Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Eldra fólk fast í fátækragildru

Frí­tekju­mark var með einu penn­astriki lækk­að úr 100 þús­und krón­um á mán­uði í 25 þús­und. Ætti að vera 290 þús­und mið­að við vísi­tölu. Ís­land greið­ir marg­falt minna en með­al­tal OECD til aldr­aðra. Líf­eyr­is­sjóð­ir standa ekki und­ir nafni. Æv­areið­ir eldri borg­ar­ar á stór­fundi í Stang­ar­hyl.

Eldra fólk fast  í fátækragildru
Reiði Fundarmenn á stórfundinum í Stangarhyl voru ævareiðir vegna skertra kjara. Mynd: Heiða Helgadóttir

Gríðarleg óánægja er á meðal eftirlaunafólks vegna skerðinga á frítekjumarki ellilauna og fyrirkomulags eftirlauna sem duga vart til framfærslu. Troðfullt var út úr dyrum á  fundi sem Félag eldri borgara hélt í höfuðstöðvum sínum í Stangarhyl. Þar kom fram megn óánægja með það að stjórnvöld skertu með einu pennastriki frítekjumark þeirra eldri borgara sem þiggja ellilaun. Frá 2007 hafði frítekjumarkið verið rúmar 100 þúsund krónur á mánuði en var skorið niður í 25 þúsund krónur. Með þeirri aðferð var afkomu stórs hóps ógnað og fólk festist í fátækragildru.

Í einföldu máli þýðir þetta að sá sem þiggur ellilífeyri og þénar aukalega 125 þúsund krónur sætir skerðingu á þeim tekjum sem eru umfram 25 þúsund krónur. Heildartekjur eru 125 þúsund krónur á mánuði. Tekjur sem hafa ekki áhrif á ellilífeyri, 25 þúsund krónur dragast frá. Eftir standa 100 þúsund krónur sem lækka lífeyrinn frá Tryggingastofnun um 45 prósent, eða 45 þúsund krónur á mánuði. Þá eru aukatekjurnar skattlagðar að fullu. Niðurstaðan er sú að ellilaunaþeginn heldur sáralitlu eftir við það að takast á hendur aukavinnu og þarf jafnvel að greiða með sér vegna vinnunnar. Hann er fastur í fátæktargildru.

Vilja vinna en það borgar sig ekki

Fundarmenn voru gríðarlega ósáttir með þetta og margir tóku til máls og lýstu því að kjör þeirra væru með þessu skert þannig að þeir kæmust ekki af. Þá voru margir á því að ríkið væri að etja fólki út í að verða skattsvikarar og í rauninni að neyða fólk til þess. „Ég vil ekki verða skattsvikari,“ sagði rúmlega áttræð kona sem enn er á vinnumarkaði.

„Ég vil ekki verða skattsvikari“

Þá var á það bent að eftirlaunafólk er margt hvert með mikla starfsgetu en situr heima fremur en að borga með sér á vinnumarkaði. Á sama tíma væri flutt til landsins erlent starfsfólk, þúsundum saman. Því fylgdi ferðakostnaður og húsnæðiskostnaður sem ekki þyrfti að koma til ef hið vannýtta íslenska vinnuafl væri notað. Eftirlaunafólkið væri á landinu og með húsnæði. Það væri því þjóðhagslega hagkvæmt að nýta krafta þess.

Hrópað að ráðherra

Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra taldi að ríkisstjórnin væri að gera vel við eldra fólk og benti á að ákveðið hefði verið að taka skerðingu frítekjumarksins til baka í áföngum á fimm árum. Reyndar væri vandinn aðeins bundinn við lítinn hluta eftirlaunafólks. Ráðherrann uppskar hróp fundarmanna sem var greinilega mjög misboðið. Fundarstjóri greip á endanum í taumana og bað fólk um að sýna stillingu. 

Skert kjörEldri borgarar glíma við það að ríkist seilist í eiguur þeirra og skerðir kjör.

