Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi og fyrrverandi framkvæmdastjóri bílasölurisans Ingvars Helgasonar, færir ýmist fram villandi skýringar eða er margsaga þegar hann svarar fyrir sjóð sem hann hefur komið fyrir í skattaskjóli í gegnum Panama og Sviss.
Erfingjar Ingvars Helgasonar telja að hann hafi komið peningum undan og skattrannsóknarstjóri hefur „rökstuddan grun“ um að hann hafi komið peningum undan skattgreiðslum og gerst sekur um peningaþvætti.
Júlíus er kominn í sigti embættis héraðssaksóknara – sem áður hét sérstakur saksóknari – vegna leynilegrar peningaeignar í gegnum skattaskjólsfélag á Panama og bankareikning í Sviss.
Grunur er uppi um að fjármunum Júlíusar Vífils í skattaskjóli hafi verið komið undan skattlagningu og séu, að minnsta kosti að hluta, afrakstur lögbrota. „Ég er ekki með réttarstöðu sakbornings,“ segir Júlíus Vífill.
„Ég er ekki með réttarstöðu sakbornings“
Júlíus hefur ásakað aðra erfingja um fjárkúgun, einn þeirra um fjárdrátt, sakað Kastljós um ófagleg vinnubrögð og telur að héraðssaksóknari hafi …
Athugasemdir