Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sótt að Pressunni vegna 90 milljóna skuldar: Björn Ingi flytur inn í 320 fermetra einbýlishús

Björn Ingi Hrafns­son leig­ir ein­býl­is­hús sem er í eigu fé­lags á Möltu sem er einn hlut­hafa eign­ar­halds­fé­lags­ins Borg­un­ar. Mála­ferli gegn Press­unni ehf. vegna rúm­lega 90 millj­óna láns, sem veitt var til að kaupa DV ehf. 2014, hafa ver­ið þing­fest. Eig­andi skuld­ar Press­unn­ar ehf. vill ekki ræða mál­ið en stað­fest­ir að það sé vegna van­gold­inn­ar skuld­ar.

Sótt að Pressunni vegna 90 milljóna skuldar: Björn Ingi flytur inn í 320 fermetra einbýlishús
Bað um að leigja húsið Björn Ingi Hrafnsson, eigandi og stjórnarformaður Pressunnar, er fluttur inn í 320 fermetra einsbýlishús við Starhaga. Félag hans stendur í ströngu fjárhagslega á sama tíma og hefur meðal annars verið stefnt vegna 90 milljóna króna skuldar. Mynd: Skjáskot af ÍNN

Björn Ingi Hrafnsson, aðaleigandi og stjórnarformaður fjölmiðlafyrirtækisins Pressunnar, er fluttur inn í 320 fermetra einbýlishús við Starhaga í Vesturbæ Reykjavíkur sem keypt var í gegnum eignarhaldsfélag á Möltu í lok júlímánaðar. 

Verðmæti hússins á fasteignamarkaðnum á Íslandi í dag væri á milli 175 og 200 milljónir, samkvæmt fasteignasala sem Stundin fékk álit frá, og leiguverðið á sambærilegum húsum á Vesturbæjar- og miðbæjarsvæðinu er um 750 þúsund krónur á mánuði samkvæmt sama aðila.

Fasteignamat hússins er rétt tæplega 130 milljónir króna. Húsið er í eigu félagsins TD á Íslandi ehf. sem aftur er í eigu félagsins Maltice ltd. á eynni Möltu í Miðjarðarhafinu. Félagið hefur áður ratað í fréttir vegna kaupanna á greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun þar sem TD á Íslandi ehf. er einn af hluthöfunum.

„Hann kom bara til okkar og bað um að fá að leigja þetta hús og tengist okkur ekki á neinn hátt“

Engum leigusamningi hefur verið þinglýst vegna leigu Björns Inga Hrafnssonar á húsinu frá TD á Íslandi ehf. og kaupverð hússins kemur ekki fram í afsali þess. Seljandi var Franz Jezorski sem er annar af eigendum TD á Íslandi ehf. í gegnum félagið á Möltu.  Jóhann Baldursson, stjórnarmaður í TD á Íslandi, segir að engin tengsl séu á milli Björns Inga og TD á Íslandi eða maltverska félagsins sem á félagið sem á húsið.

Jóhann segir:

„Það eru engin tengsl á milli félagsins og Björns Inga Hrafnssonar. Hann hefur hvergi komið nálægt þessu fyrirtæki á neinn hátt. Hann var bara að leita sér að húsnæði - þetta er nú stórt hús og það eru kannski ekki margir á leigumarkaði þannig. Hann kom bara til okkar og bað um að fá að leigja þetta hús og tengist okkur ekki á neinn hátt. Ég hef aldrei séð hann nema bara í blöðunum.“ 

Samkvæmt fréttum í fjölmiðlum hefur Björn Ingi verið með um og yfir tvær milljónir króna í mánaðarlaun síðastliðin ár: 1.9 milljónir árið 2015 og 2.4 milljónir árið 2016. 

Fyrirtaka í septemberMyndin sýnir dagkskrársíðu Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem málaferli Útvarðar ehf. gegn Pressunni ehf. koma fram.

Á sama tíma og Björn Ingi flytur inn í húsið á Starhaga stendur fjölmiðlafyrirtæki hans, sem meðal annars rekur DV*, Eyjuna, Pressuna, Bleikt og nokkur héraðsfréttablöð, illa vegna skulda. Fjölmiðilinn Kjarninn sagði frá því fyrir helgi að félagið Útvörður ehf. hafi stefnt Pressunni vegna 91 milljónar króna skuldar félagsins.

Skuldin er tilkomin vegna kaupa Pressunnar ehf. á hlutafé í fjölmiðlafyrirtækinu DV ehf. í árslok 2014 þegar Útvörður ehf. veitti Pressunni seljendalán til að kaupa hlutafé fjölmiðilisins.

Forsvarsmaður Útvarðar er Þorsteinn Guðnason en á bak við félagið er athafnamaðurinn Gísli Guðmundsson sem veitti einum fyrri hluthafa DV ehf., Reyni Traustasyni**, lán fyrir hlutafé í DV sem hann svo yfirtók í árslok 2014 þegar harðar deilur komu upp innan DV. Þorsteinn og Gísli seldu hlutaféð svo áfram til Pressunnar ehf.

„Það er bara vangoldin skuld“

Í samtali við Stundina segir Þorsteinn Guðnason að hann vilji ekki ræða um málaferlin við Pressuna í neinum smáatriðum.

„Það er bara vangoldin skuld [...] Ég á voðalega erfitt með að tjá mig um þetta. Lögmaðurinn minn er bara með þetta og við sjáum bara hvað setur. Það er affarasælast að vera ekkert að tala um þetta,“ segir Þorsteinn sem meðal annars segist ekki geta svarað því hversu mikið Pressan ehf. hefur greitt af upphaflega láninu. 

Hættu viðFjárfestar sem ætluðu að leggja Pressunni til aukið hlutafé, meðal annars Róbert Wessmann, hættu við það fyrr á árinu vegna fjárhagsstöðu félagsins.

Kjarninn hefur áður greint frá því að setja þurfi um 700 milljónir króna inn í Pressusamstæðuna til að gera hana rekstrarhæfa og að þar af sé um 300 milljóna króna skuld vegna ógreiddra opinberra gjalda, lífeyrissjóðsgreiðslna og stéttarfélagsgreiðslna fyrir starfsmenn samstæðunnar. Fjölmiðillinn sagði frá því að nýir hluthafar, meðal annars Róbert Wessmann fjárfestir, sem ætluðu að koma inn í hluthafahóp Pressunnar hafi hætt við það þegar þeir áttuðu sig á fjárhagsstöðu Pressunnar.

Þá greindi Fréttablaðið frá því í mars að stéttarfélagið VR hefði krafist þess að DV ehf. yrði tekið til gjaldþrotaskipta vegna ógreiddra launa starfsmanna þess og að Lífeyrissjóður verslunarmanna hefði gert árangurslaust fjárnám hjá DV ehf. vegna vangoldinna lífeyrissjóðsgreiðslna. 

 

* Tekið skal fram að greinarhöfundur, Ingi F. Vilhjálmsson, er fyrrverandi hluthafi og starfsmaður DV ehf. 

** Tekið skal fram að Reynir Traustason er fyrrverandi hluthafi og ritstjóri DV og hluthafi og stjórnarformaður Stundarinnar. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár