Átta manns létust í árásum á þrjú skip sem talin eru tengjast fíkniefnasmygli í austurhluta Kyrrahafs á mánudag, að sögn Bandaríkjahers. Árásirnar eru hluti af yfirstandandi aðgerðum sem hafa kostað yfir 90 mannslíf.
„Leynilegar upplýsingar staðfestu að skipin voru á ferð um þekktar fíkniefnasmyglleiðir í austurhluta Kyrrahafs og tóku þátt í fíkniefnasmygli,“ sagði Suðurherstjórn Bandaríkjanna í færslu á X og bætti við að „alls átta karlkyns fíkniefnahryðjuverkamenn hafi verið drepnir í þessum aðgerðum – þrír í fyrsta skipinu, tveir í öðru og þrír í því þriðja.“
Með færslunni fylgir myndbandsupptaka af þremur aðskildum bátum sem fljóta á sjó áður en ráðist er á hvern þeirra.
Frá því í byrjun september hefur Bandaríkjaher, undir stjórn Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, beint spjótum sínum að skipum sem talin eru smygla fíkniefnum í Karíbahafi og austurhluta Kyrrahafs. Að minnsta kosti 26 skipum hefur verið sökkt og að minnsta kosti 95 manns hafa látist.
Samhliða …












































Athugasemdir