Mig vantar nýja úlpu fyrir veturinn. Frábært! Fullkomin afsökun til þess að auka eigið verðgildi með því að kaupa mér nýja flík í nýjustu tísku sem ég get skartað sjálfstraust á götum borgarinnar í allan vetur. En hver verður úlpa allra úlpna í vetur?
Í kostaðri grein á Facebook, sem sennilega er beint sérstaklega að konum á mínum aldri, sá ég að í vetur verði aðalmálið að klæða „upp“ sumarjakkana. Kannski ég panti mér bara stóran trefil á ASOS og þykka peysu sem ég get verið í undir gallajakkanum. Eða gerviloðvesti til að vera í yfir leðurjakkanum.
Ætli ég fari samt ekki til öryggis á kaffihús í hádegispásunni og fletti tuttugu tískutímaritum sem bíða mín í rekkunum með nauðsynlegum upplýsingum um tísku vetrarins. Þá fyrst get ég tekið upplýsta ákvörðun. En þetta eru mestmegnis erlend blöð og vetrartískan sem þar er kynnt hæfir ekki endilega íslenskum veðuraðstæðum.
„Ég vil ekki …
Athugasemdir