Einhverju sinni heyrði ég því fleygt að mikilfenglegasta áróðursbrella í sögu markaðssetningar hefði verið 99 senta verðlagningin. Engin þörf á stórum afsláttum. Það kostar mann ekki nema eitt sent að breyta ásýnd verðsins. Hvort myndi maður frekar kaupa vöru á $5.00 eða $4.99? Að ég tali nú ekki um muninn á $10.00 og $9.99? Þetta fyrirbæri varð auðvitað alþjóðlegt og við höfum búið svo lengi við það að við erum hætt að koma auga á það. Fyrsti geisladiskurinn minn kostaði tvöþúsund kall árið 1992 (State of Control með Barren Cross fyrir þá fjóra Íslendinga sem þekkja til) en með því að gefa mér tíkall til baka gat verslunin gefið verðmiðanum andlitslyftingu og skrifað 1.990 kr.
Markaðssetning gengur út á þetta: að gera vöru eða þjónustu álitlega. Stundum er það spurning um að setja smá glans á annars fínan söluvarning. Stundum er það spurning um að farða gyltu. Sem færir mig …
Athugasemdir