Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Óttarr boðar afsögn: Þátttaka í ríkisstjórn Bjarna fór með traustið

Ótt­arr Proppé stíg­ur nið­ur sem formað­ur Bjartr­ar fram­tíð­ar. Hann seg­ir grund­vall­ar­breyt­ing­ar vera í loft­inu, sem ekki eru já­kvæð­ar.

Óttarr boðar afsögn: Þátttaka í ríkisstjórn Bjarna fór með traustið
Óttarr Proppé Er hættur sem formaður Bjartrar framtíðar: „Ég axla ábyrgða á afhroði Bf í kosningum og segi af mér formennsku í flokknum. Rétti keflið áfram sáttur í hjarta,“ segir hann á Facebook. Mynd: Heiða Helgadóttir

Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, boðar afsögn sína af formannsstóli með þeim orðum að þátttaka flokksins í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafi svipt Bjarta framtíð trausti, sem ómögulegt hafi reynst að endurheimta.

Óttarr gerði upp feril sinn hjá Bjartri framtíð í Facebook-hópi flokksins rétt í þessu.

„Það er augljóst að þátttaka í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafði mikil neikvæð áhrif á traust til Bjartrar framtíðar. Það var nær ómögulegt að vekja athygli á málefnum og áherslum flokksins í aðdraganda kosninganna. Það er miður. Það er auðvelt að vera vitur eftir á. Augljóst er að róttæk naflaskoðun er framundan,“ segir Óttarr í skilaboðum til flokksmanna. 

Meirihluti kjósenda Bjartrar framtíðar var óánægður með stjórnarsáttmálann sem undirritaður var í janúar, eða 54 prósent þeirra, samkvæmt könnun Gallups. Aðeins 7 prósent stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins voru óánægðir. 

„Ég hóf þátttöku í stjórnmálum til að gera gagn. Það er hægt að gera á ýmsa vegu. Í þessum kosningum gerði formennska mín flokknum ekki gagn. Við slíkar aðstæður gerir það hugsjónum ógagn að rembast eins og rjúpa við staur. Þá er betra að rétta keflið áfram og hjálpa til á annan hátt.“

Óttarr varar við þeim breytingum sem liggja í loftinu með úrslitum kosninganna. „Úrslit kosninganna eru áhyggjuefni og ekki bara fyrir okkar flokk. Það eru grundvallarbreytingar í loftinu og ekki allar jákvæðar. Gildi og áherslur Bjartrar framtíðar skipta máli fyrir samfélagið.“

Stjórnarsáttmálinn undirritaðurAðeins 6 prósent kjósenda Bjartrar framtíðar voru ánægðir með stjórnarsáttmálann sem gerður var við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár