
Fjárfestirinn Bala Kamallakharan hefur fengið ríkisborgararétt, í kjölfar þess að honum var synjað um ríkisborgararétt í lok júní þrátt fyrir að hafa verið búsettur á Íslandi í 11 ár, vegna þess að hann hafði fengið umferðarsekt.
„Ég er orðinn íslenskur ríkisborgari,“ segir Bala á Facebook-síðu sinni. „Tók tíma en hafðist að lokum! Takk allir fyrir stuðninginn og hjálpina - þið eruð ómetanleg (you know who you are)!“
Bala er kvæntur íslenskri konu og á með henni tvö börn. Undanfarið hefur hann staðið að því að afla fjárfestingar í frumkvöðlastarfsemi á Íslandi, stýrði vefhýsingarfyrirtækinu Greenqloud og stofnaði ráðstefnuna Startup Iceland.

Athugasemdir