Það eru ekki allir svo heppnir í lífinu að fá að lifa mannsæmandi lífi.
Því hefur Abrahim Maleki fengið að kynnast á sinni ævi.
Hann var bara 11 ára þegar talibanar réðust inn í hérað hans í Afganistan og byrjuðu að myrða fólk sem tilheyrði hans ættbálki. Talibanarnir sögðu að þeir væru vantrúaðir og því þyrfti að drepa þá.
Hann flúði þá með fjölskyldu sinni til Íran þar sem þau bjuggu í 20 ár.
Abrahim vann sem smiður í Íran þar til hann lenti í bílslysi fyrir fimm árum síðan og braut illa annan fótinn.
Fyrir einu ári neituðu írönsk stjórnvöld að endurnýja skilríki hans og …
Athugasemdir