Japanir skila tveimur pöndum til Kína

Pönd­urn­ar Lei Lei og Xiao Xiao, sem Kína lán­aði Jap­an í tákn­ræn­um „pöndu-er­ind­rekstri“, eiga nú að snúa heim. Ákvörð­un­in kem­ur á sama tíma og sam­skipti Pek­ing og Tókýó hafa kóln­að veru­lega, með­al ann­ars eft­ir að jap­anski for­sæt­is­ráð­herr­ann lét í veðri vaka að Jap­an gæti grip­ið til hern­að­ar­að­gerða yrði Taív­an fyr­ir árás.

Japanir skila tveimur pöndum til Kína
Tvíburar Pöndurnar Lei Lei og Xiao Xiao eru tvíburar. Nú er áætlað að pöndurnar verði sendar heim mánuði áður en lánstími þeirra rennur út í febrúar. Mynd: Wikimedia / 江戸村のとくぞう

Tvær pöndur í dýragarði í Tókýó verða sendar aftur til Kína í janúar, að sögn borgaryfirvalda í Tókýó. Það gæti þýtt að Japan verði án þessara ástsælu dýra í fyrsta sinn í hálfa öld.

Dýrin, sem eru áberandi svört og hvít, voru lánuð sem hluti af „pöndu-erindrekstri“ Kína og hafa táknað vináttu milli Peking og Tókýó frá því að diplómatísk samskipti voru endurreist árið 1972.

Japan hefur nú aðeins tvær pöndur, Lei Lei og Xiao Xiao, í dýragarðinum í Ueno-hverfinu í Tókýó.

En nú er áætlað að tvíburarnir verði sendir heim mánuði áður en lánstími þeirra rennur út í febrúar, að sögn borgaryfirvalda í Tókýó, sem reka Ueno-dýragarðinn.

Héraðsstjórn Tókýó hefur óskað eftir því að þessi gríðarlega vinsælu spendýr, sem laða að sér fjölda fólks, fái að vera áfram í dýragarðinum en Kína féllst ekki á það, samkvæmt viðskiptadagblaðinu Nikkei.

Í september á síðasta ári kvöddu dýravinir í Tókýó …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár