Blaðamenn verðlaunuðu Þorstein Má

Banka­stjóri Ís­lands­banka og stofn­andi Sam­herja voru á með­al þeirra sem stjórn­end­ur af fjöl­miðl­un­um Þjóð­mál­um, Vísi og Morg­un­blaðs­ins veittu verð­laun.

Blaðamenn verðlaunuðu Þorstein Má
Þorsteinn Már Baldvinsson Fékk málverk í heiðursverðlaun frá blaðamönnunum. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Blaðamenn af Morgunblaðinu, Vísi og Þjóðmálum sameinuðust í síðustu viku um að verðlauna fólk úr viðskiptalífinu.

Það var Þorsteinn Már Baldvinsson, einn stofnenda og fráfarandi forstjóri útgerðarfélagsins Samherja, sem hlaut svokölluð heiðursverðlun úr hendi blaðamanna við „hátíðlega athöfn“ í Hvalasafninu á Granda í Reykjavík, þar sem 280 manns voru viðstödd, samkvæmt umfjöllunum í Morgunblaðinu, á Vísi og í Viðskiptablaðinu. 

Þorsteini var afhent nýtt málverk af honum sjálfum. Hann náði þeim áfanga á ferlinum í ár að víkja úr stóli forstjóra Samherja fyrir syni sínum, Baldvin Þorsteinssyni, en áður hafði hann framselt hluti sína í útgerðinni til Baldvins og annarra barna sinna.

Blaðamennirnir, Gísli Freyr Valdórsson, ritstjóri og eigandi hlaðvarpsmiðilsins Þjóðmála, Stefán Einar Stefánsson, viðskiptaritstjóri og þáttarstjórnandi á Morgunblaðinu, Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins, og Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja á Vísi.is, stýrðu veisluhöldunum og veittu verðlaunin. Þeir hafa verið fastagestir í reglulegum viðburðum undir merkjum Þjóðmála þar sem tekin eru lifandi hlaðvarpssamtöl með áhorfendur í sal, sem sóttir hafa verið af ráðherrum og forkólfum úr atvinnulífinu. Einnig veitti verðlaun Þórður Gunnarsson, fyrrverandi blaðamaður á Vísi og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Morgunblaðið fjallaði um viðburðinn í frétt undir titlinum „Mikið um dýrðir á hátíðarkvöldi Þjóðmála“. 

Þar kemur fram að laxeldisfyrirtækið Laxey í Vestmannaeyjum var valið „bjartasta vonin“. Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins, veitti bankastjóra Íslandsbanka „samfélagsverðlaun Þjóðmála“. Skógarböðin í Eyjarfirði voru valin „kaupmaður ársins“. Viðskiptaverðlaun ársins veittu blaðamennirnir forsvarsmönnum Vekru, fyrir að selja bílaumboðið Öskju og tengd félög til breska bílafyrirtækisins Inchcape, en bílaumboðið flytur inn og selur Kia, Mercedes-Benz, Honda og fleiri tegundir hér á landi.

Heiðursgestur Þjóðmála að þessu sinni var Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor.

Hlaðvarpið Þjóðmál er að öllu leyti í eigu Gísla Freys Valdórssonar í gegnum félagið SAM Consulting slf. Þjóðmál er í samstarfi við fyrrnefnda viðskiptablaðamenn af öðrum fréttamiðlum sem eru fastagestir á viðburðum miðilsins og í umfjöllunum, sem „sérfræðingar Þjóðmála“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
5
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár