Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sjö vikna gamalt stúlkubarn í einangrun vegna kíghósta

Rúma viku tók að greina stúlk­una en móð­ir­in var ít­rek­að send heim frá lækni án þess að fá rétta grein­ingu. Stúlk­an er núna kom­in á lyf og ligg­ur í ein­angr­un á barna­spítal­an­um. Móð­ir henn­ar von­ar að lyf­in virki en það á eft­ir að koma í ljós. Hún gagn­rýn­ir þá sem ekki þiggja bólu­setn­ingu og brýn­ir fyr­ir fólki að það þurfi að bólu­setja börn­in sín og end­ur­nýja eig­in bólu­setn­ing­ar, því sjúk­dóm­ur­inn get­ur reynst hættu­leg­ur börn­um.

Sjö vikna gamalt stúlkubarn í einangrun vegna kíghósta

Sjö vikna gömul stúlka var færð í einangrun á barnaspítala Hringsins í gær vegna kíghósta. Stúlkan hefur verið sett á lyf en það á eftir að koma í ljós hvort þau virki. „Það er ekki alveg vitað strax hvort að lyfin virki en við bíðum og vonum,“ segir móðir stúlkunnar, Helena Stefánsdóttir. Hún segir að aðeins eitt lyf sé til sem virki á bakteríuna og drepi hana en það hafi ekki áhrif á einkennin.

Það tók rúma viku að greina stúlkuna með sjúkdóminn sem getur verið lífshættulegur ungum börnum. „Einkennin komu fyrst á mánudaginn í síðustu viku og daginn eftir fór hún að hósta. Þá fór ég með hana til barnalæknis á Domus Medica en hann fann ekkert að henni. Svo á föstudaginn fékk hún fyrsta hóstakastið þar sem hún blánaði og var alveg að kafna. Ég fór því með hana beint á bráðamóttökuna en aftur vorum við sendar heim með þeim skilaboðum að ekkert alvarlegt amaði að. Hóstinn hélt áfram að versna og í fyrradag fengum við tíma hjá öðrum barnalækni. Hann sendi hana í röntgen og tók sýni til að athuga hvort hún væri með kíghósta. Mig hafði grunað að hún væri með kíghósta og svo reyndist vera,“ segir Helena.

Helena deildi færslu á Facebook í gær þar sem hún greindi frá málinu og birtir hljóðupptökur af sárum hósta dóttur sinnar. Þar gagnrýnir hún foreldra sem að kjósa að bólusetja ekki börn sín og setji þannig önnur börn í lífshættu. Börn eru fyrst bólusett við kíghósta við þriggja mánaða aldur og var dóttir Helenar því í sérstakri hættu. „Vill fólk í alvöru taka sénsinn á að barninu þeirra geti liðið svona illa og að það geti smitað aðra sem mega ekki eða eru of ungir til að fá bólusetningu?“ spyr Helena í færslunni. „Hún liggur enn á spítalnum en hefur ekki tekið neitt svakalegt hóstakast síðan við komum inn í gær.“

Helena brýnir einnig fyrir fullorðnu fólki að endurnýja bólusetningar sínar en það þarf að gera á tíu ára fresti.

Kíghósti er bakteríusýking sem veldur slæmum langvarandi hósta. Hann er sérstaklega hættulegur börnum yngri en sex mánaða þar sem þau hafa þrengri loftvegi en eldri börn og seigt slímið gerir það að verkum að þau eiga erfitt með að ná andanum. Fyrstu einkenni sjúkdómsins eru allt að tveggja vikna langt kvef með vægum hósta. Eftir það hefst kíghóstinn sem einkennist af endurteknum hóstakviðum sem standa þar til lungun eru tæmd af lofti. Við hóstann gengur seigfljótandi slím upp úr lungunum og algengt er að hóstakviðurnar endi með uppköstum. „Þegar litla dóttir mín fær hóstaköst verður hún öll stíf eins og grjót, eldrauð í framan, blánar í kringum varir, hún ælir af áreynslu og andar ekki.“ Þannig lýsir Helena hóstaköstum dóttur sinnar í færslu á Facebook.

Sjúklingar með kíghósta geta fengið 10 til 20 og allt upp í 40 hóstaköst á sólarhring. Þá er það ekki fyrr en eftir sex til átta vikur sem hægt er að sjá örugg merki þess að sjúkdómurinn sé í rénun.

Embætti Landlæknis deildi þessu myndbandi af barni með kíghósta á vefsíðu sinni: 

Þar segir að útbreiðsla sjúkdómsins hafi farið vaxandi á síðustu 20 árum. Á árunum í kringum 1930–1940 létust þúsundir manna af völdum sjúkdómsins, en með tilkomu bóluefnis hefur dregið mjög úr dánartíðni af völdum hans. Þrátt fyrir góða þáttöku í bólusetningum hafa komið upp faraldrar í mörgum löndum hjá fullorðnum og eldri börnum, vegna þess að verndandi áhrif bólusetningarinnar þverra á nokkrum árum. 

Ungum börnum er sérlega hætt við alvarlegum afleiðingum sýkingarinnar sem geta verið öndunarstopp, krampar, lungnabólga, truflun á heilastarfsemi og dauði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
1
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Sendu skip til Grænlands
4
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.
Lagði ekki upp með ótímabundið hvalveiðileyfi eins og varð raunin
6
Fréttir

Lagði ekki upp með ótíma­bund­ið hval­veiði­leyfi eins og varð raun­in

Bjarni Bene­dikts­son not­aði sína síð­ustu daga í embætti til að veita Hval hf. ein­stakt leyfi til veiða á lang­reyð­um. Leyf­ið renn­ur aldrei út. Í fyrstu taldi hann sig van­hæf­an til að taka ákvörð­un en skipti svo um skoð­un hálf­um mán­uði síð­ar. At­burða­rás­in kem­ur heim og sam­an við lýs­ing­ar á leyniupp­töku af syni og við­skipta­fé­laga Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns á hvað stæði til gera.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
6
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár