Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ótrúlega sterkt matarminni

Arna Krist­ín Ein­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar Ís­lands, seg­ist hafa ótrú­lega sterkt mat­arminni og að hún sjái enn eft­ir að hafa ekki feng­ið sér fiskisúpu í St. Tropez þeg­ar hún var 11 ára því hún lykt­aði svo vel.

Ótrúlega sterkt matarminni
Matarminni Arna Kristín getur rifjað upp heilu ferðalögin, dag fyrir dag, út frá því sem hún borðaði. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ég hef alltaf getað borðað allan mat og var aldrei matvönd sem krakki,“ segir Arna Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. „Ég myndi samt ekki segja að ég væri sérstakur „gúrmet“-kokkur og er ekki mjög upptekin af mat. Ég borða meira til að lifa frekar en að lifa til að borða, ef svo má segja. Þrátt fyrir það hef ég ótrúlega sterkt matarminni. Ég get rifjað upp heilu ferðalögin dag fyrir dag bara út frá því hvað ég borðaði. Þannig er mér mjög minnisstætt ferðalag sem ég fór í með mömmu og pabba til Frakklands þegar ég var 11 ára. Þar varð ég fyrir stórkostlegum matarupplifunum sem bragðlaukarnir muna enn, eins og þegar ég smakkaði kirsuber fyrst og gat ekki hætt að borða þau. Í þeirri ferð pantaði ég yfirleitt það sama og mamma og pabbi fengu sér nema í eitt skipti. Það var í St. Tropez. Þá fengu þau sér …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Auknar líkur á hruni áhrifamikils hafstraums í Atlantshafi
6
Fréttir

Aukn­ar lík­ur á hruni áhrifa­mik­ils haf­straums í Atlants­hafi

Hrun velti­hringrás­ar Atlants­hafs­ins, AMOC-haf­straums­ins, telst ekki leng­ur „ólík­leg­ur at­burð­ur“. Þetta kem­ur fram í nýrri rann­sókn. Stef­an Rahm­storf haf- og lofts­lags­sér­fræð­ing­ur og einn rann­sak­anda seg­ir nið­ur­stöð­urn­ar „slá­andi.“ Í sam­tali við Heim­ild­ina í fyrra sagði Rahm­storf að nið­ur­brot AMOC yrði „kat­ast­rófa fyr­ir Ís­land og önn­ur Norð­ur­lönd“ og hvatti ís­lensk stjórn­völd til að­gerða.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár