Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

United Silicon kærir fyrrverandi forstjóra félagsins

Stjórn United Silicon hef­ur lagt fram kæru gegn Magnúsi Ólafi Garð­ars­syni vegna gruns um stór­felld auðg­un­ar­brot og skjalafals.

United Silicon kærir fyrrverandi forstjóra félagsins

Stjórn kísilversins United Silicon hefur sent Embætti héraðssaksóknara kæru um mögulega refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon, Magnúsar Ólafs Garðarssonar. Magnús er grunaður um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals allt frá árinu 2014, en hann hefur enga aðkomu haft að rekstri félagsins síðan í mars. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá United Silicon.

Stundin hefur áður fjallað um vafasöm viðskipti Magnúsar Ólafs en honum gert að segja upp, ellegar verða rekinn, frá danska ráðgjafafyrirtækinu COWI fyrir nokkrum árum eftir að honum var gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem starfsmaður í hlutastarfi. Þá var fyrirtæki í hans eigu einnig sektað um tæpar sjö milljónir íslenskra króna í Danmörku vegna brota á réttindum pólskra verkamanna, sem voru sögð jaðra við mansal. Stuttu síðar fór félagið í þrot. 

Magnús og lögreglanMagnús Ólafur Garðarsson er hér til vinstri á myndinni, í jakkafötum. Hér sést hann ræða við lögreglumann fyrir utan byggingasvæði í Danmörku.

Hér má lesa fréttatilkynningu United Silicon í heild:

Stjórn United Silicon sendir kæru til Embættis héraðssaksóknara

Grunur um refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon

Stjórn United Silicon hefur í samráði við lögmann félagsins og aðstoðarmann í greiðslustöðvun sent kæru til Embættis héraðssaksóknara um mögulega refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon.

Kæran byggir á grun um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals allt frá árinu 2014 og er lögð fram í samráði við aðra hagsmunaaðila. Upplýsingarnar sem nú koma fram eru afrakstur af vinnu við endurskipulagningu félagsins sem leidd hefur verið af nýrri stjórn sem tók við í febrúar. Hinn grunaði hefur enga aðkomu haft að rekstri eða stjórnun félagsins síðan í mars. Stjórn félagsins mun vinna með yfirvöldum að rannsókn málsins svo að upplýsa megi það sem fyrst.

Farið hefur verið yfir málið með starfsmönnum United Silicon og þeim greint frá stöðunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár