Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sveinbjörg segir framsóknarmenn ekki þora að tjá raunverulegar skoðanir sínar á hælisleitendamálum

Svein­björg Birna Svein­björns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi og leið­togi Fram­sókn­ar og flug­vall­ar­vina í Reykja­vík und­an­far­in ár, er hætt í flokkn­um og ætl­ar að sitja sem óháð­ur borg­ar­full­trúi fram að borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um.

Sveinbjörg segir framsóknarmenn ekki þora að tjá raunverulegar skoðanir sínar á hælisleitendamálum

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi og leiðtogi Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík undanfarin ár, er hætt í flokknum og ætlar að sitja sem óháður borgarfulltrúi fram að borgarstjórnarkosningum.

Frá þessu greinir hún í yfirlýsingu sem hún birti í dag. Fullyrðir hún að framsóknarmenn séu ragir við að tjá raunverulegar skoðanir sínar á málefnum hælisleitenda. Sjálf hafi hún fylgt sannfæringu sinni í síðustu kosningum og fyrir vikið hafi flokkurinn fengið meira fylgi í borginni heldur en dæmi eru um undanfarin 40 ár. 

Fylgi Framsóknar og flugvallarvina tók mikið stökk árið 2014 þegar Sveinbjörg hvatti til þess í viðtali og á Facebook að úthlutun lóðar til byggingar mosku yrði afturkölluð. Þessu fylgdi hún svo eftir með því að deila og læka efni á Facebook þar sem alhæft var um múslima og „hermenn Íslam“, fullyrt að innflytjendur væru ófúsir að aðlagast og fjölgun múslima í Noregi gerð tortryggileg. Skömmu síðar fullyrti annar frambjóðandi flokksins, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, í viðtali að hún hefði engar áhyggjur af því hvort jafnræðisregla stjórnarskrárinnar væri brotin gagnvart múslimum með því að afturkalla úthlutun lóðarinnar, enda væri mikilvægara að fólk hefði húsnæði í Reykjavík. Þannig gekk kosningabarátta flokksins að miklu leyti út á að stilla fjárhagslegum hagsmunum Reykvíkinga upp andspænis meintri múslimaógn.

Enginn þingmaður Framsóknarflokksins tók afgerandi afstöðu gegn málflutningi Sveinbjargar. Hins vegar kvörtuðu nokkrir þeirra undan því að flokksmenn sættu ómaklegum árásum. Þegar lögð var fram ályktunartillaga á miðstjórnarfundi árið 2014, þar sem kosningabarátta Framsóknar og flugvallarvina var harðlega gagnrýnd, brugðust forystumenn úr flokknum illa við, einkum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson. Tillögunni var hafnað eftir heitar umræður á miðstjórnarfundinum.

Sveinbjörg Birna tjáir sig um afstöðu framsóknarmanna til hælisleitendamála í yfirlýsingu sinni í dag. „Innan Framsóknarflokksins eru skiptar skoðanir um málefni hælisleitenda. Flokksmenn eru hins vegar ragir við að tjá skoðanir sínar opinberlega. Af einhverjum ástæðum eru Framsóknarmenn sérstaklega viðkvæmir þegar að þessu kemur. Í huga margra þeirra jafngildir það því að ganga fyrir björg að láta í ljós raunverulega afstöðu sína í málefnum hælisleitenda,“ skrifar hún og bætir við: „Þeir telja að þau séu svo „viðkvæm“ að þeirra eigin sannfæring skipti ekki máli! Þeir velja því að enduróma skoðanir sem þeir telja líklegar til að forða þeim frá frekari spurningum. Vandi þeirra er hins vegar sá að almenningur heyrir ágætlega. Almenningur heyrir holan hljóm. Framsóknarmenn skortir sannfæringu þegar þeir eru inntir eftir afstöðu sinni til málefna hælisleitenda.“

Hér má sjá yfirlýsingu Sveinbjargar í heild:

Stjórnmálamenn komast ekki hjá því að ræða málefni líðandi stundar. Á meðan sumir tjá skoðanir sem þeir byggja á eigin sannfæringu sætta aðrir sig við að enduróma skoðanir annarra.

Innan Framsóknarflokksins eru skiptar skoðanir um málefni hælisleitenda. Flokksmenn eru hins vegar ragir við að tjá skoðanir sínar opinberlega. Af einhverjum ástæðum eru Framsóknarmenn sérstaklega viðkvæmir þegar að þessu kemur. Í huga margra þeirra jafngildir það því að ganga fyrir björg að láta í ljós raunverulega afstöðu sína í málefnum hælisleitenda. Þeir telja að þau séu svo „viðkvæm“ að þeirra eigin sannfæring skipti ekki máli! Þeir velja því að enduróma skoðanir sem þeir telja líklegar til að forða þeim frá frekari spurningum. Vandi þeirra er hins vegar sá að almenningur heyrir ágætlega. Almenningur heyrir holan hljóm. Framsóknarmenn skortir sannfæringu þegar þeir eru inntir eftir afstöðu sinni til málefna hælisleitenda.

Almenningur vill flokk sem þorir

Almenningur er hins vegar fljótur að átta sig á því hverjir hafa þor til að ræða málin og hverjir ekki. Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar voru áhöld um hvort Framsóknarflokkurinn byði fram í Reykjavík. Nokkrum vikum fyrir kosningarnar fékk ég hins vegar umboð til að leiða lista Framsóknar og flugvallarvina. Ég skoraðist ekki undan þeirri ábyrgð og ásetti mér að gera mitt besta með heiðarleikann að vopni. Í kosningabaráttunni fylgdi ég heiti mínu, lét sannfæringuna ráða og árangurinn lét ekki á sér standa. Flokkurinn hefur ekki fengið meira fylgi í borginni í fjörtíu ár.

Ég var kjörin af Reykvíkingum og fyrir þá hef ég starfað. Sem oddviti Framsóknar-og flugvallarvina hef ég stutt það sem vel hefur verið gert en jafnframt bent á heppilegri leiðir þegar meirihlutinn hefur villst af leið. Því miður hefur hið síðarnefnda orðið megin verkefni mitt. Ég veigra mér ekki við að ræða „viðkvæm“ mál. Ég ræði um öll mál af hreinskilni, hvort heldur í tveggja manna tali, ræðustól í borgarstjórn eða viðtölum í fjölmiðlum. Það vita kjósendur. Skiptir þá ekki máli hvort ég ræði um fjármál borgarinnar, húsnæðismál, samgöngumál, skólamál, velferðarmál eða málefni hælisleitenda. Ég stend með skoðunum mínum í stað þess að enduróma skoðanir annarra.

Forystan vill sérhagsmunaflokk til sveita

Ég hef nú í tvígang átt þátt í því að Framsóknarflokkurinn hefur unnið stóra kosningasigra. Í fyrra skiptið var ég kjörinn varaþingmaður er flokkurinn vann sinn stærsta sigur í kosningum til Alþingis vorið 2013. Í síðara skiptið leiddi ég lista flokksins er hann vann sinn stærsta kosningasigur í borginni sl. 40 ár. Að undanförnu hefur mér það orðið ljóst að forystu flokksins skortir metnað til að vinna honum fylgis á höfuðborgarsvæðinu heldur virðist stefnt að því að halda honum sem sérhagsmunaflokki til sveita. Slíkt hugnast mér ekki þegar vinna þarf saman sem ein heild til að árangur náist til heilla fyrir þjóðina alla. Stóryrtar yfirlýsingar frá forystu flokksins um ummæli mín eru hjóm eitt. Flokkur sem er ekki tilbúinn að ræða mikilvæg málefni verður aldrei annað en smáflokkur.

Samleið minni með Framsóknarflokknum er nú lokið. Sjálf held ég ótrauð áfram. Það sem eftir lifir kjörtímabils mun ég starfa sem óháður borgarfulltrúi, í fullu umboði kjósenda minna, með þá sannfæringu að það sé betra að vera trúr skoðunum sínum en að eiga viðhlæjendur í Framsóknarflokknum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár