Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hallur segir Ísland í skotlínu Soros og guðlausra sósíalista sem vilji „afnám vestrænnar siðmenningar“

Ís­land sum­sé er í skotlínu afla sem stefna að guð­lausu ríki sósí­al­ista, af­námi vest­rænn­ar sið­menn­ing­ar, lýð­ræð­is, frels­is og jafn­rétt­is.

Hallur segir Ísland í skotlínu Soros og guðlausra sósíalista sem vilji „afnám vestrænnar siðmenningar“

Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni var velt úr valdastóli í siðlausri árás sósíalista á Íslandi og Panamaskjölin eru runnin undan rifjum „hins kaldrifjaða sósíalista George Soros“. Þetta fullyrðir Hallur Hallsson, blaðamaður, rithöfundur og höfundur skáldsögunnar Váfugl, í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 

Segir Hallur að Soros stefni að afnámi þjóðríkisins fyrir gamlan draum kommúnista um alheimsstjórn. Ísland sé í skotlínu þeirra afla sem vilji grafa undan vestrænni siðmenningu, lýðræði, frelsi og jafnrétti. 

„Öfl guðleysis á Íslandi; íslenskir sósíalistar í VG og Samfylkingu ásamt Pírötum, veifa þessu tré. Líkt og alþjóðahyggja kommúnista freistaði þess að leggja undir sig heiminn á 20. öld, þá freista guðlausir sósíalistar 21. aldar þess að feta í sama fótspor,“ skrifar Hallur. 

Hann segir Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð hafa haldið á málstað Íslands gagnvart erlendum hrægömmum sem komu sér fyrir í þrotabúum hinna föllnu íslensku banka. 

„Þeir standa vörð um íslenska lýðveldið. Sósíalistar í VG, Samfylkingu með stuðningi Pírata hins vegar þjónuðu hinum útlendu öflum; freistuðu að hlekkja þjóð sína í Icesave-skuldir og færðu bankahrægömmum í hendur. Þeir stefna að því að færa auðlindir þjóðar sinnar í útlendar hendur. Þeir settu 110 ára leyndarlög á gjörninga sína og saka svo aðra um leyndarhyggju! Lygin ríður aldrei við einteyming. Nokkrir vegvilltir sjálfstæðismenn, blindaðir af hásölum Brussel í von um vegtyllur og brauðmola, studdu siðlausa gjörningana.“ 

Telur Hallur að sósíalistar geri atlögu gegn íslenska lýðveldinu, gegn vestrænni siðmenningu, lýðræði og jafnrétti. „Fólk þarf að átta sig á þessari atlögu úr reykfylltum myrkvuðum bakherbergjum. Sósíalismi sem gerir út á fátæktarvitund er í eðli sínu – alltaf, alltaf, alltaf – andlýðræðislegur.“ skrifar hann. „Ísland er í hættu, Vesturlönd og vestræn siðmenning eru í hættu að falla í guðlaust miðaldamyrkur helsis og fátæktar í kompaníi við Kína og islam þar sem andstaða er miskunnarlaust barin niður.“

Skáldsaga Halls Hallssonar, Váfugl, kom út árið 2008 og gerist í martraðarkenndum heimi framtíðar þar sem Ísland hefur gengið í Evrópusambandið og misst yfirráð yfir auðlindum landsins. Evrópuþingmaðurinn Daniel Hannan hefur fullyrt að bókin sé „besta bók frá Íslandi síðan Sjálfstætt fólk“ og árið 2012 var haldin sérstök kynning á bókinni í Westminster-höll. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi forsætisráðherra, fór til Bretlands og hélt fyrirlestur um gildi bókarinnar og stöðu Íslands utan Evrópusambandsins sem sjá má hér til hliðar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár