Húsvísku vinkonurnar Sólveig Ósk Guðmundsdóttir leikskólakennari, Júlía Margrét Birgisdóttir stuðningsfulltrúi og Sonja Finnsdóttir iðjuþjálfi eru þær sem mynda teymið í kringum Skynró. Sólveig og Júlía eru báðar með ADHD og eiga einnig börn með ADHD og einhverfu og hafa því verið að eiga við skynúrvinnsluvanda nánast allt sitt líf. Skilgreining á skynúrvinnsluvanda (e. Sensory Processing Disorder) er þegar skyntruflanir eru farnar að hafa áhrif á daglegt líf fólks. Skynúrvinnsluvandi getur staðið einn og sér eða verið fylgifiskur annarra raskana, svo sem ADHD, einhverfu og kvíða, svo dæmi séu tekin.
„Ég er iðjuþjálfi og er sú sem bættist síðust við teymið. Júlía og Solla stofnuðu þetta, þær eru orðnar sjóaðar í því að finna lausnir við þeim truflunum sem tengjast þessu. Þær tóku í vor þátt í Krubb, sem er hugmyndahraðhlaup á Húsavík og unnu þar fyrstu verðlaun fyrir hugmynd sína um að búa til hversdagsfatnað fyrir börn með skynúrlausnarvanda. Það …















































Athugasemdir (1)