Á það er bent að þegar frítekjumarkið var tekið upp 1. janúar 2009 var það 109 þúsund krónur. Þá var launavísitalan 355,7. Í júlímánuði 2017 var launavísitalan komin í 623,9. Það þýðir að frítekjumarkið ætti að vera 191.187 krónur en er þess í stað 25 þúsund krónur. Það er því búið að skerða kjör þeirra sem lifa á ellilífeyri einum sem nemur þeirri upphæð. Ráðherra lagði áherslu á að þáverandi ríkisstjórn stefndi að því að hækka frítekjumarkið að nýju í 100 þúsund krónur á næstu árum. Fundarmenn gáfu lítið fyrir þá yfirlýsingu.  

Lífeyririnn einskis virði

Viðmælendur Stundarinnar tala um hreinan þjófnað á eftirlaunum sem liggur í því að þeir sem hafa safnað upp lífeyri í gegnum lífeyrissjóði sæta skerðingum á eftirlaunum almannatrygginga í samræmi við það. Sá sem fær 500 þúsund úr lífeyrissjóði fær ekki krónu í eftirlaun frá ríkinu. Lífeyrissparnaðurinn er því látinn standa undir framfærslunni. Grunnlífeyrir sem áður var fyrir alla hefur verið afnuminn. Sá sem aldrei greiddi í lífeyrissjóð fær hátt í 300 þúsund krónur. Þetta þýðir í raun að sá fyrrnefndi er rændur lífeyri sínum. Með öðrum orðum: Framlag hans í lífeyrissjóð er sokkið og hann hefði allt eins getað byggt lífsafkomu sína á öðru en launatekjum. Þetta gerist vegna þess að stjórnvöld líta á greiðslur úr lífeyrissjóði sem fyrstu stoð í eftirlaunagreiðslum. Í stað þess að ellilífeyrir sé jafnhár hjá öllum og lúti sömu lögmálum hafa greiðslur úr lífeyrissjóðum verið gerðar að grundvallarlífeyri og ellilífeyrinn notaður sem uppbót. Sem sagt: Lífeyrisþegarnir eru sjálfir látnir sjá sér fyrir ellilífeyri og þeir þannig í ákveðnum skilningi sviptir sparnaði sínum. Á móti kemur það viðhorf að ellilífeyrir sé öryggisnet og til að jafna kjör fólks. Vandinn er hins vegar sá að stór hluti þeirra sem hafa alla starfsævina greitt í lífeyrissjóð fá það sama á endanum og hinir sem aldrei greiddu krónu. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur undirstrikaði þetta á stórfundinum í Stangarhyl.

Ísland greiðir fjórðung

Haukur sýndi töflu sem undirstrikaði það hvernig íslenska ríkið kemur fram við elstu borgarana og er í einu af allra lægstu sætunum á meðal þjóðanna. Fram kom í erindi Hauks að Ísland greiðir sem nemur 95 þúsund krónum á mánuði með hverjum eftirlaunamanni. Meðaltal OECD-ríkjanna er aftur á móti rúmlega 382 þúsund krónur, eða fjórfalt hærra. Munurinn skýrist að miklu leyti af því að lífeyrissparnaðurinn er talinn íslenska eftirlaunamanninum til tekna og hann þannig svikinn um sparnaðinn til efri áranna. Haukur segir að þarna sé um að ræða jaðarskatt sem sé siðferðilega og lagalega óverjandi. Haukur bendir jafnframt á að skerðingarnar þýði að aukatekjur séu í sumum tilvikum yfir 100 prósent. 

Allt verður til skerðinga

Annað sem er gagnrýnt harðlega er að ellilífeyrisþegar mega ekki eiga fjármuni á bankabók eða selja eignir eða fá arf án þess að sæta skerðingum. Sá sem selur eign samhliða því að þiggja ellilífeyri frá Tryggingastofnun má reikna með stórfelldri skerðingu. Ef einstaklingi í þessum sporum tæmist arfur er afkomu hans sömuleiðis ógnað. Alls staðar er sótt að afkomu þeirra sem þiggja ellilífeyri. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár