Fótboltamaðurinn Neymar gekk á dögunum til liðs við Paris St. Germain, eins og frægt er orðið.
Hann mun fá um 70,1 milljón íslenskra króna í vikulaun.
Það þýðir - ef reikningslistin bregst mér ekki þeim mun verr - að íslenskur láglaunamaður, með 250 þúsund krónur á mánuði, er 23 ár að vinna sér þeirri upphæð sem Neymar fær á einni viku.
En þessi föstu laun Neymars hjá PSG verða þó einungis hluti launa hans.
Ætla má að hann fái annað eins í auglýsingatekjur og þess háttar.
Því er ekki ólíklegt að íslenski láglaunamaðurinn muni á allri sinni starfsævi ekki ná að vinna sér nema því sem Neymar fær á svona 10-12 dögum.
Hve fallegt er það?
Athugasemdir