Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ólafur Arnarson segir af sér sem formaður Neytendasamtakanna

Ólga hef­ur ver­ið í Neyt­enda­sam­tök­un­um síð­an Ólaf­ur var kjör­inn formað­ur sam­tak­anna síð­asta haust. Stjórn sam­tak­anna sam­þykkti van­traust á Ólaf og sak­aði hann um óhóf­leg út­gjöld. Ólaf­ur ákvað rétt í þessu að segja af sér for­mennsku í sam­tök­un­um.

Ólafur Arnarson segir af sér sem formaður Neytendasamtakanna

Ólafur Arnarson hefur sagt af sér sem formaður Neytendasamtakanna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann sendi á fjölmiðla rétt í þessu. Stjórn samtakanna hafði samþykkt vantraust á Ólaf þann 6. maí og þá hafði ráðningarsamningi við hann verið sagt upp. Þá hafði öllu starfsfólki samtakanna verið sagt upp í ljósi alvarlegrar fjárhagsstöðu samtakanna.

„Þessi staða er að mestu leyti tilkomin vegns óhóflegra útgjalda sem formaður samtakanna, Ólafur Arnarson, hefur efnt til án aðkomu stjórnar. Þegar stjórn varð ljóst hver staðan var lýsti hún yfir vantrausti á formanninn og skoraði á hann að stíga til hliðar. Þá hefur starfsfólk samtakanna einnig lýst yfir vantrausti á formann og biðlað til hans að segja af sér. Þrátt fyrir að formanni hafi verið gerð grein fyrir alvarleika málsins, sem hann ber að miklu leyti ábyrgð á, situr hann sem fastast,“ sagði í tilkynningu frá stjórn samtakanna í gær.

„Óvinnandi vegur er fyrir mig að vinna að áframhaldandi framgangi þeirra við núverandi aðstæður innan stjórnarinnar.“

Ólafur hafnar öllum ásökunum stjórnarinnar um óhófleg útgjöld en segist ekki geta haldið áfram starfi hjá samtökunum. „Enda þótt ég telji mikið hafa áunnist í sókn Neytendasamtakanna á síðustu mánuðum og að sýnileiki samtakanna hafi aukist verulega verður ekki fram hjá því litið að óvinnandi vegur er fyrir mig að vinna að áframhaldandi framgangi þeirra við núverandi aðstæður innan stjórnarinnar. Ég vil þakka þeim fjölmörgu sem hafa stutt mig bæði í starfi mínu fyrir samtökin og einnig í átökunum innan stjórnarinnar. Ég segi hér með af mér sem formaður Neytendasamtakanna og læt um leið í ljós þá von að þeim sem standa munu við stjórnvölinn á næstu misserum og árum muni takast að rétta skútuna við,“ segir Ólafur.

Samkvæmt heimildum RÚV voru helstu ástæður þess að farið var fram á vantraust gegn Ólafi ákvörðun hans um 50 prósenta launahækkun hjá sjálfum sér og að hann hafi látið samtökin kaupa bíl til eigin nota. Auk þess á Ólafur að hafa tekið ákvörðun án samþykkis stjórnar um að verja 700 þúsund krónum mánaðarlega í smáforritið Neytandann.

Yfirlýsingu Ólafs má lesa hér að neðan:

Engum sem fylgst hefur með ágreiningi innan stjórnar Neytendasamkanna getur dulist að hann hefur laskað ímynd þeirra. Engum sem til samtakanna þekkir getur heldur dulist að um margra ára skeið hafa þau visnað og veikst með margvíslegum hætti og í raun flotið hægt og bítandi að feigðarósi. Skýrastu einkenni þessarar óheillaþróunar má annars vegar sjá í fækkun félagsmanna og hins vegar í því að þjónustusamningar við stjórnvöld eru aðeins svipur hjá sjón miðað við það sem áður var. Láta mun nærri að frá aldamótum hafi tekjur af samningum við ríkið um neytendaaðstoð minnkað um 80% og auðvitað munar um minna. Taprekstur undanfarinna ára skýrist af miklum tekjusamdrætti en ekki auknum útgjöldum. Það er kjarni málsins.

Ég tók við formennsku í Neytendasamtökunum í október á síðasta ári til þess að freista þess að blása lífi í glæðurnar og nýta augljós tækifæri til nýrrar sóknar. Stærsta áherslumál mitt  var að nota tæknina í þágu neytenda með því að koma á fót appi fyrir snjalltæki, sem færir m.a. verðsamanburð í lófann á neytendum. Þremur mánuðum eftir að ég var kosinn formaður kynntu Neytendasamtökin, ásamt hugbúnaðarfrumkvöðlunum í Strimlinum ehf., appið Neytandann. Neytandinn er eitt vinsælasta appið á Íslandi og notendur eru orðnir á þriðja tug þúsunda. Vel á annað hundrað þúsund strimlar hafa verið lesnir inn í gagnagrunn og næstum 1,5 milljón verðmælingar. Á hverjum degi eru lesnar u.þ.b. 5000 verðmælingar inn í gagnagrunninn.

Þessari nýju tækni var einnig ætlað að renna styrkum stoðum undir nýja og umfangsmeiri þjónustusamninga við ríkið og endurreisa þannig viðunandi rekstrargrundvöll fyrir áframhaldandi starf samtakanna. Þegar stjórn samtakanna hefur nú tekið þá ákvörðun að segja upp öllu starfsfólki þeirra er ljóst að Neytendasamtökin hafa enga burði til að efna skuldbindingar sínar vegna núgildandi samninga og vandséð er að stjórnvöld muni ganga til nýrra samninga við samtök sem því miður virðast vera við það að liðast endanlega í sundur. Það er mikið áhyggjuefni og auðvitað yrðu það mikil vonbrigði ef samtökin næðu ekki að gegna áfram hinu þýðingarmikla hlutverki sínu í varðstöðu um hag neytenda í landinu.Stjórn Neytendasamtakanna hefur borðið mig þungum sökum. Allar eru þær á skjön við raunveruleikann og sumar beinlínis upplognar. Ég hef hrakið þessar ávirðingar lið fyrir lið með þeim afleiðingum að í síðustu yfirlýsingu sinni lætur stjórnin sér nægja að halda því fram í almennum orðum og án nokkurs rökstuðnings að alvarleg fjárhagsstaða sé „að mestu leyti tilkomin vegna óhóflega útgjalda“ sem ég hafi „efnt til án aðkomu stjórnar“. Enginn fótur er fyrir þessum ásökunum. Enginn fótur er heldur fyrir því að fjárhagslegur vandi samtakanna sé vegna útgjalda. Samtökin glíma við alvarlegan tekjuvanda og um það er stjórnin fullkomlega meðvituð enda þótt hún kjósi að skrifa margra ára uppsafnaðan vanda sinn á minn reikning.Enda þótt ég telji mikið hafa áunnist í sókn Neytendasamtakanna á síðustu mánuðum og að sýnileiki samtakanna hafi aukist verulega verður ekki fram hjá því litið að óvinnandi vegur er fyrir mig að vinna að áframhaldandi framgangi þeirra við núverandi aðstæður innan stjórnarinnar. Ég vil þakka þeim fjölmörgu sem hafa stutt mig bæði í starfi mínu fyrir samtökin og einnig í átökunum innan stjórnarinnar. Ég segi hér með af mér sem formaður Neytendasamtakanna og læt um leið í ljós þá von að þeim sem standa munu við stjórnvölinn á næstu misserum og árum muni takast að rétta skútuna við. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
3
Fréttir

Seg­ist not­uð sem lepp­ur í Vor­stjörn­unni, sem lúti sjó­ræn­ingja­stjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.
Konur til valda: „Allar hömlur eru að bresta“
5
ÚttektKonur til valda

Kon­ur til valda: „All­ar höml­ur eru að bresta“

For­seti, for­sæt­is­ráð­herra, ut­an­rík­is­ráð­herra, dóms­mála­ráð­herra, fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, at­vinnu­vega­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra, for­seti Al­þing­is, um­boðs­mað­ur Al­þing­is, borg­ar­stjóri, bisk­up, rektor, rík­is­lög­mað­ur, rík­is­sak­sókn­ari, rík­is­lög­reglu­stjóri, lög­reglu­stjór­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, land­lækn­ir og um­boðs­mað­ur barna: Kvenna­ár­ið 2025 urðu þau sögu­legu tíð­indi að all­ar þess­ar stöð­ur eru skip­að­ar kon­um.
Women in Power: “The Barriers are Breaking Down”
6
ÚttektKonur til valda

Women in Power: “The Barriers are Break­ing Down”

The Presi­dent, Prime Mini­ster, For­eign Mini­ster, Mini­ster of Justice, Mini­ster of Social Affairs and Hous­ing, Mini­ster of Indus­try, Mini­ster of Health, Spea­ker of Al­þingi, Parlia­ment­ary Ombudsm­an, Mayor of Reykja­vík, Bis­hop, Rector, Attorney Gener­al, Director of Pu­blic Prosecuti­ons, Nati­onal Comm­issi­oner of the Icelandic Police, Police Comm­issi­oner in the Capital Reg­i­on, Director of Health and Ombudsm­an for Children: In the Ye­ar of Women 2025, it became historic news that all these positi­ons are held by women.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár