Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Óttarr boðar afsögn: Þátttaka í ríkisstjórn Bjarna fór með traustið

Ótt­arr Proppé stíg­ur nið­ur sem formað­ur Bjartr­ar fram­tíð­ar. Hann seg­ir grund­vall­ar­breyt­ing­ar vera í loft­inu, sem ekki eru já­kvæð­ar.

Óttarr boðar afsögn: Þátttaka í ríkisstjórn Bjarna fór með traustið
Óttarr Proppé Er hættur sem formaður Bjartrar framtíðar: „Ég axla ábyrgða á afhroði Bf í kosningum og segi af mér formennsku í flokknum. Rétti keflið áfram sáttur í hjarta,“ segir hann á Facebook. Mynd: Heiða Helgadóttir

Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, boðar afsögn sína af formannsstóli með þeim orðum að þátttaka flokksins í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafi svipt Bjarta framtíð trausti, sem ómögulegt hafi reynst að endurheimta.

Óttarr gerði upp feril sinn hjá Bjartri framtíð í Facebook-hópi flokksins rétt í þessu.

„Það er augljóst að þátttaka í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafði mikil neikvæð áhrif á traust til Bjartrar framtíðar. Það var nær ómögulegt að vekja athygli á málefnum og áherslum flokksins í aðdraganda kosninganna. Það er miður. Það er auðvelt að vera vitur eftir á. Augljóst er að róttæk naflaskoðun er framundan,“ segir Óttarr í skilaboðum til flokksmanna. 

Meirihluti kjósenda Bjartrar framtíðar var óánægður með stjórnarsáttmálann sem undirritaður var í janúar, eða 54 prósent þeirra, samkvæmt könnun Gallups. Aðeins 7 prósent stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins voru óánægðir. 

„Ég hóf þátttöku í stjórnmálum til að gera gagn. Það er hægt að gera á ýmsa vegu. Í þessum kosningum gerði formennska mín flokknum ekki gagn. Við slíkar aðstæður gerir það hugsjónum ógagn að rembast eins og rjúpa við staur. Þá er betra að rétta keflið áfram og hjálpa til á annan hátt.“

Óttarr varar við þeim breytingum sem liggja í loftinu með úrslitum kosninganna. „Úrslit kosninganna eru áhyggjuefni og ekki bara fyrir okkar flokk. Það eru grundvallarbreytingar í loftinu og ekki allar jákvæðar. Gildi og áherslur Bjartrar framtíðar skipta máli fyrir samfélagið.“

Stjórnarsáttmálinn undirritaðurAðeins 6 prósent kjósenda Bjartrar framtíðar voru ánægðir með stjórnarsáttmálann sem gerður var við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár