Verðbólga yfir síðustu tólf mánuði hefur hækkað um 4,5 prósent en vísitala neysluverðs, sem mælir verðbólgu, hækkaði um 1,15 prósent á milli mánaða. Þetta er hæsta verðbólga sem mælst hefur síðan í janúar.
Hækkun á milli mánaða er líka sú mesta frá því í febrúar 2024. Í sama mánuði í fyrra hækkaði hún um 0,39 prósent, en í nóvember í fyrra hafði hún hins vegar hækkað um 0,09 prósent, ólíkt lækkun upp á 0,48 prósent sem varð í síðasta mánuði.
Í nóvemer mældist verðbólga 3,7 prósent sem er það lægsta sem hún hefur mælst í fimm ár.
Í tilkynningu á vef Hagstofu Íslands segir að flestum tilboðsdögum sé nú lokið og því hafi hækkun orðið vart í ýmsum flokkum sem höfðu lækkað í nóvember. Meðal annars hækkuðu föt og skór um 3,6 prósent, hitaveita um 9,2 prósent og flugfargjöld til útalnda um 28,8 prósent.










































Athugasemdir