Nóbelsverðlaunahafinn María Corina Machado mun gera sitt besta til að snúa aftur til Venesúela til að binda enda á „harðstjórnina“ í landinu, sagði hún þegar hún steig fram í sviðsljósið í Ósló í morgun eftir að hafa verið í felum í næstum ár.
Machado lét sig hverfa í janúar eftir að hafa ögrað stjórn Nicolás Maduro forseta. Óvissa var um hvort hún myndi taka við Nóbelsverðlaunum sínum í persónu en hún birtist fyrst á hótelsvölum í norsku höfuðborginni snemma í morgun þar sem stuðningsmenn hennar fögnuðu henni.
Á blaðamannafundi þakkaði hún þeim sem „hættu lífi sínu“ til að koma henni til Óslóar. Ekki er ljóst hvernig hún komst til Noregs eða hvernig hún mun snúa aftur eftir að yfirvöld í Venesúela sögðu að hún yrði talin flóttamaður ef hún yfirgæfi landið.
Fyrir blaðamannafundinn hafði hún sagt við fréttamenn fyrir utan norska þingið að hún myndi gera sitt besta til að …












































Athugasemdir