Óttarr boðar afsögn: Þátttaka í ríkisstjórn Bjarna fór með traustið

Ótt­arr Proppé stíg­ur nið­ur sem formað­ur Bjartr­ar fram­tíð­ar. Hann seg­ir grund­vall­ar­breyt­ing­ar vera í loft­inu, sem ekki eru já­kvæð­ar.

Óttarr boðar afsögn: Þátttaka í ríkisstjórn Bjarna fór með traustið
Óttarr Proppé Er hættur sem formaður Bjartrar framtíðar: „Ég axla ábyrgða á afhroði Bf í kosningum og segi af mér formennsku í flokknum. Rétti keflið áfram sáttur í hjarta,“ segir hann á Facebook. Mynd: Heiða Helgadóttir

Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, boðar afsögn sína af formannsstóli með þeim orðum að þátttaka flokksins í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafi svipt Bjarta framtíð trausti, sem ómögulegt hafi reynst að endurheimta.

Óttarr gerði upp feril sinn hjá Bjartri framtíð í Facebook-hópi flokksins rétt í þessu.

„Það er augljóst að þátttaka í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafði mikil neikvæð áhrif á traust til Bjartrar framtíðar. Það var nær ómögulegt að vekja athygli á málefnum og áherslum flokksins í aðdraganda kosninganna. Það er miður. Það er auðvelt að vera vitur eftir á. Augljóst er að róttæk naflaskoðun er framundan,“ segir Óttarr í skilaboðum til flokksmanna. 

Meirihluti kjósenda Bjartrar framtíðar var óánægður með stjórnarsáttmálann sem undirritaður var í janúar, eða 54 prósent þeirra, samkvæmt könnun Gallups. Aðeins 7 prósent stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins voru óánægðir. 

„Ég hóf þátttöku í stjórnmálum til að gera gagn. Það er hægt að gera á ýmsa vegu. Í þessum kosningum gerði formennska mín flokknum ekki gagn. Við slíkar aðstæður gerir það hugsjónum ógagn að rembast eins og rjúpa við staur. Þá er betra að rétta keflið áfram og hjálpa til á annan hátt.“

Óttarr varar við þeim breytingum sem liggja í loftinu með úrslitum kosninganna. „Úrslit kosninganna eru áhyggjuefni og ekki bara fyrir okkar flokk. Það eru grundvallarbreytingar í loftinu og ekki allar jákvæðar. Gildi og áherslur Bjartrar framtíðar skipta máli fyrir samfélagið.“

Stjórnarsáttmálinn undirritaðurAðeins 6 prósent kjósenda Bjartrar framtíðar voru ánægðir með stjórnarsáttmálann sem gerður var við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár