„Árið byrjar á bombu í alþjóðastjórnmálum með árás Bandaríkjanna á Venesúela og enn frekari yfirlýsinga Trumps um að vilja yfirráð yfir Grænlandi. Ég held því miður að stórveldapólitík muni halda áfram að gera okkur erfitt fyrir og ég vil sjá okkur treysta enn frekar böndin við norræna vini okkar og myndi vilja sjá norræna samstöðu sem aldrei fyrr.
Ofan á þetta leggst svo alvarleg staða í efnahagsmálum á Íslandi, vísitala efnahagslífsins hefur ekki mælst jafnlág og eftir fjármálahrun og í kjölfar heimsfaraldurs. Vextir eru enn of háir og lítill árangur hefur náðst í að ná niður verðbólgu og á sama tíma eykst atvinnuleysi. Þetta kallar á alvöru aðgerðir stjórnvalda í að gefa innspýtingu fyrir atvinnulífið en ekki þrengja að því eins og núverandi ríkisstjórn hefur verið að gera og boðar enn með skattahækkunum á allt og alla.
„Á þessum viðsjárverðu tímum væri mikill kostur …


















































Athugasemdir