Sigríður Andersen braut lög þegar hún handvaldi dómara í Landsrétt

Dóms­mála­ráð­herra fór gegn lög­um þeg­ar hún hand­valdi sjálf dóm­ara í Lands­rétt og sneiddi hjá nið­ur­stöðu sér­stakr­ar hæfis­nefnd­ar. Hún skip­aði eig­in­mann sam­starfs­konu sinn­ar og eig­in­konu þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem ekki voru val­in af hæfis­nefnd. Þing­menn Við­reisn­ar og Bjartr­ar fram­tíð­ar sam­þykktu að­gerð­ina, ásamt þing­mönn­um Sjálf­stæð­is­flokks.

Sigríður Andersen braut lög þegar hún handvaldi dómara í Landsrétt

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra braut lög þegar hún ákvað að fara ekki að áliti sérstakrar hæfisnefndar þegar hún ákvað að velja sjálf fjóra af fimmtán dómurum í nýjan dómstól, Landsrétt.

Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í kærumáli Ástráðar Haraldssonar, eins umsækjendanna, gegn íslenska ríkinu. Ástráður hafði verið metinn meðal fimmtán hæfustu af hæfisnefnd, en Sigríður Andersen ákvað að velja aðra í hans stað.

Ráðherra óheimilt að handvelja dómara

Í niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur segir að sýnt hafi verið fram á að „stjórnsýslumeðferð ráðherra hafi ekki verið í samræmi við ákvæði laga nr. 50/2016 sem og skráðar og óskráðar reglur stjórnsýsluréttarins um rannsókn máls, mat á hæfni umsækjenda og innbyrðis samanburð þeirra.“

Í 12. grein laga um dómstóla er kveðið á um að ráðherra skipi þá sem hæfisnefnd velur, en ráðherra geti þó gert breytingar ef Alþingi samþykkir það. 

„Óheimilt er að skipa í dómaraembætti mann sem dómnefnd hefur ekki talið hæfastan meðal umsækjenda“

„Óheimilt er að skipa í dómaraembætti mann sem dómnefnd hefur ekki talið hæfastan meðal umsækjenda, hvort heldur einn eða samhliða öðrum. Frá þessu má þó víkja ef Alþingi samþykkir tillögu ráðherra um heimild til að skipa í embættið annan nafngreindan umsækjanda sem fullnægir að mati dómnefndar öllum skilyrðum til að hljóta skipun í embættið. Ráðherra skal þá leggja slíka tillögu fyrir Alþingi innan tveggja vikna frá því að umsögn dómnefndar er afhent honum,“ segir í lögunum.

Þingmenn Viðreisnar og BF samþykktu

Meirihluti Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar samþykkti hins vegar inngrip Sigríðar í málið á Alþingi. Björt Ólafsdóttir, ráðherra úr Bjartri framtíð, gagnrýndi þannig femínista fyrir að leggjast gegn breytingu Sigríðar. Hún sagði að „svokallað faglegt mat hæfisnefndar“ á umsækjendum væri í anda „gamla Íslands“.

„Það er ótrúlegt að hlusta á femínistanna alla í stjórnarandstöðunni gagnrýna að 7 konur og 8 karlar eru skipaðir í Landsrétt af dómsmálaráðherra í stað 10 karla og 5 kvenna sem að svokallað faglegt mat hæfisnefndar lagði til. Það er gamla Ísland,“ skrifaði Björt á Facebook. „Ég fagna því að dómsmálaráðherra leggur til eitthvað meira í anda 2017, og furða mig á því að aðrir geri það ekki.“

Valdi sér tengda aðila í dóminn

33 umsækjendur voru um stöðu fimmtán dómara við Landsrétt. Sigríður valdi meðal annars mann sem metinn var 30. hæfastur, Jón Finnbjörnsson, sem er eiginmaður fyrrverandi samstarfskonu Sigríðar og vinnuveitanda til margra ára á lögfræðistofunni Lex. 

Einnig valdi Sigríður eiginkonu Brynjars Níelssonar, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Ástráður Haraldsson, sem var í 14. sæti í mati hæfisnefndar, hefur áður starfað fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð og var meðlimur í Alþýðubandalaginu á árum áður, og hefur því verið tengdur við flokka sem eru í pólitískri andstöðu við Sjálfstæðisflokkinn.

Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að Ástráður ætti hins vegar ekki að fá fjárbætur vegna málsins, þar sem hann hefði ekki sýnt fram á fjártjón. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár