Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Á ferð með eftirlitinu: Lygar, ótti og reiði í Villta vestrinu

Blaða­mað­ur kynnt­ist ótta er­lendra starfs­manna og ósann­ind­um og reiði vinnu­veit­enda í eft­ir­lits­ferð ASÍ og SA um vinnu­staði á Snæ­fellsnes­inu. Dæmi fund­ust um starfs­fólk á 100 þús­und króna mán­að­ar­laun­um, fólk án ráðn­inga­samn­inga, vanefnd­ir á launa­tengd­um greiðsl­um og sjálf­boða­liða í stað laun­aðs starfs­fólks. Sér­fræð­ing­ar segja að vinnu­staða­brot gegn starfs­fólki séu að fær­ast í auk­anna.

Á milli þess að taka sallarólegur fram úr miklum fjölda af hægferða Yaris bílum, húsbílum, og rútum, segir Hjalti Tómasson, eftirlitsfulltrúi stéttarfélaga, mér að þegar kemur að þróun á ferðaþjónustu sé Vesturlandið nokkrum árum á eftir suðurlandinu. „Hér er eiginlega Villta vestrið í ferðamannabransanum,“ segir Hjalti.

CNN travel valdi Vesturland sem einn af 17 stöðum til að heimsækja 2017. Hátt í tvær milljónir ferðamanna komu til Íslands, en lang stærsti hluti þeirra ferðast aðeins um Suðurlandið. Færri ferðalangar heimsækja Vesturlandið, og geta þeir því notið fjölbreyttu og ósnortnu náttúrunnar sem fyrirfinnst þar í meira næði. Þar að auki er gott aðgengi úr Reykjavík, en hægt að skoða Snæfellsnes allt á einum eða tveimur dögum.

Ferðamálastofa var með bifreiðateljara sem taldi bifreiðar og fjölda manns í þeim á Suður- og Vesturlandi 2014-2015, og sýndi hann að 34.781 gestir fóru til Hraunfossa í Borgarfirði, og 24.840 til Djúpalónssands á Snæfellsnesi í júlí …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Réttindabrot á vinnumarkaði

Starfsfólk launalaust fjórum mánuðum eftir gjaldþrot Sternu
ÚttektRéttindabrot á vinnumarkaði

Starfs­fólk launa­laust fjór­um mán­uð­um eft­ir gjald­þrot Sternu

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­ið Sterna var sett í gjald­þrot í mars og starfs­fólk­inu sagt upp, en síð­an var gjald­þrot­ið dreg­ið til baka. Fjór­um mán­uð­um síð­ar hafa fjöl­marg­ir ekki enn feng­ið laun eða upp­sagn­ar­frest borg­að­an frá fyr­ir­tæk­inu. Starf­andi fram­kvæmda­stjóri neit­ar því ekki að fyr­ir­tæk­ið sé hugs­an­lega að skipta um kenni­tölu.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár