Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Óttarr boðar afsögn: Þátttaka í ríkisstjórn Bjarna fór með traustið

Ótt­arr Proppé stíg­ur nið­ur sem formað­ur Bjartr­ar fram­tíð­ar. Hann seg­ir grund­vall­ar­breyt­ing­ar vera í loft­inu, sem ekki eru já­kvæð­ar.

Óttarr boðar afsögn: Þátttaka í ríkisstjórn Bjarna fór með traustið
Óttarr Proppé Er hættur sem formaður Bjartrar framtíðar: „Ég axla ábyrgða á afhroði Bf í kosningum og segi af mér formennsku í flokknum. Rétti keflið áfram sáttur í hjarta,“ segir hann á Facebook. Mynd: Heiða Helgadóttir

Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, boðar afsögn sína af formannsstóli með þeim orðum að þátttaka flokksins í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafi svipt Bjarta framtíð trausti, sem ómögulegt hafi reynst að endurheimta.

Óttarr gerði upp feril sinn hjá Bjartri framtíð í Facebook-hópi flokksins rétt í þessu.

„Það er augljóst að þátttaka í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafði mikil neikvæð áhrif á traust til Bjartrar framtíðar. Það var nær ómögulegt að vekja athygli á málefnum og áherslum flokksins í aðdraganda kosninganna. Það er miður. Það er auðvelt að vera vitur eftir á. Augljóst er að róttæk naflaskoðun er framundan,“ segir Óttarr í skilaboðum til flokksmanna. 

Meirihluti kjósenda Bjartrar framtíðar var óánægður með stjórnarsáttmálann sem undirritaður var í janúar, eða 54 prósent þeirra, samkvæmt könnun Gallups. Aðeins 7 prósent stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins voru óánægðir. 

„Ég hóf þátttöku í stjórnmálum til að gera gagn. Það er hægt að gera á ýmsa vegu. Í þessum kosningum gerði formennska mín flokknum ekki gagn. Við slíkar aðstæður gerir það hugsjónum ógagn að rembast eins og rjúpa við staur. Þá er betra að rétta keflið áfram og hjálpa til á annan hátt.“

Óttarr varar við þeim breytingum sem liggja í loftinu með úrslitum kosninganna. „Úrslit kosninganna eru áhyggjuefni og ekki bara fyrir okkar flokk. Það eru grundvallarbreytingar í loftinu og ekki allar jákvæðar. Gildi og áherslur Bjartrar framtíðar skipta máli fyrir samfélagið.“

Stjórnarsáttmálinn undirritaðurAðeins 6 prósent kjósenda Bjartrar framtíðar voru ánægðir með stjórnarsáttmálann sem gerður var við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Óbærilega vitskert að veita friðarverðlaun Nóbels til Machado“
6
Stjórnmál

„Óbæri­lega vit­skert að veita frið­ar­verð­laun Nó­bels til Machado“

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, seg­ir Nó­bels­nefnd­ina skapa rétt­læt­ingu fyr­ir inn­rás Banda­ríkj­anna í Venesúela með því að veita María Cor­ina Machado, „klapp­stýru yf­ir­vof­andi loft­árása“, frið­ar­verð­laun. Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­Leaks, hef­ur kraf­ist þess að sænska lög­regl­an frysti greiðsl­ur til Machado.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár