Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Gleymda stríðið í Jemen

Ekki er allt sem sýn­ist varð­andi stríð­ið í Jemen. Guð­rún Mar­grét Guð­munds­dótt­ir, mann­fræð­ing­ur sem eitt sinn bjó í Jemen, rýn­ir á bak við tjöld­in og grein­ir helstu ástæð­ur stríðs­átak­anna.

Gleymda stríðið í Jemen

Nú eru rúm tvö ár liðin síðan bandalag sjö þjóða, með Sádi-Arabíu í fararbroddi (hér eftir kallað Bandalagið), hófu loftárásir á Jemen, hina bláfátæku og vandræðasömu nágranna Sádi-Arabíu í suðri. Fljótlega fylgdi innrás landhers í kjölfarið. Þegar árásirnar hófust var Jemen þegar í slæmum málum. Neyðarástand ríkti vegna langvarandi fátæktar, svæðisbundinna átaka, mataróöryggis og spillingar stjórnvalda svo eitthvað sé nefnt og milljónir manna þurftu að reiða sig á neyðaraðstoð til að komast af. Eins og gefur að skilja hafa svo linnulausar loftárásir Bandalagsins og átök stríðandi fylkinga bætt gráu ofan á svart, svo vægt sé til orða tekið, og landið nú ein rjúkandi rúst. Jemenar löngu orðnir bitrir og sárir og þess fullvissir að heiminum sé skítsama um þá. 

Hörmungar en áhugaleysi fjölmiðla

Hernaðaraðgerðin hlaut nafnið Operation Decisive Storm enda gert ráð fyrir að hún stæði stutt yfir. Skotmarkið auðvelt, landið veikt fyrir og hernaðarlegur styrkur Bandalagsins margfaldur samanborið við andstæðinginn. Óhætt er að segja að hið gagnstæða hafi svo komið á daginn. Lítill hernaðarlegur árangur hefur náðst á tímabilinu, Bandalagið er fast í óvinsælu stríði enda fall almennra borgara mikið og ásakanir um stríðsglæpi og önnur brot á alþjóða mannúðar- og mannréttindalögum háværar. Þrátt fyrir þetta hefur alþjóðapressan, einkum hin vestræna, látið sig hörmungar í Jemen litlu varða og oftar en ekki vísað í hið þögla stríð, eða hið gleymda, þegar andvaraleysinu er lýst. 

Neyðarástand

Margir hafa undrast þetta andvaraleysi því Sameinuðu þjóðirnar tala um hörmungar (catastrophe) til að lýsa ástandinu í Jemen. Nær allir innviðir þjóðfélagsins hafa hrunið, engin marktæk stjórnvöld eru til staðar, flestar stofnanir lokaðar og fjármálakerfið í rúst. Nú þegar má rekja dauða 12 þúsund kvenna, karla og barna til átakanna. Yfir 70 prósent landsmanna þurfa neyðaraðstoð til að draga fram lífið og rúmur fjórðungur hefur ekki hugmynd um hvar þeir geti bjargað sér um næstu máltíð. Barn deyr úr vannæringu eða sjúkdómum á tíu mínútna fresti, sem vel hefði verið hægt að fyrirbyggja og alvarlegur kólerufaraldur hefur blossað upp. Sameinuðu þjóðirnar vara við enn meiri hörmungum og hungursneyð ef ekki verði fljótt og örugglega gripið í taumana og stríðið stöðvað. 

Jemen komið til „bjargar” með Operation Decisive Storm

Þó að allir Jemenar hafi þurft að þjást af völdum stríðsins er yfirlýst skotmark ekki Jemen sem slíkt heldur Hútar, eins og Bandalagið er óþreytt að undirstrika. Hútar eru hópur uppreisnarseggja sem nokkrum mánuðum fyrir loftárásir Bandalagsins hafði lagt undir sig stórt landsvæði í norðurhluta landsins, þar með talið höfuðborgina Sanaa. Flæmt forsetann Abd-Rabbu Hadi og ríkisstjórn hans á brott, ríkisstjórn sem var hliðholl Sádi-Arabíu. Hadi var varaforseti þar til hann var látinn taka við forsetaembættinu fáeinum áður af Ali Abdulla Saleh, forseta Jemen til 33 ára, í kjölfar þess að Ali Abdulla var hrakinn í kröftugum mótmælum, kenndum við arabíska vorið.  

Innrás Bandalagsins þótti brýn, einkum í ljósi þess að Hútarnir, fjölmennur minnihlutahópur sjía-múslíma, svokallaðra Zayidis-múslíma, frá Norður-Jemen, voru sagðir njóta stuðnings Írans, erkióvinar Sádi-Arabíu. Þess ber að geta að um ólíka tegund síjismans er að ræða hjá Hútum og Írönum. Slíkt valdarán gat auðljóslega ekki liðist í bakgarði Sádi-Arabíu, einkum þegar Íran átti í hlut. Skilaboðin yrðu að vera skýr og ekkert skyldi til sparað. Einsetti Bandalagið sér að koma „lögmætri“, stjórn aftur til valda og sýna Íran þannig mátt sig og megin. Þetta er að minnsta kosti hin opinbera útskýring sem oftast er borin á borð almennings.

Haukur í horni

Bandaríkjaher hefur verið Sádi-Arabíu og félögum stoð og stytta allt frá upphafi enda öllum hnútum kunnugur eftir margra ára stríð gegn hryðjuverkum þar í landi, sem mestmegnis hefur farið fram með leynd og drónahernaði gegn jemenska Al-Kaída og svo ISIS nú í seinni tíð. Hagsmunir Sádi-Arabíu og Bandaríkjanna fara fullkomlega saman í þessu stríði gegn Hútum, sem áttu að njóta stuðnings Íran, og vægast sagt miklir hagsmunir eru í húfi.

Sádi-Arabíu, einum mikilvægast bandamanni Bandaríkjanna í stríðinu gegn hryðjuverkum, stendur ógn af Hútum og Írönum. Sádi-Arabía tryggir ódýra olíu á Bandaríkjamarkað, stundar þar fjárfestingar af kappi og kaupir að auki aragrúa af vopnum fyrir svimandi upphæðir. Á móti aðstoðar Bandaríkjaher stjórnvöld Sádi-Arabíu með því að miðla upplýsingum sem aflað hefur verið með njósnum og með því að útvega vistir og eldsneyti og þjálfun í notkun á bandarískum hátæknivopnum. 

Proxy stríð Sádi-Arabíu gegn Íran?

Eins og minnst hefur verið á er stríðinu oftast lýst, einkum í vestrænum fjölmiðlum, sem trúflokkaerjum á milli súnní-meirihlutans og sjía-minnihlutans í Jemens eða sem staðgenglastríði á milli Sádi-Araba og Írana. Það stenst þó ekki nánari skoðun, að minnsta kosti ekki að öllu leyti. Þegar betur er að gáð hangir meira á spýtunni, eins og algengt er þegar stríðsrekstur er annars vegar. 

Sumum þáttum er haldið leyndum og öðrum ýtt fram. Ljóst er að Sádar brenna ekki af lýðræðisást fyrir hönd nágranna sinna og eru tilbúnir að fórna miklu til að Abdrabbuh Mansur Hadi, forseti, komist aftur til valda. Aftur á móti er uppreisn gegn einum einræðisherra og valdaelítu við Persaflóann er ógn við þá alla. Tengslin við Íran eru því að mestu fyrirsláttur enda voru samskipti og samvinna Húta og Írana ekki nein að ráði, að minnsta kosti ekki fyrr en átökin brutust út. Það er algjör nýlunda að Hútar í Jemen gangi um með spjöld með slagorðunum: „Death to America“, „Death to Israel,“ sem eru kunnugleg stef frá Íran, þótt það tíðkist nú.

Sunní og sjítar hafa þar að auki lifað í sátt og samlyndi að mestu, hlið við hlið í hundruð ára og spennan á milli trúflokka því svo til ný af nálinni þar í landi. Núverandi togstreita frekar tilkomin vegna stríðsins sem skapar og elur á sundrungu. Hinn almenni Jemeni stendur eftir forviða og spyr sig hvað hafi eiginlega gerst. Öllu hafi verið snúið á hvolf.   

Undirliggjandi ástæður

Erfitt er að skilja raunverulegar eða líklegri ástæður að baki stríðsins án þess að skoða það í samhengi við baráttu um yfirráð og völd á svæðinu (geo-politics), stöðugar innanlandserjur, auðlindapólitík (olíu, gas, gasleiðslur og aðrar flutningsleiðir fyrir auðlindirnar) og ekki síst botnlausa hræðslu einræðisherra Persaflóa og bandamanna þeirra vestanhafs gagnvart öllu lýðræðisbrölti og öllu því sem gæti hróflað við því ábatasama fyrirkomulagi sem fyrir er.

Flækjustig átakanna er mikið, línur óskýrar og erfitt að gera grein fyrir því öllu svo vit sé í. Jemen er samsett úr flóknum pólitískum einingum og um er að ræða fjölda ættflokka sem bítast um völd, síbreytileg bandalög, etnískar línur og nú í seinni tíð hafa herskáir öfgahópar orðið fyrirferðarmiklir. Reyndar voru slíkir herskáir hópar nær óþekktir í Jemen fyrir tíma heilags stríðs í Afganistan en hefur fjölgað með ógnarhraða með tilkomu leynistríðs gegn þeim. Þessir hópar sýna stjórnvöldum í Jemen hollustu eða vinna gegn þeim eins og þeim sýnist. 

