Ástralía stendur frammi fyrir einni mannskæðustu fjöldaskotárás í sögu landsins eftir að faðir og sonur hófu skothríð á mannfjölda sem hafði safnast saman á hátíð gyðinga á Bondi-ströndinni.
Með því að nota vitnisburði, myndefni frá almenningi og opinberar yfirlýsingar hefur AFP sett saman tímalínu yfir árásina á sunnudag þar sem 15 manns létu lífið og tugir særðust.
Stuðningsmaður Íslamska ríkisins
Naveed Akram, sem er 24 ára, vakti fyrst athygli áströlsku leyniþjónustunnar árið 2019, þegar hann var táningur í Sydney og umgekkst stuðningsmenn Íslamska ríkisins.
Anthony Albanese forsætisráðherra sagði í dag að tveir samverkamenn Naveeds hefðu síðar verið fangelsaðir en hann hefði ekki verið talinn alvarleg ógn og að mestu horfið af ratsjá lögreglunnar.
Það var þar til hann tók þátt í skotárás með 50 ára gömlum föður sínum, Sajid Akram, sem beindist að hópi gyðinga sem hafði safnast saman til að fagna ljósahátíð.
Ferð til Filippseyja
Sajid og Naveed …












































Athugasemdir