Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

United Silicon kærir fyrrverandi forstjóra félagsins

Stjórn United Silicon hef­ur lagt fram kæru gegn Magnúsi Ólafi Garð­ars­syni vegna gruns um stór­felld auðg­un­ar­brot og skjalafals.

United Silicon kærir fyrrverandi forstjóra félagsins

Stjórn kísilversins United Silicon hefur sent Embætti héraðssaksóknara kæru um mögulega refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon, Magnúsar Ólafs Garðarssonar. Magnús er grunaður um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals allt frá árinu 2014, en hann hefur enga aðkomu haft að rekstri félagsins síðan í mars. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá United Silicon.

Stundin hefur áður fjallað um vafasöm viðskipti Magnúsar Ólafs en honum gert að segja upp, ellegar verða rekinn, frá danska ráðgjafafyrirtækinu COWI fyrir nokkrum árum eftir að honum var gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem starfsmaður í hlutastarfi. Þá var fyrirtæki í hans eigu einnig sektað um tæpar sjö milljónir íslenskra króna í Danmörku vegna brota á réttindum pólskra verkamanna, sem voru sögð jaðra við mansal. Stuttu síðar fór félagið í þrot. 

Magnús og lögreglanMagnús Ólafur Garðarsson er hér til vinstri á myndinni, í jakkafötum. Hér sést hann ræða við lögreglumann fyrir utan byggingasvæði í Danmörku.

Hér má lesa fréttatilkynningu United Silicon í heild:

Stjórn United Silicon sendir kæru til Embættis héraðssaksóknara

Grunur um refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon

Stjórn United Silicon hefur í samráði við lögmann félagsins og aðstoðarmann í greiðslustöðvun sent kæru til Embættis héraðssaksóknara um mögulega refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon.

Kæran byggir á grun um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals allt frá árinu 2014 og er lögð fram í samráði við aðra hagsmunaaðila. Upplýsingarnar sem nú koma fram eru afrakstur af vinnu við endurskipulagningu félagsins sem leidd hefur verið af nýrri stjórn sem tók við í febrúar. Hinn grunaði hefur enga aðkomu haft að rekstri eða stjórnun félagsins síðan í mars. Stjórn félagsins mun vinna með yfirvöldum að rannsókn málsins svo að upplýsa megi það sem fyrst.

Farið hefur verið yfir málið með starfsmönnum United Silicon og þeim greint frá stöðunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár