Á undanförnum árum hefur tilvikum fjölgað þar sem starfsmenn á Stuðlum eru beittir ofbeldi af hálfu skjólstæðinga. Árni Guðmundsson, starfandi forstöðumaður, hefur reynslu af því eftir átta ár á Stuðlum.
„Ég var í samskiptum við skjólstæðing sem varð allt í einu reiður og réðst á mig. Ég vissi að reiðin beindist ekki að mér, er ágætlega á mig kominn og réð við aðstæður,“ sagði hann, þegar blaðamaður Heimildarinnar fór á vettvang.
Viðbragðs- og öryggisteymi komið á
Nú er fyrrverandi starfsmaður á Stuðlum með réttarstöðu sakbornings í lögreglurannsókn á líkamsárás gegn fjórtán ára gömlum dreng sem þar var vistaður. Árni tók við sem forstöðumaður í sumar og segir atvikið hafa átt sér stað fyrir sína tíð. Réttast sé að þeir sem beri þar ábyrgð svari fyrir það. Með því vísar hann á Barna- og fjölskyldustofu.
Nýlega birti Heimildin umfjöllun um týndu strákana með viðtölum við þrjá unga menn sem voru vistaðir …

















































Athugasemdir