Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Við erum ekkert búin að gleyma hruninu.“ Dagbók frá Kaupmannahöfn XVIII

Ill­ugi Jök­uls­son fékk skýr­ingu á því af hverju illa geng­ur að nota de­bet­kort í Kaup­manna­höfn

„Við erum ekkert búin að gleyma hruninu.“ Dagbók frá Kaupmannahöfn XVIII
Úr Kaupmangaragötu rétt áðan.

Stöku sinnum gengur illa að nota debetkort hér í Kaupmannahöfn. Mér hefur ekki tekist að taka út úr hraðbönkum með debetkorti og stundum vilja vélarnar í búðunum ekki debetkortið mitt, að minnsta kosti ekki fyrr en í annarri eða þriðju tilraun.

Þetta er svo sem ekkert stórt vandamál og kreditkortasamband er alltaf í góðu lagi.

En gestur sem er hérna hjá mér í Jónshúsi núna lenti í þessu í gær. Hann var á kaffihúsi að reyna að borga reikninginn sinn með debetkorti, og posinn á kaffihúsinu vildi ekki kortið.

Þjónninn var alveg í vandræðum og fékk kortið í hendur svo hann gæti sjálfur prófað.

Hann leit á kortið, sá hvaðan það kom og varð að orði:

„Ahá, svo það er íslenskt. Það er áreiðanlega skýringin á því að bankinn hérna vill það ekki. Við erum ekkert búin að gleyma því sem gerðist í hruninu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dagbók frá Kaupmannahöfn

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár