Rekstrarfélag hjúkrunar- og öldrunarheimilisins Sóltúns í Reykjavík, Öldungur hf., lánaði rúmlega 295 milljónir króna til systurfélags síns, Sóltúns 1 ehf., í fyrra. Öldungur hf. er fjármagnaður af íslenska ríkinu að mestu í gegnum samstarfssamning við Trygggingastofnun og námu tekjurnar tæplega 1.470 milljónum króna í fyrra og hagnaðurinn tæpum 140 milljónum króna. Umrætt lán bætist við tæplega 239 milljóna króna lán frá Öldungi til annars dótturfélags síns en samtals er því um að ræða lánveitingar upp á tæplega 534 milljónir króna. Um er að ræða víkjandi lán sem ekki er að finna á veðbandayfirlitum eigna dótturfélaga Öldungs ehf.
Selja 44 íbúðir á markaði
Í báðum tilfellum er um að ræða lán sem notuð eru í fasteignauppbyggingu dótturfélaga Öldungs í Sóltúni en þessi félög eru ekki með beinum hætti fjármögnuð af íslenska ríkinu. Um er að ræða 44 þjónustu- og öryggisíbúðir sem dótturfélög Öldungs selja svo til fólks sem komið er á …
Athugasemdir