Á milli þess að taka sallarólegur fram úr miklum fjölda af hægferða Yaris bílum, húsbílum, og rútum, segir Hjalti Tómasson, eftirlitsfulltrúi stéttarfélaga, mér að þegar kemur að þróun á ferðaþjónustu sé Vesturlandið nokkrum árum á eftir suðurlandinu. „Hér er eiginlega Villta vestrið í ferðamannabransanum,“ segir Hjalti.
CNN travel valdi Vesturland sem einn af 17 stöðum til að heimsækja 2017. Hátt í tvær milljónir ferðamanna komu til Íslands, en lang stærsti hluti þeirra ferðast aðeins um Suðurlandið. Færri ferðalangar heimsækja Vesturlandið, og geta þeir því notið fjölbreyttu og ósnortnu náttúrunnar sem fyrirfinnst þar í meira næði. Þar að auki er gott aðgengi úr Reykjavík, en hægt að skoða Snæfellsnes allt á einum eða tveimur dögum.
Ferðamálastofa var með bifreiðateljara sem taldi bifreiðar og fjölda manns í þeim á Suður- og Vesturlandi 2014-2015, og sýndi hann að 34.781 gestir fóru til Hraunfossa í Borgarfirði, og 24.840 til Djúpalónssands á Snæfellsnesi í júlí …
Athugasemdir