Sævar Helgi Bragason, rithöfundur og jarðfræðingur, segir stefna í „litrík og glæsileg norðurljós“ í nótt eða annað kvöld, eftir að sólblossi olli kröftugu kóronugosi sem stefnir hratt á jörðina. Líkur benda til þess að skýið skelli á jörðinni í kringum 11:30 í fyrramálið, með nokkurra klukkustunda skekkjumörkum.
Uppfært: Sævar Helgi segir gosið skollið á jörðinni löngu á undan áætlun.
„Á sama tíma verður Jörðin fyrir áhrifum frá hraðfleygum sólvindi úr kórónugeil. Sömu aðstæður og voru laugardaginn 10. janúar,“ segir Sævar Helgi á Facebook-síðu sinni.
„Aðaláhrif geislunarstorma af þessu tagi eru á flugferðir, gervitungl og fjarskipti. Þannig verða flugfarþegar fyrir meiri geislun en alla jafna, gervitungl geta slegið út og GPS leiðsagnarkerfi orðið fyrir verulegum truflunum. Engin áhrif eru á okkur sem erum á Jörðu niðri,“ segir hann.
Líklega verður hraði sólvindsins um 900 km/s þegar það skellur á Jörðinni. Vonandi verður Bz-gildið neikvætt og þéttleikinn hár. Það þýðir frábært norðurljósakvöld með nokkrum glæsilegum og litríkum hviðum og rauðum lit sem sést með berum augum.“
Hann bendir á vefsíðu sína, Ísland á nóttunni, þar sem má fylgjast með norðurljósaspá.
















































Athugasemdir