Bandarískir samningamenn vilja enn að Úkraína láti af stjórn sinni á austurhéruðunum Donetsk og Lúhansk sem skilyrði fyrir friðarviðræðum við Rússland, sagði embættismaður sem hefur upplýsingar um viðræðurnar við AFP.
Stjórnvöld í Kænugarði standa gegn kröfu Trumpstjórnarinnar um að draga herlið sitt frá héruðunum tveimur, sem saman eru þekkt sem Donbas, en Rússum hefur ekki tekist að ná þeim á sitt vald síðan þeir réðust inn í febrúar 2022.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, „vill landsvæði,“ sagði embættismaðurinn við AFP og bætti við að Bandaríkin krefðust þess að Úkraína „drægi sig til baka“ frá héruðunum og að ríkisstjórn Volodmír Selenskí neitaði því.
„Það er nokkuð sláandi að Bandaríkjamenn skuli taka afstöðu Rússa í þessu máli,“ bætti embættismaðurinn við.
Stjórnvöld í Moskvu hafa yfirráð yfir nær öllu Lúhansk-héraði og um 80 prósentum af Donetsk-héraði, samkvæmt bandarísku hugveitunni Institute for the Study of War.
Skoðanakönnun sem Alþjóðlega félagsfræðistofnunin í Kænugarði (KIIS) birti …












































Athugasemdir