Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Segir slagorð Miðflokksins ekkert eiga skylt við heróp íslenskra nasista

Kosn­inga­slag­orð sem Mið­flokk­ur­inn not­ar lík­ist slag­orði sem UMFÍ not­aði upp­haf­lega en ís­lensk­ir nas­ist­ar stálu. Kosn­inga­stjóri Mið­flokks­ins seg­ir slag­orð­ið vera af­urð hópa­vinna inn­an flokks­ins. Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son hef­ur not­að „Ís­landi allt“ í skrif­um sín­um.

Segir slagorð Miðflokksins ekkert eiga skylt við heróp íslenskra nasista
Íslandi allt og Ísland allt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur sjálfur endað grein á „Íslandi allt“, gömlu slagorði UMFÍ sem síðar var tekið upp af nasistum, og nú hefur nýstofnaður flokkur hans tekið upp slagorðið „Ísland allt“. Mynd: Pressphotos

Slagorðið sem nýstofnaður stjórnmálaflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Miðflokkurinn, hefur valið sér er nánast sama slagorð og flokkur íslenskra þjóðernissinna notaði á fjórða áratug síðustu aldar. Miðflokkurinn er með slagorðið „Ísland allt“ á meðan Flokkur þjóðernissinna notaði „Íslandi allt“. Flokkur þjóðernissinna var nasistaflokkur sem notaði hakakrossinn sem merki sitt og gaf út blaðið „Ísland“. Einu -i- munar því á slagorðum flokkanna tveggja. 

Enduðu oft á slagorðinuÍslenskir nasistar á fjórða áratug síðustu aldar enduðu skrif sín stundum á Íslandi allt. Hér er forsíða dagblaðsins Ísland sem flokkur þjóðernissinna gaf út - slagorðið sést neðst á forsíðunni.

Meðal dæma um notkun á slagorðinu „Íslandi allt“ má nefna eftirfarandi klausu sem birtist í blaðinu Heimdalli árið 1934 undir fyrirsögninni „Ræfiilsskapur fyrir rétti“: „Nazistabullurnar, sem réðust á Guðjón Bald, sýndu sig álíka mikla ræfla fyrir réttinum eins og þeir voru hugaðir 8 á móti 1 í myrkri. Þeirra fyrsta verk var að gefa upp …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2017

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár