Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Við erum ekkert búin að gleyma hruninu.“ Dagbók frá Kaupmannahöfn XVIII

Ill­ugi Jök­uls­son fékk skýr­ingu á því af hverju illa geng­ur að nota de­bet­kort í Kaup­manna­höfn

„Við erum ekkert búin að gleyma hruninu.“ Dagbók frá Kaupmannahöfn XVIII
Úr Kaupmangaragötu rétt áðan.

Stöku sinnum gengur illa að nota debetkort hér í Kaupmannahöfn. Mér hefur ekki tekist að taka út úr hraðbönkum með debetkorti og stundum vilja vélarnar í búðunum ekki debetkortið mitt, að minnsta kosti ekki fyrr en í annarri eða þriðju tilraun.

Þetta er svo sem ekkert stórt vandamál og kreditkortasamband er alltaf í góðu lagi.

En gestur sem er hérna hjá mér í Jónshúsi núna lenti í þessu í gær. Hann var á kaffihúsi að reyna að borga reikninginn sinn með debetkorti, og posinn á kaffihúsinu vildi ekki kortið.

Þjónninn var alveg í vandræðum og fékk kortið í hendur svo hann gæti sjálfur prófað.

Hann leit á kortið, sá hvaðan það kom og varð að orði:

„Ahá, svo það er íslenskt. Það er áreiðanlega skýringin á því að bankinn hérna vill það ekki. Við erum ekkert búin að gleyma því sem gerðist í hruninu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dagbók frá Kaupmannahöfn

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár