Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Tortryggni Framsóknar gagnvart Viðreisn setti strik í reikninginn

Áhugi á að bjóða Við­reisn eða Flokki fólks­ins að samn­inga­borð­inu fjar­aði út eft­ir sam­töl formanna við full­trúa flokk­anna. Fram­sókn­ar­flokkn­um þótti 32 manna meiri­hluti of tæp­ur.

Tortryggni Framsóknar gagnvart Viðreisn setti strik í reikninginn

Áhyggjur Framsóknarflokksins af tæpum þingmeirihluta fjögurra flokka og tortryggni flokksins gagnvart Viðreisn virðast vera helsta fyrirstaða þess að vinstri- og miðjuflokkar á Alþingi geti myndað ríkisstjórn. 

Þetta er sú staða sem blasir við eftir að stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Pírata var slitið upp úr hádegi í dag.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur skilað forseta umboðinu til stjórnarmyndunar.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, gefur þær skýringar á viðræðuslitunum að Framsóknarmönnum hafi þótt þingmeirihluti þessara fjögurra flokka of naumur. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, bendir hins vegar á það í viðtali við Mbl.is að á meðal annarra flokka hafi verið vilji til þess að breikka viðræðurnar og leita samstarfs við Viðreisn. „Því höfnuðu Framsókn og þess vegna er það óskiljanlegt að hún noti tæpan meirihluta sem rök fyrir slitum,“ skrifar hann á Facebook

Samkvæmt heimildum Stundarinnar fundaði Katrín Jakobsdóttir með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, snemma í síðustu viku um hugsanlega aðkomu Viðreisnar að stjórnarmyndunarviðræðunum. Þá fundaði Sigurður Ingi Jóhannsson með fulltrúum Flokks fólksins.

Eftir fundina virðist sem áhugi á aðkomu Viðreisnar og Flokks fólksins hafi dvínað. Á fundinum með Þorgerði Katrínu var þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarviðræður við Evrópusambandið sérstaklega nefnd sem eitt af áherslumálum flokksins þrátt fyrir að ekki sé meirihluti fyrir slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu á Alþingi. Þótti þetta, og viðmót Viðreisnarfólks almennt, ekki til marks um að flokkurinn hefði raunverulegan áhuga á samstarfi. Auk þess var lítill áhugi á því meðal fulltrúa flokkanna að fela þingmönnum Flokks fólksins ráðherraembætti eða formennsku í þingnefndum.

Um svipað leyti og hugur Viðreisnar til stjórnarmyndunarviðræðna var kannaður lýsti Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, því yfir í Morgunútvarpinu á Rás 2 að atkvæðagreiðsla um Evrópumálin væri ekki á borðinu og yrði aldrei samþykkt af Framsókn í stjórnarmyndunarviðræðum. Samkvæmt heimildum Stundarinnar var aðilum að stjórnarmyndunarviðræðunum brugðið við þetta og greindi Sigurður Ingi sérstaklega frá því að ummælin væru ekki sett fram með blessun hans. 

Viðmælendur Stundarinnar segja að almennt hafi aðilar að stjórnarmyndunarviðræðunum verið opnir fyrir því að bjóða Viðreisn að borðinu. Þar hafi afstaða Framsóknarflokksins sett strik í reikninginn auk þess sem Viðreisn hafi ekki sýnt sérstakan áhuga á að nálgast flokkana.

Þegar Stundin ræddi við fólk sem tók þátt í stjórnarmyndunarviðræðunum fyrr í dag töldu sumir að enn væri mögulegt að breikka samtalið og halda áfram viðræðum án Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. Nú er hins vegar orðið ljóst að Katrín ætlar að skila stjórnarmyndunarumboðinu. Haft er eftir bæði Þorgerði Katrínu og Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, á Mbl.is að þær búist við, eða telji rökrétt, að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fái nú umboð forseta til að reyna myndun ríkisstjórnar. 

Uppfært kl. 17:50
Upphaflega kom fram í fréttinni að Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi hefðu bæði fundað með Þorgerði Katrínu um hugsanlega aðkomu Viðreisnar að stjórnarmyndunarviðræðum. Hið rétta er að Katrín ræddi við Þorgerði en Sigurður Ingi ræddi við fulltrúa Flokks fólksins. Í kjölfarið greindu þau fulltrúum annarra flokka frá samtölum sínum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár