Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Tortryggni Framsóknar gagnvart Viðreisn setti strik í reikninginn

Áhugi á að bjóða Við­reisn eða Flokki fólks­ins að samn­inga­borð­inu fjar­aði út eft­ir sam­töl formanna við full­trúa flokk­anna. Fram­sókn­ar­flokkn­um þótti 32 manna meiri­hluti of tæp­ur.

Tortryggni Framsóknar gagnvart Viðreisn setti strik í reikninginn

Áhyggjur Framsóknarflokksins af tæpum þingmeirihluta fjögurra flokka og tortryggni flokksins gagnvart Viðreisn virðast vera helsta fyrirstaða þess að vinstri- og miðjuflokkar á Alþingi geti myndað ríkisstjórn. 

Þetta er sú staða sem blasir við eftir að stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Pírata var slitið upp úr hádegi í dag.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur skilað forseta umboðinu til stjórnarmyndunar.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, gefur þær skýringar á viðræðuslitunum að Framsóknarmönnum hafi þótt þingmeirihluti þessara fjögurra flokka of naumur. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, bendir hins vegar á það í viðtali við Mbl.is að á meðal annarra flokka hafi verið vilji til þess að breikka viðræðurnar og leita samstarfs við Viðreisn. „Því höfnuðu Framsókn og þess vegna er það óskiljanlegt að hún noti tæpan meirihluta sem rök fyrir slitum,“ skrifar hann á Facebook

Samkvæmt heimildum Stundarinnar fundaði Katrín Jakobsdóttir með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, snemma í síðustu viku um hugsanlega aðkomu Viðreisnar að stjórnarmyndunarviðræðunum. Þá fundaði Sigurður Ingi Jóhannsson með fulltrúum Flokks fólksins.

Eftir fundina virðist sem áhugi á aðkomu Viðreisnar og Flokks fólksins hafi dvínað. Á fundinum með Þorgerði Katrínu var þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarviðræður við Evrópusambandið sérstaklega nefnd sem eitt af áherslumálum flokksins þrátt fyrir að ekki sé meirihluti fyrir slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu á Alþingi. Þótti þetta, og viðmót Viðreisnarfólks almennt, ekki til marks um að flokkurinn hefði raunverulegan áhuga á samstarfi. Auk þess var lítill áhugi á því meðal fulltrúa flokkanna að fela þingmönnum Flokks fólksins ráðherraembætti eða formennsku í þingnefndum.

Um svipað leyti og hugur Viðreisnar til stjórnarmyndunarviðræðna var kannaður lýsti Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, því yfir í Morgunútvarpinu á Rás 2 að atkvæðagreiðsla um Evrópumálin væri ekki á borðinu og yrði aldrei samþykkt af Framsókn í stjórnarmyndunarviðræðum. Samkvæmt heimildum Stundarinnar var aðilum að stjórnarmyndunarviðræðunum brugðið við þetta og greindi Sigurður Ingi sérstaklega frá því að ummælin væru ekki sett fram með blessun hans. 

Viðmælendur Stundarinnar segja að almennt hafi aðilar að stjórnarmyndunarviðræðunum verið opnir fyrir því að bjóða Viðreisn að borðinu. Þar hafi afstaða Framsóknarflokksins sett strik í reikninginn auk þess sem Viðreisn hafi ekki sýnt sérstakan áhuga á að nálgast flokkana.

Þegar Stundin ræddi við fólk sem tók þátt í stjórnarmyndunarviðræðunum fyrr í dag töldu sumir að enn væri mögulegt að breikka samtalið og halda áfram viðræðum án Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. Nú er hins vegar orðið ljóst að Katrín ætlar að skila stjórnarmyndunarumboðinu. Haft er eftir bæði Þorgerði Katrínu og Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, á Mbl.is að þær búist við, eða telji rökrétt, að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fái nú umboð forseta til að reyna myndun ríkisstjórnar. 

Uppfært kl. 17:50
Upphaflega kom fram í fréttinni að Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi hefðu bæði fundað með Þorgerði Katrínu um hugsanlega aðkomu Viðreisnar að stjórnarmyndunarviðræðum. Hið rétta er að Katrín ræddi við Þorgerði en Sigurður Ingi ræddi við fulltrúa Flokks fólksins. Í kjölfarið greindu þau fulltrúum annarra flokka frá samtölum sínum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár