Eugene Imotu gat ekki verið viðstaddur þriggja ára afmælisveislu Felix, sonar síns, í byrjun október því íslensk stjórnvöld ákváðu að vísa honum úr landi í júní síðastliðnum. Hann hefur ekki séð börnin sín þrjú í rúmlega fjóra mánuði og fær ekki að koma aftur til Íslands fyrr en hann hefur greitt skuld sína við íslenska ríkið. Skuldin er til komin vegna handtöku og brottflutnings hans úr landinu í maí.
Eugene telur sjálfur að brottvísun hans hafi verið ólögleg, en með henni var hann aðskilinn börnunum sínum þremur. Það stangist meðal annars á við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið lögfestur hér á landi, en í honum segir meðal annars að börn eiga rétt á að þekkja foreldra sína og njóta umönnunar þeirra. Einnig að aðildarríki skuli tryggja að barn sé ekki skilið …
Athugasemdir