Aðalsteinn vinsælastur Viðreisnarfólks en flestir óákveðnir

Að­al­steinn Leifs­son, vara­þing­mað­ur og fram­bjóð­andi til for­ystu Við­reisn­ar í borg­inni, nýt­ur mests stuðn­ings til að leiða list­ann, sam­kvæmt könn­un sem hann lét Maskínu gera. Meiri­hluti að­spurðra seg­ist þó ekki vita hver væri best fall­inn til að leiða list­ann.

Aðalsteinn vinsælastur Viðreisnarfólks en flestir óákveðnir

Aðalsteinn Leifsson nýtur mests stuðnings þeirra Reykvíkinga sem tóku afstöðu í könnun Maskínu um hver sé best til þess fallinn að leiða lista Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Samkvæmt niðurstöðum telja 52 prósent Aðalstein bestan kost, en 35,9 prósent nefna Björgu Magnúsdóttur og 12,1 prósent Róbert Ragnarsson.

Könnunin var gerð af Maskínu fyrir Aðalstein sjálfan, sem er einn frambjóðenda í oddvitavali Viðreisnar, og sendi hann fjölmiðlum niðurstöðurnar. Í skýrslu Maskínu er ekki greint sérstaklega eftir því hverjir eru líklegir til að kjósa Viðreisn í sveitarstjórnarkosningum, heldur einungis meðal almennra íbúa Reykjavíkur sem tóku afstöðu til spurningarinnar. 

BaráttaBjörg Magnúsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra, er næst vinsælust Viðreisnarframbjóðendanna, samkvæmt könnuninni. Hún og Aðalsteinn virðast helst vera í baráttunni um oddvitasætið.

Könnunin var framkvæmd dagana 9. til 14. janúar 2026 á meðal íbúa Reykjavíkur, 18 ára og eldri. Alls svöruðu 748 manns, en aðeins 260 tóku afstöðu til spurningarinnar sjálfrar. Meirihluti svarenda, eða 56,6 prósent, sagðist ekki vita hver væri best fallinn til að leiða listann og 8,7 prósent vildu ekki svara.

Í skýrslunni kemur fram að gögn hafi verið vegin eftir kyni, aldri og menntun til samræmis við tölur Hagstofunnar.

Samkvæmt sundurliðun eftir búsetu er stuðningur við Aðalstein mestur í Hlíða-, Laugardals-, Háaleitis- og Bústaðahverfum, þar sem 54,3 prósent þeirra sem tóku afstöðu nefna hann, en minnstur í Miðborg og Vesturbæ, þar sem hlutfallið er 48,6 prósent. Björg fær hlutfallslega mestan stuðning í Miðborg og Vesturbæ, eða 39,2 prósent.

Könnunin nær eingöngu til þeirra þriggja frambjóðenda sem höfðu lýst yfir framboði þegar gagna var aflað. Signý Sigurðardóttir tilkynnti um framboð sitt í oddvitakjöri Viðreisnar 16. janúar, tveimur dögum eftir að gagnasöfnun lauk, og er því ekki hluti af könnuninni.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár