Ingibjörg Isaksen, þingkona Framsóknarflokksins, býður sig fram til formennsku í flokknum á komandi flokksþingi. Í yfirlýsingu sem hún birti á samfélagsmiðlum segir hún flokkinn standa á tímamótum og að þörf sé á skýrum áherslum og endurnýjuðu trausti meðal landsmanna.
Ingibjörg segir helstu viðfangsefni næstu ára snúa annars vegar að stöðu barna og ungmenna og hins vegar að efnahagsmálum heimila og fyrirtækja. Hún leggur áherslu á samvinnu sem leið til árangurs.
„Stærsta hagsmunamál okkar allra, heimilanna og fyrirtækjanna, er að koma vaxtaumhverfinu aftur í eðlilegra horf og ná hinni þrálátu verðbólgu niður,“ segir hún og bætir við að jafnframt þurfi að standa vörð um atvinnulíf og verðmætasköpun. Að hennar mati byggi velferð á því að fólk hafi vinnu og fyrirtæki geti dafnað.
Í yfirlýsingunni fjallar Ingibjörg einnig um alþjóðamál og segir óvissu í heiminum kalla á yfirvegaða og ábyrga umræðu. Hún segir Framsókn ekki sækja fylgi með háværum yfirlýsingum heldur með …
















































Athugasemdir