Til að ná einhverri mynd á hvað er raunverulega að gerast í Jemen þarf að skoða atburðina í samhengi hryðjuverkastríðsins títtnefnda, arabíska vorsins svokallaða, og nýs kafla hryðjuverkastríðsins, eða framhaldslíf, sem virðist hafa byrjað þegar Trump steig sverðdansinn í Sádi-Arabíu fyrir nokkrum vikum síðan, eins og frægt er orðið. 

Bandalag Ali Abdulla og Hútanna

Ali Abdulla Saleh, sem var forseti Jemens til 33 ára, var hrakinn frá völdum í arabíska vorinu árið 2011. Fram að því höfðu Ali Abdulla og Hútarnir eldað grátt silfur saman í marga áratugi. Hútarnir heimtuðu meiri aðild að völdum og Ali Abdulla gramdist heimtufrekjan mjög. Svo mjög að talið er að hann hafi látið taka leiðtoga Hútanna af lífi á 9. áratugnum. Taka skal fram að Ali Abdulla er einnig zayidi þótt hann tilheyri ekki Húta-ættflokknum.

Jafnvel þótt hann hafi samþykkt að færa Hadi, fyrrverandi varaforseta, forsetastólinn árið 2012, þoldi hann ekki lengi við í útlegðinni í Sádi-Arabíu enda vanur að ráða lögum og lofum í Jemen og stór hluti stjórnarhersins honum enn hliðhollur. Hann sneri því aftur og gerðist einn helsti bandamaður Hútanna, fyrrum óvina sinna. 

Vopn Obama 

Drónastríð Obama, eins og það er oft kallað, var lengi háð í suðurhluta Jemen gegn herskáum öfgahópum, eins og fyrr segir, og var búið að vera í gangi í mörg ár áður en Obama steig fram árið 2012 og viðurkenndi það, sagði það lið í gagnsæisstefnu stjórnarinnar. Ali Abdulla hafði sýnt aðgerðunum mikinn stuðning enda ógnuðu þessi öfl völdum hans.

Til marks um samstarf hans við stjórn Obama tók hann, fyrir hönd hersins, á sig sökina á ýmsum aðgerðum sem fóru úrskeiðis. Einkum þegar hátt hlutfall almennra borgara voru drepnir í drónaárásum eða skotmörkin voru röng. Á hinn bóginn studdi hann sömu öfl þegar það hentaði honum betur.

Jemenar á þessu svæði eru sagðir þjakaðir á sálinni enda fastir í heljargreipum ástandsins um árabil; togstreitu og átaka á milli stjórnarhersins, herskárra öfgaafla og ættflokkadeilna með stöðugt suð drónanna fyrir eyrunum, með enga hugmynd um hvar næsta skotmark þeirra gæti leynst. Heilu samfélögin eru sögð þjást að áfallastreituröskun og fjöldi manna, sem aldrei hefðu annars haft áhuga á því, hefur gengist á hönd herskárra hópa eftir að hafa misst ástvini og upplifað eyðileggingu í drónaárásum. Örugg leið til að framleiða sífellt fleiri öfgamenn. 

Lýðræðisbrölt og kjarnorkusamningur við Íran

Mikill titringur myndaðist þegar frelsisandi arabíska vorsins sveif yfir vötnum við Persaflóa og Mið-Austurlanda almennt, árið 2011. Valdastöðu og -jafnvægi svæðisins var ógnað og hafist var handa við að kveðja niður andófið með öllum tiltækum ráðum. Sádi-Arabía sendi sem dæmi her til að aðstoða gegn uppreisnaröflum í Bahrain og horfði forviða í suðurátt á lýðræðistilburði nágrannana í Jemen eftir að Ali Abdulla hafði verið komið frá völdum. Ólíkir hópar, sem tekið höfðu þátt í byltingunni þar í landi, sátu saman og ræddu gerð nýrrar stjórnarskrár og hvernig hægt væri að deila völdum þannig að fleiri kæmu að stjórn landsins, með Húta sem virka þátttakendur. Bjartsýni og samstaða er sögð hafa einkennt Jemen á þeim tíma. Stuttu síðar hófust afskipti Sádi-Arabíu, Katar og fleiri af stöðunni í Sýrlandi af fullum krafti og Líbýa var eyðilögð svo eitthvað sé nefnt. Atburðir síðastliðinna ára á svæðinu eru meira og minna tengdir hræðslunni við umbótasinna og lýðræðisöfl. 

Erindreki segir upp

Þegar Hútarnir stormuðu yfir norðurhluta Jemen og tóku hann yfir var enn von til að hleypa þeim að kjötkötlunum, ef svo má segja, eða tækifæri að deila með þeim völdum en Sádi-Arabía virtist áhugalaus um slíkt.

Erindreki Sameinuðu þjóðanna, sem sá um friðarumleitanir, benti á að samningar hefðu næstum því tekist og friði næstum náð. Þrátt fyrir það hófu Sádi-Arabía og félagar loftárásir þegar aðeins átti eftir að semja um eitt lykilatriði; hvaða hópur fengi forsetaembættið. Erindrekinn sagði af sér í mótmælaskyni, hneykslaður og reiður.

Ákafa Sádi-Araba yfir því að ráðast inn í Jemen má einnig rekja til kjarnorkusamningsins sem Obama stjórnin gerði við Íran. Sádar fengu brjálæðiskast og til að lægja öldur heimilaði Bandaríkjastjórn þeim að ráðast á Jemen, hina fátæku nágranna sem höfðu rætt lýðræði af fullri alvöru. Það mátti ekki líðast. 

Trump dansar sverðdansinn við Sáda

Fyrsta heimsókn Trump utan Bandaríkjanna var til Sádi-Arabíu í maí síðastliðnum sem þótti táknrænt um náið samband þjóðanna. Trump, steig sverðdansinn með Salmann konungi, augljóslega afar hrifinn af landi og þjóð sem hann hrósaði í hástert.

Þar fyrir utan lét hann kalla saman 50 leiðtoga múslíma (sunní) ríkja til að ræða framtíð hryðjuverkastríðsins. Nú yrðu sunní-múslímar að bindast bandalagi á móti sjía-múslímum, einkum Íran. Íranir væru umfangsmestir þegar kæmi að því að styðja og vopnvæða hryðjuverkamenn heims, þar á meðal HisbAllah. Íran styddi líka Assad forseta í Sýrlandi sem Bandaríkin vilja koma frá völdum. Nú yrðu súnní-múslímar og þeirra ríki að standa saman til að ráða niðurlögum þeirrar ógnar.

Á leiðtogum margra múslímaríkja mátti greina skrýtinn svip yfir ræðu Trump,  þar sem þeir vita manna best hvaða ríki styður hryðjuverkahópa mest allra og að sjálf hugmyndafræðin sé runnin undan þeirra rifjum. Sádi-Arabía fer þar fremst í flokki, að sjálfsögðu.     

Framhaldslíf stríðsins gegn hryðjuverkum 

Nú er hægt að sjá fyrir sér Sádi-Araba og Trump sitja sveitta við að skrifa handrit fyrir næsta kafla hryðjuverkastríðsins, framhaldslífsins; marka skýrari línur, skilgreina óvininn með meira afgerandi hætti en áður og reyna samtímis að fiffa til óþægilega atburði og mistök fortíðarinnar um leið.

Nú eru súnní-Arabar góðir en sjítar vondir. Þannig verður reynt að bæta fyrir mistök Bandaríkjanna þarna í Írak árið 2003 þegar öllum opinberum starfsmönnum Bathistaflokks Saddam Hussain (sunní) var sagt upp og sjía-múslímar, bálreiðum og í hefndarhug eftir langvarandi kúgun Baadthistinna, komið til valda í staðinn. Þessi mistök urðu til þess að Íran styrktist pólitískt, Sádi-Aröbum til mikillar mæðu. Sjá mátti aðra skýra tilraun tila ð endurskrifa söguna. Katar var sett út af sakramentinu í kjölfar heimsóknar Trump, þar sem þeir neituðu að slíta samskiptum við Íran, og í leiðinni látnir taka á sig alla sökina fyrir stuðning og styrki Sádi-Araba og nágrannalandanna við hryðjuverkaöflin í Sýrlandi og víðar, sem mætti helst líkja við það að Pepsi Cola sakaði Coca Cola um að nota of mikinn sykur í gosdrykki. Katar var sömuleiðis hent út úr Bandalaginu og herinn rekinn heim frá Jemen með skömm.  

Jemen er nauðsynlegur liður í þessu framhaldslífi hryðjuverkastríðsins; vanþróað, fátækt, flókið og vinalaust. Tvær flugur í einu höggi; ögra Íran og brjóta lýðræðisöfl á bak aftur. Jemenum var sagt að taka stríðið gegn sér ekki persónulega því það sé þeirra hagur að losna við Hútana. Sádí-Arabía sé þar til að hjálpa en ekki annað. Líklega fer Jemen að verða óspennandi stríð fyrir Bandalagið sem situr á stærsta vopnabúri heims því takmörkuð áskorun felst í því að sparka stöðugt í liggjandi mann. Íran yrði hins vegar alvöru stríð. Nú má heyra trumbuslag fyrir næsta stríð, við Íran, óma. Alþjóðapressan, viðbúin að taka þátt og slá taktinn, enda virðist sem naflastrengur hennar sé samfastur valdaelítu heimsins, svo sem hergagna- og stríðsiðnaðinn og auðlindasamsteypur. Tromm, tromm, tromm ...

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár