Donald Trump forseti hefur höfðað mál gegn bandarísku skattstofunni (IRS) og krefst 10 milljarða dala, jafnvirði 1.240 milljarða króna, vegna meints leka á skattframtölum sem hann segir að hafi skaðað viðskipti sín.
Í málshöfðuninni – sem forsetinn höfðaði í eigin nafni ásamt tveimur elstu sonum sínum, Eric og Donald Jr., og fjölskyldufyrirtæki þeirra, The Trump Organization – sagði að skatturinn og fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna „bæri skylda til að vernda og tryggja trúnaðargögn um skattframtöl stefnenda“.
Skattframtöl Trumps voru mikið í umræðunni á fyrsta kjörtímabili hans eftir að hann braut hefð og neitaði að birta þau sem frambjóðandi.
Skattaskjölunum var lekið til fjölmiðla af Charles „Chaz“ Littlejohn, fyrrverandi starfsmanni skattsins, sem starfaði frá maí 2019 til september 2020, samkvæmt málshöfðuninni.
„Sakborningar hafa valdið stefnendum mannorðstjóni og fjárhagslegum skaða, opinberri niðurlægingu, óréttmætri svörtun á viðskiptaorðspori þeirra, sýnt þá í fölsku ljósi og haft neikvæð áhrif á opinbera stöðu Trumps forseta og hinna …

















































Athugasemdir (1)