Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sótt að Pressunni vegna 90 milljóna skuldar: Björn Ingi flytur inn í 320 fermetra einbýlishús

Björn Ingi Hrafns­son leig­ir ein­býl­is­hús sem er í eigu fé­lags á Möltu sem er einn hlut­hafa eign­ar­halds­fé­lags­ins Borg­un­ar. Mála­ferli gegn Press­unni ehf. vegna rúm­lega 90 millj­óna láns, sem veitt var til að kaupa DV ehf. 2014, hafa ver­ið þing­fest. Eig­andi skuld­ar Press­unn­ar ehf. vill ekki ræða mál­ið en stað­fest­ir að það sé vegna van­gold­inn­ar skuld­ar.

Sótt að Pressunni vegna 90 milljóna skuldar: Björn Ingi flytur inn í 320 fermetra einbýlishús
Bað um að leigja húsið Björn Ingi Hrafnsson, eigandi og stjórnarformaður Pressunnar, er fluttur inn í 320 fermetra einsbýlishús við Starhaga. Félag hans stendur í ströngu fjárhagslega á sama tíma og hefur meðal annars verið stefnt vegna 90 milljóna króna skuldar. Mynd: Skjáskot af ÍNN

Björn Ingi Hrafnsson, aðaleigandi og stjórnarformaður fjölmiðlafyrirtækisins Pressunnar, er fluttur inn í 320 fermetra einbýlishús við Starhaga í Vesturbæ Reykjavíkur sem keypt var í gegnum eignarhaldsfélag á Möltu í lok júlímánaðar. 

Verðmæti hússins á fasteignamarkaðnum á Íslandi í dag væri á milli 175 og 200 milljónir, samkvæmt fasteignasala sem Stundin fékk álit frá, og leiguverðið á sambærilegum húsum á Vesturbæjar- og miðbæjarsvæðinu er um 750 þúsund krónur á mánuði samkvæmt sama aðila.

Fasteignamat hússins er rétt tæplega 130 milljónir króna. Húsið er í eigu félagsins TD á Íslandi ehf. sem aftur er í eigu félagsins Maltice ltd. á eynni Möltu í Miðjarðarhafinu. Félagið hefur áður ratað í fréttir vegna kaupanna á greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun þar sem TD á Íslandi ehf. er einn af hluthöfunum.

„Hann kom bara til okkar og bað um að fá að leigja þetta hús og tengist okkur ekki á neinn hátt“

Engum leigusamningi hefur verið þinglýst vegna leigu Björns Inga Hrafnssonar á húsinu frá TD á Íslandi ehf. og kaupverð hússins kemur ekki fram í afsali þess. Seljandi var Franz Jezorski sem er annar af eigendum TD á Íslandi ehf. í gegnum félagið á Möltu.  Jóhann Baldursson, stjórnarmaður í TD á Íslandi, segir að engin tengsl séu á milli Björns Inga og TD á Íslandi eða maltverska félagsins sem á félagið sem á húsið.

Jóhann segir:

„Það eru engin tengsl á milli félagsins og Björns Inga Hrafnssonar. Hann hefur hvergi komið nálægt þessu fyrirtæki á neinn hátt. Hann var bara að leita sér að húsnæði - þetta er nú stórt hús og það eru kannski ekki margir á leigumarkaði þannig. Hann kom bara til okkar og bað um að fá að leigja þetta hús og tengist okkur ekki á neinn hátt. Ég hef aldrei séð hann nema bara í blöðunum.“ 

Samkvæmt fréttum í fjölmiðlum hefur Björn Ingi verið með um og yfir tvær milljónir króna í mánaðarlaun síðastliðin ár: 1.9 milljónir árið 2015 og 2.4 milljónir árið 2016. 

Fyrirtaka í septemberMyndin sýnir dagkskrársíðu Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem málaferli Útvarðar ehf. gegn Pressunni ehf. koma fram.

Á sama tíma og Björn Ingi flytur inn í húsið á Starhaga stendur fjölmiðlafyrirtæki hans, sem meðal annars rekur DV*, Eyjuna, Pressuna, Bleikt og nokkur héraðsfréttablöð, illa vegna skulda. Fjölmiðilinn Kjarninn sagði frá því fyrir helgi að félagið Útvörður ehf. hafi stefnt Pressunni vegna 91 milljónar króna skuldar félagsins.

Skuldin er tilkomin vegna kaupa Pressunnar ehf. á hlutafé í fjölmiðlafyrirtækinu DV ehf. í árslok 2014 þegar Útvörður ehf. veitti Pressunni seljendalán til að kaupa hlutafé fjölmiðilisins.

Forsvarsmaður Útvarðar er Þorsteinn Guðnason en á bak við félagið er athafnamaðurinn Gísli Guðmundsson sem veitti einum fyrri hluthafa DV ehf., Reyni Traustasyni**, lán fyrir hlutafé í DV sem hann svo yfirtók í árslok 2014 þegar harðar deilur komu upp innan DV. Þorsteinn og Gísli seldu hlutaféð svo áfram til Pressunnar ehf.

„Það er bara vangoldin skuld“

Í samtali við Stundina segir Þorsteinn Guðnason að hann vilji ekki ræða um málaferlin við Pressuna í neinum smáatriðum.

„Það er bara vangoldin skuld [...] Ég á voðalega erfitt með að tjá mig um þetta. Lögmaðurinn minn er bara með þetta og við sjáum bara hvað setur. Það er affarasælast að vera ekkert að tala um þetta,“ segir Þorsteinn sem meðal annars segist ekki geta svarað því hversu mikið Pressan ehf. hefur greitt af upphaflega láninu. 

Hættu viðFjárfestar sem ætluðu að leggja Pressunni til aukið hlutafé, meðal annars Róbert Wessmann, hættu við það fyrr á árinu vegna fjárhagsstöðu félagsins.

Kjarninn hefur áður greint frá því að setja þurfi um 700 milljónir króna inn í Pressusamstæðuna til að gera hana rekstrarhæfa og að þar af sé um 300 milljóna króna skuld vegna ógreiddra opinberra gjalda, lífeyrissjóðsgreiðslna og stéttarfélagsgreiðslna fyrir starfsmenn samstæðunnar. Fjölmiðillinn sagði frá því að nýir hluthafar, meðal annars Róbert Wessmann fjárfestir, sem ætluðu að koma inn í hluthafahóp Pressunnar hafi hætt við það þegar þeir áttuðu sig á fjárhagsstöðu Pressunnar.

Þá greindi Fréttablaðið frá því í mars að stéttarfélagið VR hefði krafist þess að DV ehf. yrði tekið til gjaldþrotaskipta vegna ógreiddra launa starfsmanna þess og að Lífeyrissjóður verslunarmanna hefði gert árangurslaust fjárnám hjá DV ehf. vegna vangoldinna lífeyrissjóðsgreiðslna. 

 

* Tekið skal fram að greinarhöfundur, Ingi F. Vilhjálmsson, er fyrrverandi hluthafi og starfsmaður DV ehf. 

** Tekið skal fram að Reynir Traustason er fyrrverandi hluthafi og ritstjóri DV og hluthafi og stjórnarformaður Stundarinnar. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
6
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár