Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Við erum ekkert búin að gleyma hruninu.“ Dagbók frá Kaupmannahöfn XVIII

Ill­ugi Jök­uls­son fékk skýr­ingu á því af hverju illa geng­ur að nota de­bet­kort í Kaup­manna­höfn

„Við erum ekkert búin að gleyma hruninu.“ Dagbók frá Kaupmannahöfn XVIII
Úr Kaupmangaragötu rétt áðan.

Stöku sinnum gengur illa að nota debetkort hér í Kaupmannahöfn. Mér hefur ekki tekist að taka út úr hraðbönkum með debetkorti og stundum vilja vélarnar í búðunum ekki debetkortið mitt, að minnsta kosti ekki fyrr en í annarri eða þriðju tilraun.

Þetta er svo sem ekkert stórt vandamál og kreditkortasamband er alltaf í góðu lagi.

En gestur sem er hérna hjá mér í Jónshúsi núna lenti í þessu í gær. Hann var á kaffihúsi að reyna að borga reikninginn sinn með debetkorti, og posinn á kaffihúsinu vildi ekki kortið.

Þjónninn var alveg í vandræðum og fékk kortið í hendur svo hann gæti sjálfur prófað.

Hann leit á kortið, sá hvaðan það kom og varð að orði:

„Ahá, svo það er íslenskt. Það er áreiðanlega skýringin á því að bankinn hérna vill það ekki. Við erum ekkert búin að gleyma því sem gerðist í hruninu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dagbók frá Kaupmannahöfn

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
5
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár