Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Eldra fólk fast í fátækragildru

Frí­tekju­mark var með einu penn­astriki lækk­að úr 100 þús­und krón­um á mán­uði í 25 þús­und. Ætti að vera 290 þús­und mið­að við vísi­tölu. Ís­land greið­ir marg­falt minna en með­al­tal OECD til aldr­aðra. Líf­eyr­is­sjóð­ir standa ekki und­ir nafni. Æv­areið­ir eldri borg­ar­ar á stór­fundi í Stang­ar­hyl.

Eldra fólk fast  í fátækragildru
Reiði Fundarmenn á stórfundinum í Stangarhyl voru ævareiðir vegna skertra kjara. Mynd: Heiða Helgadóttir

Gríðarleg óánægja er á meðal eftirlaunafólks vegna skerðinga á frítekjumarki ellilauna og fyrirkomulags eftirlauna sem duga vart til framfærslu. Troðfullt var út úr dyrum á  fundi sem Félag eldri borgara hélt í höfuðstöðvum sínum í Stangarhyl. Þar kom fram megn óánægja með það að stjórnvöld skertu með einu pennastriki frítekjumark þeirra eldri borgara sem þiggja ellilaun. Frá 2007 hafði frítekjumarkið verið rúmar 100 þúsund krónur á mánuði en var skorið niður í 25 þúsund krónur. Með þeirri aðferð var afkomu stórs hóps ógnað og fólk festist í fátækragildru.

Í einföldu máli þýðir þetta að sá sem þiggur ellilífeyri og þénar aukalega 125 þúsund krónur sætir skerðingu á þeim tekjum sem eru umfram 25 þúsund krónur. Heildartekjur eru 125 þúsund krónur á mánuði. Tekjur sem hafa ekki áhrif á ellilífeyri, 25 þúsund krónur dragast frá. Eftir standa 100 þúsund krónur sem lækka lífeyrinn frá Tryggingastofnun um 45 prósent, eða 45 þúsund krónur á mánuði. Þá eru aukatekjurnar skattlagðar að fullu. Niðurstaðan er sú að ellilaunaþeginn heldur sáralitlu eftir við það að takast á hendur aukavinnu og þarf jafnvel að greiða með sér vegna vinnunnar. Hann er fastur í fátæktargildru.

Vilja vinna en það borgar sig ekki

Fundarmenn voru gríðarlega ósáttir með þetta og margir tóku til máls og lýstu því að kjör þeirra væru með þessu skert þannig að þeir kæmust ekki af. Þá voru margir á því að ríkið væri að etja fólki út í að verða skattsvikarar og í rauninni að neyða fólk til þess. „Ég vil ekki verða skattsvikari,“ sagði rúmlega áttræð kona sem enn er á vinnumarkaði.

„Ég vil ekki verða skattsvikari“

Þá var á það bent að eftirlaunafólk er margt hvert með mikla starfsgetu en situr heima fremur en að borga með sér á vinnumarkaði. Á sama tíma væri flutt til landsins erlent starfsfólk, þúsundum saman. Því fylgdi ferðakostnaður og húsnæðiskostnaður sem ekki þyrfti að koma til ef hið vannýtta íslenska vinnuafl væri notað. Eftirlaunafólkið væri á landinu og með húsnæði. Það væri því þjóðhagslega hagkvæmt að nýta krafta þess.

Hrópað að ráðherra

Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra taldi að ríkisstjórnin væri að gera vel við eldra fólk og benti á að ákveðið hefði verið að taka skerðingu frítekjumarksins til baka í áföngum á fimm árum. Reyndar væri vandinn aðeins bundinn við lítinn hluta eftirlaunafólks. Ráðherrann uppskar hróp fundarmanna sem var greinilega mjög misboðið. Fundarstjóri greip á endanum í taumana og bað fólk um að sýna stillingu. 

Skert kjörEldri borgarar glíma við það að ríkist seilist í eiguur þeirra og skerðir kjör.

Á það er bent að þegar frítekjumarkið var tekið upp 1. janúar 2009 var það 109 þúsund krónur. Þá var launavísitalan 355,7. Í júlímánuði 2017 var launavísitalan komin í 623,9. Það þýðir að frítekjumarkið ætti að vera 191.187 krónur en er þess í stað 25 þúsund krónur. Það er því búið að skerða kjör þeirra sem lifa á ellilífeyri einum sem nemur þeirri upphæð. Ráðherra lagði áherslu á að þáverandi ríkisstjórn stefndi að því að hækka frítekjumarkið að nýju í 100 þúsund krónur á næstu árum. Fundarmenn gáfu lítið fyrir þá yfirlýsingu.  

Lífeyririnn einskis virði

Viðmælendur Stundarinnar tala um hreinan þjófnað á eftirlaunum sem liggur í því að þeir sem hafa safnað upp lífeyri í gegnum lífeyrissjóði sæta skerðingum á eftirlaunum almannatrygginga í samræmi við það. Sá sem fær 500 þúsund úr lífeyrissjóði fær ekki krónu í eftirlaun frá ríkinu. Lífeyrissparnaðurinn er því látinn standa undir framfærslunni. Grunnlífeyrir sem áður var fyrir alla hefur verið afnuminn. Sá sem aldrei greiddi í lífeyrissjóð fær hátt í 300 þúsund krónur. Þetta þýðir í raun að sá fyrrnefndi er rændur lífeyri sínum. Með öðrum orðum: Framlag hans í lífeyrissjóð er sokkið og hann hefði allt eins getað byggt lífsafkomu sína á öðru en launatekjum. Þetta gerist vegna þess að stjórnvöld líta á greiðslur úr lífeyrissjóði sem fyrstu stoð í eftirlaunagreiðslum. Í stað þess að ellilífeyrir sé jafnhár hjá öllum og lúti sömu lögmálum hafa greiðslur úr lífeyrissjóðum verið gerðar að grundvallarlífeyri og ellilífeyrinn notaður sem uppbót. Sem sagt: Lífeyrisþegarnir eru sjálfir látnir sjá sér fyrir ellilífeyri og þeir þannig í ákveðnum skilningi sviptir sparnaði sínum. Á móti kemur það viðhorf að ellilífeyrir sé öryggisnet og til að jafna kjör fólks. Vandinn er hins vegar sá að stór hluti þeirra sem hafa alla starfsævina greitt í lífeyrissjóð fá það sama á endanum og hinir sem aldrei greiddu krónu. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur undirstrikaði þetta á stórfundinum í Stangarhyl.

Ísland greiðir fjórðung

Haukur sýndi töflu sem undirstrikaði það hvernig íslenska ríkið kemur fram við elstu borgarana og er í einu af allra lægstu sætunum á meðal þjóðanna. Fram kom í erindi Hauks að Ísland greiðir sem nemur 95 þúsund krónum á mánuði með hverjum eftirlaunamanni. Meðaltal OECD-ríkjanna er aftur á móti rúmlega 382 þúsund krónur, eða fjórfalt hærra. Munurinn skýrist að miklu leyti af því að lífeyrissparnaðurinn er talinn íslenska eftirlaunamanninum til tekna og hann þannig svikinn um sparnaðinn til efri áranna. Haukur segir að þarna sé um að ræða jaðarskatt sem sé siðferðilega og lagalega óverjandi. Haukur bendir jafnframt á að skerðingarnar þýði að aukatekjur séu í sumum tilvikum yfir 100 prósent. 

Allt verður til skerðinga

Annað sem er gagnrýnt harðlega er að ellilífeyrisþegar mega ekki eiga fjármuni á bankabók eða selja eignir eða fá arf án þess að sæta skerðingum. Sá sem selur eign samhliða því að þiggja ellilífeyri frá Tryggingastofnun má reikna með stórfelldri skerðingu. Ef einstaklingi í þessum sporum tæmist arfur er afkomu hans sömuleiðis ógnað. Alls staðar er sótt að afkomu þeirra sem þiggja ellilífeyri. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár