Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Segir slagorð Miðflokksins ekkert eiga skylt við heróp íslenskra nasista

Kosn­inga­slag­orð sem Mið­flokk­ur­inn not­ar lík­ist slag­orði sem UMFÍ not­aði upp­haf­lega en ís­lensk­ir nas­ist­ar stálu. Kosn­inga­stjóri Mið­flokks­ins seg­ir slag­orð­ið vera af­urð hópa­vinna inn­an flokks­ins. Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son hef­ur not­að „Ís­landi allt“ í skrif­um sín­um.

Segir slagorð Miðflokksins ekkert eiga skylt við heróp íslenskra nasista
Íslandi allt og Ísland allt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur sjálfur endað grein á „Íslandi allt“, gömlu slagorði UMFÍ sem síðar var tekið upp af nasistum, og nú hefur nýstofnaður flokkur hans tekið upp slagorðið „Ísland allt“. Mynd: Pressphotos

Slagorðið sem nýstofnaður stjórnmálaflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Miðflokkurinn, hefur valið sér er nánast sama slagorð og flokkur íslenskra þjóðernissinna notaði á fjórða áratug síðustu aldar. Miðflokkurinn er með slagorðið „Ísland allt“ á meðan Flokkur þjóðernissinna notaði „Íslandi allt“. Flokkur þjóðernissinna var nasistaflokkur sem notaði hakakrossinn sem merki sitt og gaf út blaðið „Ísland“. Einu -i- munar því á slagorðum flokkanna tveggja. 

Enduðu oft á slagorðinuÍslenskir nasistar á fjórða áratug síðustu aldar enduðu skrif sín stundum á Íslandi allt. Hér er forsíða dagblaðsins Ísland sem flokkur þjóðernissinna gaf út - slagorðið sést neðst á forsíðunni.

Meðal dæma um notkun á slagorðinu „Íslandi allt“ má nefna eftirfarandi klausu sem birtist í blaðinu Heimdalli árið 1934 undir fyrirsögninni „Ræfiilsskapur fyrir rétti“: „Nazistabullurnar, sem réðust á Guðjón Bald, sýndu sig álíka mikla ræfla fyrir réttinum eins og þeir voru hugaðir 8 á móti 1 í myrkri. Þeirra fyrsta verk var að gefa upp …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2017

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu