Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hallur segir Ísland í skotlínu Soros og guðlausra sósíalista sem vilji „afnám vestrænnar siðmenningar“

Ís­land sum­sé er í skotlínu afla sem stefna að guð­lausu ríki sósí­al­ista, af­námi vest­rænn­ar sið­menn­ing­ar, lýð­ræð­is, frels­is og jafn­rétt­is.

Hallur segir Ísland í skotlínu Soros og guðlausra sósíalista sem vilji „afnám vestrænnar siðmenningar“

Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni var velt úr valdastóli í siðlausri árás sósíalista á Íslandi og Panamaskjölin eru runnin undan rifjum „hins kaldrifjaða sósíalista George Soros“. Þetta fullyrðir Hallur Hallsson, blaðamaður, rithöfundur og höfundur skáldsögunnar Váfugl, í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 

Segir Hallur að Soros stefni að afnámi þjóðríkisins fyrir gamlan draum kommúnista um alheimsstjórn. Ísland sé í skotlínu þeirra afla sem vilji grafa undan vestrænni siðmenningu, lýðræði, frelsi og jafnrétti. 

„Öfl guðleysis á Íslandi; íslenskir sósíalistar í VG og Samfylkingu ásamt Pírötum, veifa þessu tré. Líkt og alþjóðahyggja kommúnista freistaði þess að leggja undir sig heiminn á 20. öld, þá freista guðlausir sósíalistar 21. aldar þess að feta í sama fótspor,“ skrifar Hallur. 

Hann segir Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð hafa haldið á málstað Íslands gagnvart erlendum hrægömmum sem komu sér fyrir í þrotabúum hinna föllnu íslensku banka. 

„Þeir standa vörð um íslenska lýðveldið. Sósíalistar í VG, Samfylkingu með stuðningi Pírata hins vegar þjónuðu hinum útlendu öflum; freistuðu að hlekkja þjóð sína í Icesave-skuldir og færðu bankahrægömmum í hendur. Þeir stefna að því að færa auðlindir þjóðar sinnar í útlendar hendur. Þeir settu 110 ára leyndarlög á gjörninga sína og saka svo aðra um leyndarhyggju! Lygin ríður aldrei við einteyming. Nokkrir vegvilltir sjálfstæðismenn, blindaðir af hásölum Brussel í von um vegtyllur og brauðmola, studdu siðlausa gjörningana.“ 

Telur Hallur að sósíalistar geri atlögu gegn íslenska lýðveldinu, gegn vestrænni siðmenningu, lýðræði og jafnrétti. „Fólk þarf að átta sig á þessari atlögu úr reykfylltum myrkvuðum bakherbergjum. Sósíalismi sem gerir út á fátæktarvitund er í eðli sínu – alltaf, alltaf, alltaf – andlýðræðislegur.“ skrifar hann. „Ísland er í hættu, Vesturlönd og vestræn siðmenning eru í hættu að falla í guðlaust miðaldamyrkur helsis og fátæktar í kompaníi við Kína og islam þar sem andstaða er miskunnarlaust barin niður.“

Skáldsaga Halls Hallssonar, Váfugl, kom út árið 2008 og gerist í martraðarkenndum heimi framtíðar þar sem Ísland hefur gengið í Evrópusambandið og misst yfirráð yfir auðlindum landsins. Evrópuþingmaðurinn Daniel Hannan hefur fullyrt að bókin sé „besta bók frá Íslandi síðan Sjálfstætt fólk“ og árið 2012 var haldin sérstök kynning á bókinni í Westminster-höll. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi forsætisráðherra, fór til Bretlands og hélt fyrirlestur um gildi bókarinnar og stöðu Íslands utan Evrópusambandsins sem sjá má hér til hliðar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár