. Svo var hún sögð með heilsu­kvíða. Önn­ur var sögð ímynd­un­ar­veik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dótt­ir henn­ar, sem var með ógreint heila­æxli, fékk sama við­ur­nefni. Sög­ur þess­ara kvenna, kvenna sem hafa mætt skiln­ings­leysi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins þrátt fyr­ir al­var­leg­an heilsu­brest, eru sagð­ar í nýj­um hlað­varps­þátt­um Heim­ild­ar­inn­ar: Móð­ur­sýkiskast­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár