Mér dettur helst í hug vonir um frið á næsta ári. Að þjóðarmorðinu á Gaza ljúki enda voru tilfinnanlegar breytingar á afstöðu alþjóðasamfélagsins á síðasta ári og heimurinn farinn að átta sig á hörmungunum. Þá er farið að glitta í frið í Úkraínu líka en það má aldrei vanmeta þörf hernaðarvelda til að vera í átökum til að réttlæta hermang og eigin valdastöðu.
Sveitarstjórnarkosningar eru um miðjan maí og þær munu afhjúpa hinar pólitísku línur. Mikið af þeim málum er varða frelsi kvenna og jafnréttismál eru á borði sveitarstjórna, hluti af baráttunni gegn kynferðisofbeldi og aðgengi að leikskólum svo eitthvað sé nefnt. Þá verður áhugavert að sjá hvort bakslagið kristallist frekar í hugmyndum að aðför að leikskólunum.
„Drög að landsáætlun gegn kynbundnu ofbeldi gegn konum fer fyrir þingið og vænta má hressilegra umræðna
Drög að landsáætlun gegn kynbundnu ofbeldi gegn konum fer fyrir þingið og vænta má hressilegra umræðna um …


























































Athugasemdir