Segir slagorð Miðflokksins ekkert eiga skylt við heróp íslenskra nasista

Kosn­inga­slag­orð sem Mið­flokk­ur­inn not­ar lík­ist slag­orði sem UMFÍ not­aði upp­haf­lega en ís­lensk­ir nas­ist­ar stálu. Kosn­inga­stjóri Mið­flokks­ins seg­ir slag­orð­ið vera af­urð hópa­vinna inn­an flokks­ins. Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son hef­ur not­að „Ís­landi allt“ í skrif­um sín­um.

Segir slagorð Miðflokksins ekkert eiga skylt við heróp íslenskra nasista
Íslandi allt og Ísland allt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur sjálfur endað grein á „Íslandi allt“, gömlu slagorði UMFÍ sem síðar var tekið upp af nasistum, og nú hefur nýstofnaður flokkur hans tekið upp slagorðið „Ísland allt“. Mynd: Pressphotos

Slagorðið sem nýstofnaður stjórnmálaflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Miðflokkurinn, hefur valið sér er nánast sama slagorð og flokkur íslenskra þjóðernissinna notaði á fjórða áratug síðustu aldar. Miðflokkurinn er með slagorðið „Ísland allt“ á meðan Flokkur þjóðernissinna notaði „Íslandi allt“. Flokkur þjóðernissinna var nasistaflokkur sem notaði hakakrossinn sem merki sitt og gaf út blaðið „Ísland“. Einu -i- munar því á slagorðum flokkanna tveggja. 

Enduðu oft á slagorðinuÍslenskir nasistar á fjórða áratug síðustu aldar enduðu skrif sín stundum á Íslandi allt. Hér er forsíða dagblaðsins Ísland sem flokkur þjóðernissinna gaf út - slagorðið sést neðst á forsíðunni.

Meðal dæma um notkun á slagorðinu „Íslandi allt“ má nefna eftirfarandi klausu sem birtist í blaðinu Heimdalli árið 1934 undir fyrirsögninni „Ræfiilsskapur fyrir rétti“: „Nazistabullurnar, sem réðust á Guðjón Bald, sýndu sig álíka mikla ræfla fyrir réttinum eins og þeir voru hugaðir 8 á móti 1 í myrkri. Þeirra fyrsta verk var að gefa upp …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2017

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár